Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 34

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 34
Skattframtal í ár. Frh. afbls. 126. ístex hf hefur hlotið staðfestingu sem almennings- hlutafélag og hlutabréfakaup félaginu eru því frá- dráttarbær frá skatti. Til þess að nýta þann rétt verður að fylla út eyðublað RSK 3.10. Hlutabréf í ístex hf, sem bændur hafa nú fengið í hendur teljast hafa verið keypt árið 1993. Seljandi bréfanna er Stéttarsamband bænda kt. 620269-7359. Annað dæmi um hlutabréfakaup bænda eru hluta- bréf hjá Sláturfélagi Suðurlands B-deild. Þau eru einnig frádráttarbær frá skatti. Nöfn þeirra hlutafé- laga, sem ríkisskattstjóri hefur viðurkennt eru birt í leiðbeiningunum. Sala á bújörðum. Undanfarin ár hafa margir þurft að greiða mikla skatta af söluhagnaði vegna jarðasölu. Undantekn- ingarlítið reiknast bændum söluhagnaður af sölu jarða. Skattlagning slíks söluhagnaðar getur orðið stór biti að kyngja. Rétt er að benda á að veðsetja fullvirðisrétt þannig að kaupandi geti ekki selt full- virðisréttinn án samþykkis seljanda, sem á ógreiddan hluta af jarðarverðinu. * Öll lán skulu vera með hæstu leyfilega vexti eða að fullu verðtryggð. * Áríðandi er að reikna fulla vexti á allar greiðslur, sem nefndar eru útborgun, nema þá upphæð sem greidd er við undirskrift kaupsamnings. * Verðtrygging á lánum er miklu eðlilegri við- skiptamáti heldur en t.d. 10% vextir. * Kynnið ykkur reglur um söluhagnað af jarðarsölu áður en skrifað er undir kaupsamning. Þessar leiðbeiningar eru engan veginn tæmandi, en ég vona að þær komi að gagni. Lestu aðeins þær leiðbeiningar, sem fjalla um þann þátt sem verið er að vinna í í hvert sinn, en ekki að lesa allar leiðbeiningar í einu. Að lokum má benda á að sækja má um lækkun á skatti vegna menntunarkostnaðar barns eldra en 16 ára. Aðalreglan er sú að ívilnun er veitt ef tekjur barns eru undir 380.000 kr. á árinu 1993. Einnig má sækja um lækkun á skatti vegna veikinda eða eigna- tjóns sjá bls. 17 í leiðbeiningum Rsk., sem fylgja skattframtali. Áríðandi er að fá staðfestingu skóla á námi. Læt þetta nægja að sinni og vona að lesandinn verði einhvers vísari. Áburðarforritið Brúskur Unnið hefur verið að nýrri útgáfu af Brúski sem nú er tilbúin. Gerðar hafa verið nokkrar breytingar, m.a. á pöntunarskrá og val um áburðar- spá sem býður upp á hraðvinnslu, þ.e.s.s. gerð áburðaráætlunar getur tekið innan við mínútu. Forritið hefur verið endurbætt. Það tekur nú minna vinnsluminni og er því keyranlegt í sömu tölvum og áður þrátt fyrir viðbæturnar. Nota má Brúsk í öllum gerðum PC-tölva sem eru með harðan disk (C-drif). Eiginleikar Brúsks nýtast betur í vélum sem hafa „286“ örgjörva eða öflugri (386,486 ...). Við gerð Brúsks var lögð áhersla á auðvelda vinnslu fyrir notandann og sérstök áhersla lögð á aðgengilegar leiðbeiningar. Hjálpin er kölluð fram í öllum aðgerðum með lyklin- um Fl. í Brúski eru 9 sjálfstæðar gagna- skrár ásamt nokkrum gagnaskrám í dagbókinni. Með tölvuvali og sam- tengingu skráa er endurtekning innsláttar óþörf. Öll gögn eru varð- veitt í forritinu og hægt að kalla gögnin fram á skjá eða á prentara. Þessi nýja útgáfa verður send til notanda eldri útgáfu í lok febrúar. Fyrir vorið verður Brúskur til í fjölvinnsluútgáfu, þ.e. forrit sem heldur utan um marga bæi í einu. í fjölvinnsluútgáfunni verður lögð aukin áhersla á runuaðgerðir (flýti- Áburðarframlelðsla á íslandi. Frh. afbls. 113. lenskur þjóðarbúskapur býr við nú verður vart um það deilt að starf- semi Áburðarverksmiðju ríkisins er þjóðhagslega hagkvæm. Hún veitir 100 manns atvinnu og nýtir raforku sem ella væri ekki nýtt og hún sparar þjóðinni gjaldeyri sem samsvarar gjaldeyrisöflun nokkurra togara. Þrátt fyrir það kann sá tími að koma á næstu árum að ekki reynist hag- kvæmt að halda áfram áburðarfram- leiðslu hér á landi og er þá mikilvægt vinnslu) og þjónustuútprentanir t.d. fyrir hóp bænda. Núna er verið að vinna að kennsluútgáfu sem hentar til kennslu í áburðarfræðum. H.H. Hugbúnaður, Stíflu, Vestur-Landeyjahr., sími 98-78271. (Fréttatilkynning) að við þeim aðstæðum verði rétt brugðist til þess að ekki fari forgörð- um þau verðmæti sem í verksmiðj- unni eru fólgin. Hákon Björnsson erforstjóri Áburðarverk- smiðju ríkisins. 130 FREYR - 6‘94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.