Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 39

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 39
Tafla 2. Jafngreiðslustuðlar. Ár 6% Vextir 8% 10% 12% 1 . . . . 1.0600 1,0800 1,1000 1,1200 2 . . . . 0,5454 0,5608 0,5762 0,5917 3 . . . . 0,3741 0,3880 0,4021 0,4163 4 . . . . 0,2886 0,3019 0,3155 0,3292 5 . . . . 0,2374 0,2505 0,2638 0,2774 6 . . . . 0,2034 0,2163 0.2296 0,2432 7 . . . . 0,1791 0,1921 0,2054 0,2191 8 . . . . 0.1610 0,1740 0,1874 0,2013 9 . . . . 0.1470 0,1601 0,1736 0,1877 10 . . . . 0,1359 0,1490 0,1627 0,1770 11 . . . . 0.1268 0,1401 0,1540 0,1684 12 . . . . 0.1193 0,1327 0,1468 0,1614 13 . . . . 0,1130 0,1265 0,1408 0,1557 14 . . . . 0.1076 0,1213 0,1357 0,1509 15 . . . . 0,1030 0,1168 0,1315 0,1468 16 . . . . 0,0990 0,1130 0,1278 0,1434 17 . . . . 0,0954 0,1096 0,1247 0,1405 18 . . . . 0.0924 0,1067 0.1219 0,1379 19 . . . . 0,0896 0,1041 0,1195 0,1358 20 . . . . 0,0872 0,1019 0,1175 0,1339 Tafla 3. Dœmi um mat á fjár- Tafla 4. Sama dœmi og í 3. festingu án tillits til vaxta, kr. töflu. Allar tölur fœrðar til nú- Ár Inn Út virðis miðað við 8% vexti, kr. 1993 1.000.000 Ár Inn Út 1994 90.000 1993 .... 1.000.000 1995 90.000 1994 .... . . . . 83.333 1996 90.000 1995 .... . . . . 77.160 1997 90.000 1996 .... . . . . 71.445 1998 90.000 1997 .... . . . . 66.153 1999 90.000 1998 .... . . . . 61.252 2000 90.000 1999 .... . . . . 56.715 2001 90.000 2000 .... . . . . 52.514 2002 90.000 2001 .... . . . . 48.624 2003 90.000 2002 .... . . . . 45.022 2004 90.000 2003 .... . . . . 41.687 2005 90.000 2004 .... . . . . 38.599 2006 90.000 2005 .... . . . . 35.740 2007 90.000 2006 .... . . . . 33.093 2008 90.000 2007 .... . . . . 30.641 Samtals 1.350.000 1.000.000 2008 .... . . . . 28.372 Ávinningur: 350.000 Samtals: Tap: 770.353 1.000.000 229.647 Árið 1991 reyndist fjárfesting í búvélum töluvert (35-63%) meiri en afskriftir af þeim. Tölulega má því segja að vélaflotinn hafi verið að vaxa, dæmt eftir hlutfalli hans í út- gjöldum búanna. Þannig má lesa ýmsan fróðleik um búvélakostnað- inn úr búreikningunum. En lítum þá á fastakostnaðinn af vélunum - af- skriftirnar og vextina. Kostnaðurinn við að eiga vélina Búvélar endast að jafnaði í all- mörg ár. Þess vegna er kaupverð þeirra ekki talið til gjalda það ár sem þær eru keyptar heldur er því deilt út á kaupárið og næstu ár. Sá gjaldalið- ur sem þannig verður til kallast af- skriftir eða fyrningar. Með afskrift- unum er búinu gert að endurgreiða kaupverð vélanna (og reyndar ann- arra fjárfestinga), enda eru vélarnar notaðar til að afla búinu tekna á sama tíma. En búið þarf að gera meiraenþað. Það þarflíkaað greiða vexti af peningunum sem bundnir eru í vélakaupunum. Hægt er að reikna árlega vexti og afskriftir af fjárfestingu með því að margfalda kaupverðið með stuðli sem finnst í þar til ætlaðri töflu (tafla 2). Ganga þarf út frá ákveðnum endingartíma og vaxtaprósentu. Þannig sést að vél sem kostar 500.000 kr. og telst end- ast í 10 ár veldur 74.500 kr. árlegum kostnaði vegna vaxta og afskrifta ef miðað er við 8% vexti (500.000 x 0,149). Fjárfesting í búvél á því aðeins rétt á sér að árlegt notagildi hennar fyrir búreksturinn nemi að minnsta kosti afskriftum og vöxtum af bundnu fé auk beins rekstrarkostnaðar. Nota- gildið getur verið fólgið í mörgu. Til dæmis getur vélin * sparað eða létt vinnu * bætt nýtingu aðfanga * aukið eða bætt afurðir * aukið öryggi búrekstrarins * minnkað aðkeypta þjónustu Dœmi um mat á fjárfestingu Augljóslega er notagildið oft vandmetið til fjár. Hér skulum við þó skoða dæmi. Svo hagar til að hægt er að spara aðkeypta þjónustu með vélakaupum (tafla 3). Þannig fellum við niður kostnaðarlið sem í okkar dæmi nemur 90.000 kr. (til einföldunar er hér ekki reiknað með neinum rekstrarkostnaði við vél- ina). Vélin kostar 1 millj. kr, telst endast í 15 ár og er þá verðlaus. Ef ekki þyrfti að taka tillit til vaxta mætti reikna arðsemi vélakaupanna eins og sýnt er á töflu 3. Þar kemur fram 350.000 kr. ávinningur af véla- kaupunum þetta 15 ára tímabil. Sag- an er þó ekki öll sögð. Taflan sýnir okkur hvernig vélin skilar kaupverð- inu smám saman en augljóslega bindur hún mikið fé fyrstu árin. Eftir um það bil 11 ár hefur hún borgað sig og eftir það kemur hagnaðurinn. - Eða hvað? - Er nú víst að 90.000 kr. sem fást eftir 15 ár séu jafngildar 90.000 kr. í ár. Þótt ekki sé gert ráð fyrir verðbólgu valda vextir því að 6‘94 - FREYR135

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.