Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 40

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 40
Frá Bœndaferðum Bœndaferð til Bandaríkjanna og Kanada Ákveðið er að efna til ferðar vestur um haf 1. ágúst í sumar. Komið verður til baka að morgni 23. ágúst. Flogið verður með áætlunar- flugi Flugleiða til Baltimore. Par verður gist í 3 nætur. Þaðan verða farnar skoðunarferðir, m.a. til Washington. Frá Baltimore verð- ur flogið til Seattle á Vestur- ströndinni og ekið samdægurs til Vancouver. Par verður gist í 3 nætur. Þá verður m.a. farið út í Vancouvereyju. Næsti áfanga staður verður Salmon Arm á leið til Klettafjalla. Þá verður farið yfir fjöllin og ekið til Red Deer í Alberta. Paðan verða farnar stuttar ferðir, m.a. til Edmonton og til Markerville, og þar verður hús Klettafjallaskáldsins, Steph- ans G. Stephanssonar heimsótt og einnig skoðað minjasafnið í mjólkursamlaginu í Markerville. Næsti áfagnastaður verður Calg- ary, en þar búa margir íslending- ar. Par verður gist í 3 nætur. Aftur verður farið yfir Klettafjöll vestur í Okanagadal og gist í Kelowna í 3 nætur. I lok ferðarinnar verður svo gist 3 nætur í Seattle. Eitthvað verður um að vera flesta daga, heimsóknir til Vest- ur-íslendinga og skoðunarferðir. Farið verður um fallegustu svæði Kanada. Gert er ráð fyrir því að þátttak- endur geti orðið 48. Hafið sam- band við Agnar eða Halldóru í síma 91-630300 ef þið óskið eftir nánari upplýsingum. taka verður tillit til þessa tíma- munar. Tafla 4 sýnir sama dæmi end- urunnið með tilliti til 8% vaxta. Þar eru allar tölur umreiknaðar þannig að í stað upphæðanna sem koma inn á hverjum tíma er sett jafnvirði þeirra árið 1993 (fjárfestingaárið). Þetta heitir að færa allar tölur til núvirðis. Taflan segir okkur að 83.333 kr. árið 1993 séu jafnvirði 90.000 króna árið 1994 og að aðeins þurfi að ávaxta 28.372 krónur frá 1993 til að eiga 90.000 kr. árið 2008. Samanlögð innkoma reynist 770.353 kr. á núvirði og nær því ekki að borga kaupverð vélarinnar. Vextimir valda því ad fjúrfesting sem virtist hagkvœm reynist óhag- kvœm. Þetta þarf ekki að koma á óvart því að vextir og afskriftir vegna vélakaupanna reynast 116.800 kr. þegar reiknað er með framangreindri aðferð. Mönnum er tíðrætt um háa vexti og þá byrði sem þeir eru öllum at- vinnurekstri. Hver einstakur stjórn- andi fyrirtækis fær litlu um vaxtakjör ráðið. Hann getur hins vegar oft ráðið heilmiklu um vaxtagjöld síns fyrirtækis. Pegar vextir eru háir vel- ur hann fremur ódýrar skammtíma- lausnir en að bæta rekstraraðstöðu sína til langs tíma. Hann kaupir síð- ur vélar til að spara vinnu. Hann kaupir fremur þjónustu en vélar til að vinna sama verk. Hann reynir að dreifa kostnaði við fjárfestingar á aðra með samkaupum eða með því að selja öðrum þjónustu. Góður Samkvæmt meðfylgjandi bréfi frá landbúnaðarráðuneytinu, dags. 14. jan. 1994, hefur verið ákveðið að hætta niðurgreiðslum á sumarrúna ull. ístex hf. er beðið að koma þess- um upplýsingum á framfæri til inn- leggjenda og er það gert hér með. Ekki hefur verið ákveðið hvernig þessi breyting verður framkvæmd, en líklegt er að ullarmatsnefnd verði falið að móta tillögur þar um og að reglugerð um ullarmat verði breytt til samræmis við þetta. Samkvæmt þessari tilkynningu má ætla að heilsárs ull sem tekin er af eftir sauðburð verði ekki niður- greidd héðan í frá og því nánast verðlaus til framleiðenda. Sútun Tökum smærri skinn í sút- un, gærur og þess háttar. Upplýsingar á kvöldin í síma 98-66784, Hjálmar, og 98- 66783, Gunnar. stjórnandi bregst við háum vöxtum en talar ekki bara um þá. Sendi framleiðendur flóka og aðra verðlausa ull til matsstöðva, sem flutnings- og matskostnaður fellur á, gæti svo farið að þeir yrðu endurkrafðir um áfallinn kostnað. Bréf landbúnaðarráðuneytisins: „Rúðuneytið tilkynnir yður hér með að ekki verður greidd niður- greiðsla út ú sumarklippta ull fram- vegis, eða þar til annað verður úkveðið. Við úkvörðun verðlags- grundvallar haustsins 1993 hefur þegar verið tekið tillit til þessa. Þess er vœnst að þér sjúið til þess að upplýsingar um þessa úkvörðun berist til innleggjenda ullar í tíma. “ (Frd ístex hf.) Sel notaða varahluti í flestar gerðir eldri dráttar- véla. Til sölu Ford 4600 og Ferguson 35. Sími 96-43623. Til ullarinnleggjenda 136 FREYR - 6*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.