Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 46

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 46
Landgrœðslan og hrossabœndur Andrés Arnalds, landgrœðslufulltrúi í skýrslu Félags hrossabœnda sem birtist í Frey 1-2 tbl. 1994, er vikið að samskiptum við Landgrœðslu ríkisins. Þar er nokkuð tast kveðið að orði og kemur þar reyndar sitthvað fleira fram en við landgrœðslumenn teljum réttmœtt. í skýrslunni er vísað til bréfaskipta Landgræðslunnar og Félags hrossa- bænda. í fyrirspurn hrossabænda til Landgræðslunnar gætti misskiln- ings, sem einnig kemur fram í skýrsl- unni, þ.e. að það sé nóg að skamma Landgræðsluna til að koma í veg fyrir umfjöllun fjölmiðla um hrossa- beit, hversu augljós sem slfk vanda- mál kunna að vera. Þar skolast einnig helst til mikið til um „eignar- hald" á vanda vegna mistaka í skipu- lagi hrossabeitar og gróðurspjöll af þeim sökum. í ljósi þess hve mikilvægt er að hestamenn taki sjálfir á þessum málum, í samstarfi við Landgræðsl- una, í stað þess að varpa vandanum yfir á hana, og að gefnu tilefni, fylgir hér svar Landgræðslunnar til Félags hrossabænda frá 20. júlí. Bréf Landgræðslunnar er svohljóðandi: „Með bréfi þessu vil ég þakka þær byrjunarviðræður sem átt hafa sér stað milli Landgræðslunnar og Félags hrossabænda. Ég vil jafn- framt ítreka það að vandamál vegna óhóflegrar hrossabeitar fara vaxandi víða um land. í bréfi þínu frá 29.06.1993 gætir nokkurs misskilnings varðandi inn- tak fjölmiðlaumfjöllunar af minni hálfi. Miðað við þann vanda sem við blasir er varla hægt að segja annað en að framsetningin sé á jákvæðari nótunum. Ég hef ekki sett fram sam- anburð við beit sauðfjárstofns í þeim viðtölum sem vísað er til. Fjölmiðlar sýna þessum málum mikinn áhuga, og þar hefur okkar frumkvæði ekki komið til. Ég hef skotið á það að „það séu allt að 200 jarðir sem þarf að skoða frekar með tilliti til ofbeitar" (DV 18. júní) og „það getur verið um að ræða allt frá einstökum hrossahólfum upp í heilu jarðirnar" (Stöð 2, 5. júlí). Heildar- samantekt er enn ekki til en ég tel eftir frekari ferðalög nú í sumar og margar ábendingar sem mér hafa borist, að þetta sé of lág tala. í sumum tilvikum er um mjög alvar- legar beitarskemmdir að ræða. Listi yfir þessar jarðir verður ekki látinn af hendi út fyrir stofnunina. Ég ber hins vegar þá von í brjósti að for- svarsmönnum Félags hrossabænda sé það annt um þá auðlind sem þeir nýta að þeim sé ljóst hverjar margar af þessum jörðum eru. Landgræðslan hefur skrifað um 15 ábúendum viðkomandi jarða og rætt við allmarga til viðbótar. Á döfinni er ítölugerð á nokkrum jörðum, og hefur Rannsóknastofnun landbún- aðarins verið skrifað þar að lútandi. Það er ljóst að vandinn liggur það víða að hann verður ekki leystur nema með víðtækri samstöðu allra þeirra sem að þessum málum koma. Það sem skiptir þó langmestu máli er að hestamenn sjálfir skipi sér í farar- brodd sem hinir raunverulegu gæslumenn landsins. Þrátt fyrir mjög uppörvandi við- ræður við Þóri Isólfsson og Berg Pálsson í vor óttast ég hins vegar að ekk'i sé til staðar sú viðurkenning vandans meðal hrossabænda sem er forsenda þess að hann sé leystur. Þriðjungs fjölgun hrossa á aðeins 6 árum er staðreynd og það er sömu- leiðis staðreynd að áhrif ofnýtingar eru víða að grafa um sig og eiga eftir að koma enn frekar fram á næstu árum. Verndun á að vera forsenda nýt- ingar, en ég minnist þess hins vegar ekki að hafa séð nein varnaðarorð eða ábendingar að hálfu Félags hrossabænda um það hvernig best er að nýta land án þess að það skemmist. I fréttabréfinu sem þú sendir mér er t.d. aðeins fjallað um markaðstengd mál ásamt afréttar- beit hrossa. Vegna skorts á áhuga óttast ég að hestamenn standi fyrr en varir uppi sem eins konar steingerv- ingar í jöeirri miklu gróðurverndar- umræðu sem nú á sér stað, og er þó aðeins rétt að byrja. Nútíma gróðurvernd felur það í sér að samtengja nýtingu og vernd- un. Verndun á ekki að vera „mál einhverra annarra", í þessu tilviki Landgræðslunnar, heldur fyrst og fremst þeirra sem nýta landið. Fræðsla og hvatning á þessu sviði, í samstarfi við Landgræðsluna, ætti því að vera jafn veigamikill þáttur í starfi Félags hrossabænda og sölu- mál og hvað annað. Með markvissu fræðslustarfi er hægt að ná undra- verðum árangri í að sporna gegn landskemmdum. Reynsla er fyrir því að slík fræðsla kemst best til skila ef hún er stunduð innan raða við- komandi hópa, í þessu tilviki hesta- manna.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.