Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 15

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 15
okkur sjálf, okkar eigin líkama. Ofnæmi, asmi o.fl í ungbörnum yngri en tveggja ára, hafa aukist um fjórðung í Bandaríkj- unum á árunum 1983-1988, og það eru uggvænlegar tölur. Þetta kemur til af því að í barnamat sem áður var „bættur" með rotvarnarefnum og lífrænum (sem nú er hætt), er nú grænmeti sem kemur úr menguðu umhverfi og grænmetið er mengað. Ýmislegt þarf að laga. Matareitrun á skipum og eyjum í Kara- bíahafi og á öðrum suðlægum slóðum hefur aukist óeðlilega mikið og er orðin 10-15% meðal ferðamanna. Eg minnist þess ekki að hafa heyrt um matareitrun hér á íslandi í mörg ár. Þetta hefur óhjá- kvæmilega einhver áhrif á það hvert ferðamannastraumurinn beinist, því matareitrun er orðin vandamál suður í heimi. Og þá vaknar spurningin: Eigum við íslendingar ekki að taka mið af þessu? - Er ekki lag fyrir okkur núna? Reyndar er ýmislegt sem við þurfum að laga. Við þurfum t.d. að taka á skolpmál- um og sorpbrennslu, við þurfum að bæta eitt og annað hjá okkur en það er ekkert vandamál sem séð verður í fljótu bragði að sé óleysanlegt ef við höfum vilja til þess. Og þess vegna getum við og þurfum að marka okkur þá stefnu, að Island verði í vitund umheimsins vistvænt land. Verði sú stefna valin, verður hún okk- ur til framdráttar í sjávarútvegi, landbún- aði og ferðaþjónustu. Ef við getum orðið fyrirmyndarþjóðfélag í heilbrigðismálum og umhverfismálum, hvers vegna þá ekki að setja á stofn eftirmeðferðarstofnanir á íslandi fyrir erlenda sjúklinga sem þurfa að neyta lífræns fæðis og vera þá sem næst fæðuöfluninni. Til greina kæmi að setja á fót gróður- hús með samvinnu bænda og erlendra verslunarkeðja. Með því að marka þessa stefnu, leggjum við af stað, en ennþá höf- um við ekki lagt af stað með neina stefnu. Pjóðin hefur verið of sundruð í þessum málum en það hefur blessast vegna þess að við höfum haft alveg nóg í okkur og á síðustu hálfa öld. Nú eru þeir tímar að líða hjá. Pá verðum við að vera tilbúin til að fara að starfa saman og horfa á hags- muni heildarinnar, hafa þá að leiðarljósi. Traust landsbyggð er forsenda fyrir sterku þjóðfélagi. Við sem eigum heima hér í Reykjavík, getum ekki búið hér án byggðar úti í héruðum. Byggðastefna ætti því að vera höfð að leiðarljósi í allri stefnumótun Reykvíkinga. Pað eru sameiginlegir hagsmunir þjóðarinnar að viðhalda byggð í landinu, vegna sjávarútvegsins, vegna landbúnaðarins og vegna ferða- þjónustunnar. Við verðum að ýta til hlið- ar togstreitu milli þéttbýlis og dreifbýlis um byggðastefnu, vegna þess að við verð- um að horfa á hagsmuni heildarinnar. Spurningu um hver staða íslensks land- búnaðar væri í þessu samhengi, svaraði Baldvin: Ég held, í framhaldi af framansögðu, að landbúnaður á íslandi eigi ekki síðri möguleika en erlendur landbúnaður. En af reynslu minni síðustu mánuði finnst mér að íslenskir bændur hafi ekki nógu mikla trú á sjálfum sér. Og kannski má rekja það til þeirrar umræðu sem hefur verið um hið svo nefnda landbúnaðar- kerfi. Bændur eru farnir að taka það persónulega, nákvæmlega eins og nú er að gerast um sjávarútvegskerfið. Sjávar- útvegskerfinu þarf að breyta og hið sama á við um landbúnaðarkerfið. Við getum hins vegar ekki breytt þessum „kerfum“ nema við séum sammála um markmiðin í samfélaginu. Ég spái því að lífsgildin breytist hjá fólki á næstu 10-15 árum og að fólk fari að sækja út í sveitirnar aftur, vegna þess að þar er annars konar mannlíf og gildi þess er skoðað frá öðrum sjónarhóli heldur en í borgarsamfélagi sagði Baldvin Jónsson að lokum. J.J.D. Sérstaða íslands erm.a. heilnœmt umhverfi ogskil- yrði til að framleiða hreinar náttúruafurðir. Það eru sameiginlegir hagsmunir þjóðarinn- ar að viðhalda byggð út um landið og að dregið verði úr tog- streitu um byggða- stefnu. 6'94 - FREYR111

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.