Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 22

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 22
2. Nýbygging færist á kostnaðarverði samkvæmt húsbyggingarskýrslu og byrjað er að fyrna bygginguna niður það ár, sem húsið er tekið í notkun og þá heilsársfyrningu. 3. Ekki má fyrna eignir á söluári, en hins vegar eru eignir fyrntar á kaupári og þá heilsársfyrn- ingu. 4. Vél, sem verður ónýt, fyrnist alveg niður í 0. Sjá dæmi á mynd. 5. Vél eða önnur eign í atvinnurekstri sem kostar minna en 116.921 kr. má færa til gjalda á kaup- ári. Þetta er ekki ráðlegt nú. 6. Eignir í búrekstri fyrnast hratt niður. Því er oft skynsamlegt að fyrna nýjar eignir lágmarksfyrn- ingu. Landbúnaðarframtalið. Eyðublöðin eru á sex síðum auk skýrslu um VSK. BÍs. 1. Bústofn. Bústofn er færður inn í ársbyrjun og árslok á skattmati ríkisskattstjóra. Fjöldi gripa í árslok 1992, þ.e.a.s. á síðasta framtali, er nú færður inn í árs- byrjun en ekki gamla matið í krónum. í stað þess er fært inn nýja skattmatið. Keyptur bústofn er ekki færður til gjalda á landbúnaðarframtalið eins og önnur gjöld, heldur er talinn með bústofni í árslok. Þar með myndaðist bústofnsaukning, sem kæmi fram sem tekjur. Þetta er leiðrétt með því að færa keyptan bústofn inn í ársbyrjun, sjá mynd. Einn hestur er keyptur á 120.000 kr. (með VSK 149.400 kr.). Hann er talinn með bústofni í árslok. Skattmat á hest er 35.290 kr. Það færist á síðuna neðst til hægri, keypt búfé á árinu, matsverð, sjá mynd 2. Bústofn barna yngri en 16 ára skal telja með búfé bónda. Tekjur af búfénu má færa á landbúnaðar- framtal með tekjum bónda eða á skattaframtal barnsins. Sé valinn síðari kosturinn er færslan orðin flóknari. Fóðurkostnaðurinn færist þá bónda til tekna en barni til frádráttar. Vinni barnið fyrir fóð- urkostnaðinum, má barnið telja það sem laun í reit 2.1 en bóndinn til frádráttar sem launagreiðslu í 5.3 á landbúnaðarframtal. Bls. 2. Tekjur. Allar tekjur skal færa inn án virðisaukaskatts. Tekjur skal færa inn á landbúnaðarframtalið eftir afurðamiðum, þannig að bæði fjöldi gripa og magn seldra afurða komi fram ásamt greiðslum á árinu Afurðatekjur skulu færðar inn brúttó, þ.e. án frádráttar sjóða og flutningsgjalda, sem eru tilgreind sérstaklega á afurðamiðunum. Afurðamiðar eru yf- irleitt þannig að taka má tölurnar beint af þeim. Greiðslur til Lífeyrissjóðs bænda færast ekki. Undir liðinn „Ýmsar tekjur“ má færa t.d. leigu eftir búfé, tekjur af tamningu hrossa, tekjur af ferðamönnum og leyfi til sand- og malarnáms. í lið 12.10 skal færa endurgreiðslu kjarnfóðurgjalds. Virðisaukaskatti ber að skila af heimanotuðum afurðum. Eigin vinna bónda og maka hans og barna vegna framkvæmda, t.d. byggingu útihúsa, skal færa til tekna en til gjalda á húsbyggingarskýrslu. Söluhagnaður af sölu eigna er tilheyrir búrekstrinum færast hér einnig. Hér færast einnig rekstrarstyrkir, svo sem styrkir til endurvinnslu túna og grænfóðurs. Framkvæmda- styrkir færast ekki til tekna heldur til lækkunar á stofnverði. Ef lagt hefur verið í fjárfestingasjóð og síðan tek- ið úr honum, skal færa þá upphæð (framreiknaða með verðbreytingastuðli) til tekna. Bls. 3 Gjöld. Öll gjöld skal færa án virðisaukaskatts. Gjaldaliðir skýra sig að mestu sjálfir og bent skal á leiðbeiningar ríkisskattstjóra. Skipting á gasolíu milli bús, heimilis og bfla getur verið nokkuð erfið. Díselbílar eyða um 1215 lítrum af gasolíu á 100 km. Bensínbflar eyða um 1 lítra af bensíni á hverja 100 km á 100 kg þunga. Bfll, sem vegur um 1.200 kg eyðir um 12 ltr. á 100 km. Á bls. 6 er eyðublað til þess að skrá kostnað við bflinn. Árleg fyrning er gefin upp á eyðublaðinu, (nú 122.195 kr.), en sú upphæð breytist árlega. Vextir og skuldir vegna bflakaupa koma einungis inn á skattframtal en ekki landbúnaðarframtal. Bifreiðin er sem sagt ekki talin eign búsins, heldur persónuleg eign. Bifreiðin er færð til eignar á upphaflegu kaupverði. Ef aðeins einn bfll er til á búinu, má yfirleitt færa 60-70% á búið, ef um jeppa er að ræða, en 30-40% ef um fólksbfl er að ræða. Ef bifreiðin er eingöngu notuð fyrir búið og hún er skráð sem sendiferðabíll eða vörubfll, er bifreiðin meðhöndluð á sama hátt og dráttarvél. Ef um fleiri en eina bifreið er að ræða, skal færa sérstakt rekstraryfirlit fyrir hverja bifreið fyrir sig. Nokkuð hefur verið um að bændur hafa breytt notkun VSK bfls þannig að bfllinn er aðeins notað- ur að hluta við búið. Þá þarf bóndinn að selja sjálfum sér bflinn og skila hluta af þeim innskatti sem hann fékk við kaup. Þá þarf að reikna út hverju hann á að skila. Dæmi úr leiðbeiningum RSK (breytt). Bóndi keypti virðisaukabifreið í febrúar 1991 og var kaupverðið kr. 1.245.000, en þar af var inn- skattur kr. 245.000. í júní 1993 ætlar eigandi að breyta notkun bifreiðarinnar þannig að hún verði aðeins notuð að hluta í virðisaukaskattskyldri starf- semi. 118 FREYR - 6‘94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.