Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 35

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 35
Ný viðhorf f notkun áburðar í íslenskum landbúnaði Jóhannes Sigvaldason, Rœktunarfélagi Norðurlands Notkun tilbúins áburðar á íslandi á sér um það bil aldar sögu. Fyrstu ár þessa tíma er þó notkun harla smá og það er ekki fyrr en eftir seinna heimsstríð að hún eykst að marki. Framfarir í tœknibúnaði á styrjaldarárunum samfara matarskorti eftir stríðslokin ásamt aukinni þekkingu á áhrifum áburðar, urðu þess valdandi að á þesssum tíma jókst notkun á tilbúnum áburði í hinum vestrœna heimi all verulega. Hér á landi koma nokkrir kippir í áburðarnotkunina - fyrst um 1950 og aftur 1954 þegar innlendur áburður (Kjarninn) kemur á markað frá Aburðarverksmiðjunni í Gufu- nesi en síðan á þeim árum sem í hönd fóru nokkuð jöfn aukning. Upp úr 1960 er notkun köfnunarefn- isáþurðar orðin rösk 100 kg N á ha og hefur haldist á því róli síðan. Á þessum árum, stuttu eftir 1960, var þó áburðarnotkun einstakra bænda orðin allmiklu meiri - jafnvel allt að 200 kg N á hektara. Niðurstaða til- rauna sem sýndu lítinn uppskeru- auka fyrir svo stóra skammta og þar að auki meiri líkur á kali, var komið á framfæri við bændur og leiddi það til þess að þessari miklu áburðar- notkun var hætt og undanfarinn ald- arfjórðung hefur köfnunarefnis- notkun verið nokkuð stöðug eða 100-120 kg N/ha. Notkun fosfóráburðar hefur um alllangt skeið verið þannig háttað að fylgt hefur verið þeirri kenningu að bera ætti allmiklu meira á af þessu efni en fjarlægt er með uppskerunni. Það átti að safna forða í jarveginum. Niðurstöður rannsókna og öll reynsla hefur þó sýnt að mjög lítíll uppskeruauki fæst fyrir þennan um- fram skammt af fosfórnum. Hann binst fast í jarðveginum og breytist í efnasambönd sem seint nýtast plönt- um og það fé sem í þennan áburð er lagt er að verulegu leyti glatað. Sömu kenningar voru uppi hjá næstu nágrannaþjóðum okkar og víðar í útlöndum en viðhorf eru þar nú hratt að breytast í þá veru að minnka að mun notkun á fosfór sem aldrei Jóhannes Sigvaldason. kemur búskap að gagni. í útlöndum er þó mengunarhætta af þessu nær- ingarefni, vegna útskolunur, einnig ástæða fyrir því að sparlegar þarf að fara með fosfór. Hér á landi hafa dræmar undirtektir verið við því að minnka fosfóráburðarnotkun og til þess að svo geti orðið þarf þar á ofan að breyta allri samsetningu á blönd- uðum áburði á tún. Svipaðra við- horfa hefur gætt gagnvart kalí - til- hneigingar í þá átt að auka innihald moldarinnar af þessu efni. f>ó hefur sá eiginleiki grasa að taka upp kalí í mun ríkara mæli en svarar til nauð- þurftar plöntunnar orðið hemill á notkun kalíáburðar. Því hefur reyndin orðið sú að nokkru minna er borið á af kalí en gróður fjarlægir. Af þessum sökum eru grösin upp á moldina komin að nokkru leyti með kalí en mjög er þó mismunandi hve mikið er af þessu efni aðgengilegt í íslenskum jarðvegi - sums staðar þar sem mold er rík af líparíti er lítil þörf á kalí, til eru jafnvel blettir, eins og um miðbik Tjörness í Suður-Þing- eyjarsýslu, þar sem nánast með öllu er óþarft að bera það á. Annars staðar þarf að bera kalí á reglulega og sums staðar í nokkrum mæli. Það því óhætt að segja að þetta næringar- efni er vandmeðfarið svo að hvorki verði of né van. í annan stað ofgnótt af því í heyinu á hinn bóginn upp- skerutap sem getur orðið umtalsvert ef kalí er ekki nægilegt. En margt er að breytast í sveitinni. Á síðasta röska áratug hafa orðið verulegar breytingar í búskaparhátt- um á Islandi - sér raunar ekki fyrir enda á því enn. Þessar breytingar hafa haft og munu enn meira en orðið er hafa áhrif á áburðarnotkun bænda. Helstu þættir er þessu tengj- ast eru eftirfarandi: Sérhæfing í hefðbundnum búskap er orðin allveruleg. Allstór hópur bænda hefur nú annað hvort kýr eða kindur og sá hópur stækkar óðum. Fyrir tuttugu árum, þó ekki sé lengra farið í fortíðina, voru fáir bændur sem ekki bjuggu bæði við ær og kýr. Þá hefur það einnig gerst á síðasta áratug að fé hefur fækkað stórum en nautgripum fjölgað og einnig að kúabændum hefur fækkað að mun en sauðfjárbændum mun minna. Þetta þýðir augljóslega að kúabúin hafa langflest stækkað og sum verulega en á hinn bóginn hafa 6'94 - FREYR 131

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.