Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1994, Síða 9

Freyr - 15.02.1994, Síða 9
Vöru- og handverkssýningar landsbyggðarfólks hafa vakið mikla athygli Viðtal við Arnald Mar Bjarnason, atvinnumálafulltrúa Handiðjusýningar landsbyggðarfólksins og viðfangsefni þess hafa vakið mikla athygli. Þetta framtak nýtur mikils velvilja með þjóðinni. Þœr virðast snerta þjóðlegar kenndir hjá fólki, og núna á erfiðum tímum er allt framtak virðingarvert og starf þessara einstaklinga nýtur eftirtektar og aðdáunar. Þetta sagði Arnaldur í viðtali þeg- ar blaðamaður Freys innti hann eftir hvernig hefði til tekist með þær vöru- og handverkssýningar sveita- og landsbyggðarfólks sem haldnar voru á sl. ári. Eitt af atriðum í starfslýsingu verkefnis þessa sem ég hef unnið að í þrjú ár var að stuðla að því að koma framleiðslu bændafólks á markað. Þá höfðu menn í huga ýmiskonar smávarning og handverksvörur. Þetta var þáttur sem mér reyndist erfiður í upphafi. Ég sá ekki vel í fyrstu hvernig mitt verkefni gæti staðið að beinni markaðssetningu. í fyrsta lagi var engin yfirsýn yfir það hvaða vörur væru fyrir hendi, né á hvaða framleiðslu- og gæðastigi þær væru. Mér fannst því framan af að ekki væri grundvöllur fyrir því að standa að slíkri markaðssetningu, og var enda ekki ráðinn á þeim forsend- um að vera sölumaður á varningi bændafólks, það var ekki hluti af starfinu eins og það var hugsað. Ég var búinn að hugleiða hvort unnt væri að koma völdum vörum, sem á einhvern hátt væru sérstæðar og frambærilegar, á framfæri t.d. í sýn- ingarkössum í Leifsstöð, og á heppi- legum stað á Hótel Sögu, en ekkert var komið á framkvæmdastig. Síðastliðið ár voru haldnar marg- ar sýningar á vegum þessa verkefnis. Fyrsta sýningin var kennd við Bún- aðarþing og haldin í tengslum við það í mars 1993. Leitað var eftir varningi frá nokkrum aðilum sem ég þóttist vita Arnaldur Bjarnason. Freysmyndir. að væru með nógu frambærilegar vörur til þess að þær myndu vekja eftirtekt. Þessir aðilar höfðu notið stuðnings Smáverkefnasjóðs og því vissi ég betur um þau verkefni en önnur. Á þá sýningu sendu vörur tveir verkefnishópar og einir 12 aðilar aðrir, og þetta var sett upp með mjög skömmum fyrirvara á 2. hæð á Hótel Sögu. Þessi litla sýning vakti mikla eftirtekt og mikið umtal og var talsvert getið í fjölmiðlum. Hún var bæði vandaðri, fallegri og fjölbreytt- ari heldur en ég hafði þorað að vona. Framhaldið var það að sex aðilum á sýningunni var boðið að sýna vörur í versluninni „íslenskur heimilisiðn- aður“ í Reykjavík. Sú sýning vakti líka athygli og m.a. áhuga forráðamanna Kola- portsins á að eiga við okkur sam- starf. Næsta skrefið var að efna til samstarfs við Kolaportið og þar stóðu sýningar 22. og 23. maí. Lagð- ur var undir þriðjungur af sölusvæði Kolaportsins og því var þar mikið meiri fjölbreytni til sýningar og sölu en áður. Þar tókst samstarf við ýmsar stofnanir eins og Landgræðsluna og Bændaskólann á Hvanneyri sem voru að kynna starfsemi sína, og eins við úrvinnslufyrirtæki í matvælaiðn- aði, s.s. kjötiðjur Kaupfélags Þing- eyinga, Kaupfélags Arnesinga og Kaupfélags Austur-Húnvetninga, Fjallalamb hf í Norður-Þingeyjar- sýslu og Austmat hf á Reyðarfirði, Félag eggjabænda og ennfremur voru þarna Ferðaþjónusta bænda og Félag vistforeldra í sveitum og síðan var margvísleg framleiðsla úr sveit- unum, bæði handverk, smáiðnaður og ýmis iðnaðarvarningur. Þetta var viðamikil sýning sem stóð þó ekki nema tvo daga og mælt- ist held ég ágætlega fyrir. Það má kannski geta þess að Kolaportið hef- ur leitað aftur eftir samstarfi núna, en ekki hefur verið tekin nein af- staða til þess hvort af því verður. Reynt var að hafa það að leiðar- ljósi að þátttakan yrði sem víðast af landinu og það hefur verið mín regla, þó að gæði og staða fram- leiðslunnar kunni að vera mismun- andi eftir héruðum og landshlutum. Þessar sýningar eru ekki síst hugsað- 6'94 - FREYR105

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.