Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 36

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 36
sauðfjárbúin langflest minnkað. Þetta veldur því að tún þeirra bænda sem kúsbúskap stunda eru í raun í mörgum tilvikum orðin of lítið fyrir þann bústofn sem á búinu er. Því hafa þessir bændur orðið að fá há- marksuppskeru af túnum sínum eða sækja heyskap á jarðir sem eru í eyði eða ekki að fullu nýttar - stundum óþægilega langt frá bæjarhúsum. Sauðfjárbændur hafa hins vegar rífleg tún og meira svigrúm til þess að vega og meta hvort bera eigi vel á og heyja hluta túns eða slá þau öll með minni áburði og minni sprettu. Tímabundið fjárleysi á bæjum vegna niðurskurðar af völdum riðu hefur á þeim stöðum valdið því að mjög rúmt er þar um land. Nýræktun sem var mjög mikil ára- tugina fyrir 1980 hefur snarminnkað þau ár sem síðan eru gengin og er orðin sáralítil. Þetta þýðir að meðal- aldur túna hefur hækkað og hlutfall túna innan við tíu ára aldur hefur lækkað úr um 45% 1970 í það vera nærri 10% nú. Nýræktargrös ganga tiltölulega hratt úr sér og í tíu ára gömlum túnum eru þau yfirleitt orð- in í miklum minnihluta. Ljóst er því að grös í íslenskum túnum eru nú orðin að verulegu leyti af fornum innlendum toga. Þessi staðreynd hefur í för með sér að varla er að vænta eins mikillar hámarksupp- skeru á túnum og áður var. Þar á móti kemur hins vegar að uppskeran er að líkum árvissari þar sem inn- lendur gróður, að öðru jöfnu, verð- ur fyrir minni áföllum ef kal herjar eða önnur óáran. Önnur áhrif af breyttri grasasamsetningu eru þau að meltanleiki innlendra grasa er minni en sáðgrasanna, einkum gildir þetta um snarrótina. Slá verður því fyrr en áður til þess að fá gott fóður handa mjólkurkúm. Þessi breyting á aldri túna og grasasamsetningu þeirra veldur því að á vissan hátt verður auðveldara að velja túnum áburð. Nú er hœgt að taka mark á áburðartilraununum. Áburðartilraunir með mismikið köfnunarefni og fleiri plöntunæring- arefni sem lengst hafa staðið hér á landi hafa yfirleitt verið vaxnar sams konar gróðri og nú vex í flestum túnum og niðurstöður þessara til- rauna því meira en fyrr marktækar fyrir stærstan hluta túna. Þekking bóndans á sínu eiginn túni verður einnig meiri og betri þegar ekki bæt- ast stöðugt við nýræktir með þeirri óvissu um afrakstur sem þeim fylgir. í eftirfarandi töflu eru sýndar niður- stöður köfnunarefnistilrauna sem gerðar voru á Tilraunastöðvunum á Akureyri, Reykhólum, Sámsstöð- um og Skriðuklaustri. Sýnd er hin mælda uppskera fyrir 80 og 120 kg N á hektara meðaltal ára sem tilraun- irnar höfðu staðið til 1976 (23 til 25 ár) en uppskera fyrir 90, 100 og 110 kg N á ha eru fundnar af uppskeru- línu þessara tilrauna en sama upp- skerulína reyndist vera fyrir alla til- raunastaðina. Kg N/ha Uppskera, hkg hey/ha Hlutföll % 120 65,0 100 110 64,2 99 100 62,9 97 90 61,8 94 80 59,4 91 Af töflunni sést að minnkun á áburði frá 120 kg N á ha og í 90 kg N dregur úr uppskeru um 6% . Ef til vill finnst einhverjum þetta ekki vera stór tala en hafa verður í huga, þegar meta á hve mikið skuli borið á, hver þörf er á uppskeru miðað við þann bústof og þá túnstærð sem viðkomandi hef- ur. Ef reynslan hefur sýnt að bera þarf á 120 kg N til þess að fullnægja fóðurþörf þá verður uppskera ein- faldlega 6% of lítil ef köfnunarefnið er minnkað í 90 kg. Þetta vill segja á mannamáli að aka ber seglum eftir vindi - notfæra sér þekkingu um uppskeruauka fyrir köfnunarefni og bera minna á ef bústofn minnkar eða ef fyrningar eru eitthvert ár þokka- lega miklar. Búfjáráburðurinn fer mestan part á túnið. Ein afleiðing enn af minnkandi nýræktun er sú að búfjáráburður sem áður fór að miklu leyti í flög er nú borinn á tún. Verða því að nokkru ný viðhorf í notkun á tilbún- um áburði á túnin. Þetta er þó ekki að gerast á allra síðustu dögum - á nokkrum síðustu árum hefur notkun búfjáráburðar verið smám saman að aukast á túnin. Ónákvæmni við notkun búfjáráburðar er þó, eins og nú er háttað, mikil. Hvort tveggja er að það magn sem borið er á er erfitt að mæla og innihald búfjáráburðar- ins af næringarefnum er mikilli óvissu háð hjá hverjum og einum bónda - aðeins notast við meðaltals- tölur. Til að meiri nákvæmni náist í notkun búfjáráburðar er nauðsyn- legt að einhverri tækni sé beitt til þess að ákvarða magn hans á túnið með mun meiri vissu en nú er. Verða tæknimenn okkar að koma þar til skjalanna og leysa úr því hvað hér má til varnar verða. Einnig þarf að Nota skal breytilegt magti af köfnunarefnisábarði til þess að ná fram mismun í uppskeru eftir þvt' hver þörfer á gróffóðri. 132 FREYR - 6*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.