Freyr - 01.08.1994, Qupperneq 17
Fyrst þarf að styrkja rekstrar-
grundvöll ferðaþjónustunnar
Paul Richardson, framkvœmdastjóri Ferðaþjónustu bœnda
Eftirfarandi erindi flutti Paul Richardson í þœttinum „Um daginn og veginn“ í
Ríkisútvarpinu rás 1, hinn 18. júlí sl. og birtist það hér með góðfúslegu leyfi höf-
undar.
Paul Richardson.
Góðir áheyrendur.
Eins og margir velti ég helst vöng-
um yfir því sem snertir starf mitt á
einn eða annan hátt. Eitt af því sem
hæst ber í þjóðfélagsumræðunni í
dag og snertir starf mitt eru at-
vinnumál í dreifbýli.
Fyrir sveitarstjómarkosningarnar
sl. vor voru tekin sjónvarpsviðtöl
við frambjóðendur, hringinn í kring-
um landið, og spurt um brýnustu
verkefni framundan. Nær undan-
tekningarlaust nefndu menn atvinnu-
mál en í mörgum tilfellum nefndu
þeir sérstaklega þörf fyrir nýsköpun.
Þessi þörf er mest áberandi í und-
irstöðuatvinnugreinum, hjá fisk-
vinnslufólki og bændum, en síður í
þjónustugreinum. Margir sveitar-
stjórnarmenn nefndu þjónustu við
ferðamenn sem atvinnumöguleika
án þess þó að ræða útgjöld eða fjár-
festingar sem hugsanlega þyrfti að
leggja í til þess að auka umsvif. Ég
man ekki til þess að neinn hafi nefnt
langtímaáætlanir, né samvinnu við
önnur sveitarfélög eða minnst á
samstarf á landsvísu eða annað sem
þyrfti til þess að ný störf yrðu til.
Ég þori að fullyrða að engin at-
vinnugrein sé í sjónmáli sem getur
skapað þau störf sem við þurfum á
að halda án verulegrar fjárfestingar
og það gildir einu hvort um stóriðju
eða þjónustugrein eins og ferða-
þjónustu er að ræða. En þessar fjár-
festingar þurfa ekki endilega að vera
í formi mannvirkja, heldur mega
þær gjarnan einnig verið í formi
þekkingar og áætlanagerðar. Eitt
munu nauðsynlegustu fjárfestingar
þó hafa sameiginlega - þær skila
ekki arði strax, heldur þarf að líta til
langs tíma. Annað sem þarf eru
ábyrg og upplýst áhrif stjórnmála-
manna.
Hvers vegna er ferða-
þjónustan ekki lengra á veg
komin?
Ég hef oft velt fyrir mér hvers
vegna ferðaþjónusta á Islandi er
ekki lengra á veg komin en raun ber
vitni. Hráefnið er fyrir hendi, það er
að segja landgæði og menning í
víðasta skilningi þess orðs. Sumir
segja e.t.v . að staðan í dag sé við-
unandi eða að við viljum ekki fleiri
ferðamenn. En ég er þeirrar skoð-
unar að við eigum markvisst að
virkja möguleika ferðaþjónustunar
til atvinnusköpunar og að það sé
hægt að fjölga ferðamönnum veru-
lega án þess að landið bíði tjón af.
Það er eins og menn haldi að
ferðaþjónusta þurfi enga stefnu, að
aukning muni skila sér hvemig sem
á málum er haldið og að eftir því
sem fleiri ferðamenn koma til
landsins muni sjálfkrafa aukast
Náttúrufegurð í Mývatnssveit. (Ljósm. P.R.).
15-16*94 - FREYR 521