Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 8

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 8
verulega á árinu jafnframt því sem ný afbrigði voru tekin til ræktunar. Eftir mörg léleg ár í loðdýrarækt rétti grein- in verulega við á árinu. Minkaskinn seldust í febrúar á dkr. 87 en 199 í desember. Blárefa- skinn seldust í febrúar á dkr. 201 en 449 í desember. Loðdýrabú voru 72 í árslok og fækkaði um 8 á árinu. Framleiðslan nam 112- 115 þúsund minkaskinnum og 20 þúsund refa- skinnum sem seldust á um 175 millj. kr. Fóður- styrkir til loðdýraræktar námu kr. 68 millj. á árinu 1993 og verða kr. 48 millj. á yfirstand- andi ári. Á árinu 1993 voru lán loðdýrabænda hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins lækkuð um þriðjung og felld niður lán hjá Ríkisábyrgðar- sjóði að upphæð um 300 millj. kr. Eftir sem áður er fjárhagsstaða búgreinarinnar afar erfið og nokkuð um gjaldþrot. Framleiðsla loð- skinna í heiminum hefur dregist saman um meira en helming á fimm árum, 42 millj. minkaskinn 1987-’88 í 20 millj. 1992-’93 og 5,2 millj. refaskinn 1987-’88 í 2,4 millj 1992-’93, og telja sérfræðingar að vænta megi góðrar sölu næstu 2-5 árin. Áætluð framleiðsla á eldislaxi nam um 2.000 tonnum á árinu og 450 tonnum á hafbeitarlaxi. Verðmæti þessarar framleiðslu var um 815 millj. kr., en var 946 millj. kr. árið áður. Útlit um gott verð framan af árinu 1993 rættist ekki vegna þess að framleiðsla Norðmanna reynd- ist meiri en séð var fyrir, en ýmsar framfarir urðu hjá þeim í búgreininni auk góðra um- hverfisskilyrða. Framleiðsla bleikju nam um 320 tonnum að verðmæti um 118,5 millj. kr., þar af voru flutt út um 220 tonn. Þá var framleiðsla á regnboga- silungi um 180 tonn að verðmæti 45 millj. kr. Stangveiddir laxar voru um 37 þúsund en áætlað er að veiðin hafi gefið um 400 millj. kr. í tekjur. Netveiddur lax var um 32 tonn að verðmæti 9,3 millj., kr. og áætlað var að silungsveiði hafi gefið um 30 millj. kr. ítekjurá árinu 1993. Árið 1993 var gott dúnár og féllu líklega til um 3 tonn af æðardún. Salan var hins vegar dræm og lækkaði verð til bænda allt niður í 25 þús. kr. á kg. Nokkuð er að lifna yfir nýtingu á selskinnum og eru skinnin nýtt bæði í flíkur og ýmsa smámuni. Þá voru í fyrsta sinn flutt út söl á árinu og fóru um 200 kg til N-Ameríku. Ferðaþjónusta á vegum bænda hélt hlut sínum á árinu þegar á heildina er litið. Frekari uppbygging í greininni varð ekki á árinu, en um 125-130 bændur bjóða fram þjónustu sína á vegum Ferðaþjónustu bænda. Vegna óhag- stæðs tíðarfars minnkaði lausagisting á norð- an- og austanverðu landinu, en á Suður- og Vesturlandi var hún góð. Fyrirfram pöntuð gisting stóðst hins vegar vel en þar er einkum um útlendinga að ræða. í heild hefur þessi grein fest sig vel í sessi, en hún er að sjálfsögðu háð efnahagsástandi innanlands sem utan. Þegar litið er yfir stöðu íslensks landbúnað- ar í árslok 1993 ber hæst hve margt er þar á hverfanda hveli, bæði vegna efnahagsástands og breytinga í kjölfar alþjóðlegra viðskipta- samninga. Af einstökum þáttum vegur þyngst samdráttur í sauðfjárrækt og afleiðingar hans fyrir afkomu þeirra sem þá grein stunda sem og slæm afkoma í nokkrum öðrum greinum. Hið jákvæða ber þó einnig að hafa í huga, svo sem í mjólkurframleiðslu, hrossarækt, ferða- þjónustu og víðar. M.E. MOIIM Heimilis- og listiðnaður efldur með fjárveitingu Alþingi hefur veitt 20 milljónir kr. til reynsluverkefnisins Handverk sem hefur það markmið að efla handverksiðnað í landinu, þ.e. heimilisiðnað og handverks- og list- munagerð. Byggðastofnun hefur 104 FREYR - 6*94 umsjón með fjárveitingunni. Talið er að 800-900 manns í landinu hafi tekjur af ýmiskonar handiðju. Féð sem veitt er til verkefnisins er hluti þess fjár (milljarðsins) sem samið var um í kjarasamningum að varið skyldi til atvinnuskapandi verkefna. Gert er einnig ráð fyrir að Handverk afli sértekna til verkefnisins. Handverk verður þjónustu- og samstarfsvettvangur einstaklinga og fyrirtækja sem hanna og framleiða handverks- og listmuni og það á að aðstoða þá, sem þess óska, við að hanna, þróa og selja framleiðsluna. Handverk á einnig að fræða fram- leiðendur og efla gæðavitund þeirra. Verkefnisstjórn hefur verið skip- uð og sitja í henni Helga Thorodd- sen verkefnisstjóri í Þingborg, Eyj- ólfur Pálsson, hönnuður og Jóhanna Pálmadóttir, kennari á Hvanneyri.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.