Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 17

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 17
 CD h- 00 CT) O T— CN co co CO co 00 CO cn CT) CT) CT) CT) O) cn cn CD CT) CT) CT) CT) CT) CT) 'r~ 'r“ T_ 'r~ T- ^1- T- Próun verðs á áburði miðað við þróun byggingarvísitölu. Verð á áburði er 43% lœgra árið 1994 (100-57) en það var árið 1985 ef tillit er tekið til almennrar verðlagsþróunar, t.d. byggingarvísitölu. landi. Margs ber að gæta við slíkan samanburð. Samkvæmt okkar at- hugunum er áburður sem seldur er bændum í Noregi og Svíþjóð ekki umtalsvert ódýrari en áburður sem seldur er íslenskum bændum. Aftur á móti hefur t.d. í Bretlandi verið mjög hörð samkeppni milli áburðar- seljenda. Inn á breska markaðinn hefur undanfarin ár borist áburður frá Búlgaríu og Rússlandi á „dump- ing“ verði. Þetta eru nær eingöngu eingildar tegundi, þ.e. köfnunarefn- isáburður, kalíáburður og fósfat- áburður sem dreifingaraðilar í Bretlandi blanda líkt og bændur gerðu hér á árum áður, þ.e. áður en farið var að framleiða blandaðan áburð þar sem öll næringarefnin er að finna í sama korninu og í flestum tilvikum einhver snefilefni þar að auki. Hið lága verð á áburðinum sem fluttur hefur verið til Bretlands frá Austur-Evrópu hefur þrýst mjög á verð breskra framleiðenda og leitt til þess að breskir framleiðendur hafa átt í fjárhagserfiðleikum und- anfarin ár og stefna a.m.k. sumir þeirra að því að hætta framleiðslu. Áburður hefur lœkkað í verði. Athuganir okkar benda til þess að ekki séu miklar líkur á því að inn- fluttur áburður verði aðjafnaði seld- ur á lægra verði til íslenskra bænda en áburður frá Áburðarverksmiðj- unni. Rétt er þó að taka fram að við slíkan samanburð verða menn að gæta þess að verið sé að bera saman verð á hliðstæðum áburði hvað efna- innihald og gæði. Á það skal bent að söluverð á áburði frá Áburðarverk- smiðju ríkisins hefur lækkað umtals- vert á undanförnum árum. Árið 1993 lækkaði verð á áburði um 5,2% og árið 1884 lækkar það um 3%. Ef tekið er mið af almennri verðlags- þróun hefur verð á áburði frá Áburðarverksmiðjunni lækkað um 43% frá árinu 1985 miðað við fast verðlag. Fjárhagsstaða Áburðarverksmiðj- unnar er mjög góð um þessar mund- ir. Verksmiðjan varð fyrir miklum fjárhagslegum skakkafölluml á ár- unum 1982-1985 og mátti rekja þessi skakkaföll fyrst og fremst til óða- verðbólgu sem ríkti á þessum árum. Hins vegar hefur tekist, samfara auknum stöðugleika í efnahagsmál- um hér á landi að byggja upp fjárhag fyrirtækisins. Skuldir fyrirtækisins sem námu rúmlega ársveltu þess á árinu 1985 eru nú sáralitlar. Umtals- verð vinna hefur verið lögð í að hagræða í rekstrinum. í þeim efnum hefur verið leitað fanga á öllum svið- um. Mestur árangur hefur náðst með því að nýta tölvutækni sem víðast í verksmiðjunni. Starfsmönn- um hefur fækkað umtalsvert, bæði í tengslum við tölvuvæðinguna og með öðrum hagræðingaraðgerðum. í janúar 1985 unnu 205 manns hjá fyrirtækinu en gert er ráð fyrir að þeir verði um 100 í júní 1994. Hér að framan var þess getið að nokkur óvissa ríkti nú um framtíð áburðarframleiðslu hér á landi. Is- lenski áburðarmarkaðurinn er mjög lítill eða um 50-53 þúsund tonn. Ef áburðarnotkun dregst ekki meira saman en orðið er og ef Áburðar- verksmiðjunni tekst að halda 95- 100% hlutdeild í markaðinum hefur hún möguleika á að framleiða áburð á samkeppnishæfu verði. Minnki framleiðsla og sala Áburðarverk- smiðjunnar um 15-20% frá því sem hún er nú mun verksmiðjan verða undir í samkeppninni við innfluttan áburð. Miðað við þær aðstæður sem ís- Frh. á bls. 130. 6*94 - FREYR113

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.