Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1994, Síða 29

Freyr - 01.08.1994, Síða 29
heldur mikla fitu og er næringar- ríkastur af komtegundunum. I gul- um maís er mikið af karótíni sem breytist í A-vítamín, einkum í þörm- um og lifur skepnunnar. Ef bætt er aukreitis áðurnefndum amínósýrum í fóðrið er talið að nota megi maís allt að 70% af FES í smágrísafóður, 50% af FES í gyltufóður og 40% af FES í sláturgrísafóður. An auka- skammts af amínósýrum er ekki tal- ið ráðlegt að nota meira en svarar 20% af komfóðrinu. Rétt er að minna á að mikið magn af maís í fóðri sláturgrísa hefur áhrif á gæði afurðanna, þ.e.a.s. fitan verður of lin. En þessi maísfita hefur ekki haft mikil áhrif hér á landi á undanförn- um árum. Mestur hluti þess maís sem notaður hefur verið hér á landi hefur verið svokallað maísgrits. Þar er um að ræða fituskertan og af- hýddan maís. Því hefur í raun þurft að tryggja hæfilegt magn fitusýra í fóðri. Ætla má að sá maís sem gritsið er unnið úr sé af gæðum sem ætluð eru til manneldis. En gritsið er notað bæði í komflöguiðnaði og ölgerð. Astæða þess að gritsið hefur verið notað hér á landi er að leita í útflutn- ingsbótakerfi EB. Óvíst er hver breyting verður þar á og þá nú í breyttu viðskiptaumhverfi. Míló - dúrra - sorghum Míló, dúrra, sorghum er eins konar samheiti yfir fræ fjölda grastegunda í hitabeltinu og heit- tempraða beltinu. Þessar grasteg- undir innihalda mikið af sterkju og lítið af tréni. Próteinið í míló, dúrra og sorghum hefur lágt líffræðilegt gildi þar sem lítið er af lysín, cystín og methionín í próteini þess. Nokkrar tegundir af míló, dúrra og sorghum innihalda tannín, eða bark- arsýru, sem dregur úr vexti og átlyst dýra. Ymsir erfiðleikar geta komið upp við geymslu á míló, dúrra og sorghum þar sem eiturefni geta myndast í fóðrinu. í gyltufóður er talið að hægt sé að nota míló, dúrra og sorghum allt upp í 50% af FES, handa slátursvínum fram að 40 kg þyngd 20% af FES og handa slátursvínum yfir 40 kg þyngd allt að 40% af FES. Míló, dúrra og sorghum er talið óhæft í smágrísafóður. Tapíóka - mam'ók - cassava Tapíóka- og maníókmjöl eru þurrkaðar og þvegnar rætur af cassavaplöntunni. Þetta mjöl inni- heldur mikið af sterkju og járni en er með lítið magn af próteini, fosfór og vítamínum. Sterkjumagnið er mjög mismunandi og stundum getur verið sandur í mjölinu. í tapíóka- og maníókmjöli geta verið glúkósíð sem myndað getur blásýru, en það er mjög sjaldgæft þar sem blá- sýrumyndandi hvatar eyðileggjast við sólþurrkun. Tapíóka- og maníókmjöl í háum gæðaflokki er oft notað í smágrísa- fóður vegna þess hversu orkuríkt það er. Eftirfarandi kröfur eru gerðar um innihald tapíóka- og maníókmjöls ef það er notað að einhverju magni sem fóður handa svínum: hámark 50 ppm (milljónarhlutar) blásýra, 3% sandur og lágmark 65% sterkja. I gyltufóður má nota allt að 35% af FES, handa smágrísum yngri en 3-ja vikna allt að 10% af FES, handa smágrísum 3-5 vikna gömlum allt að 20% af FES, sláturgrísum undir 40 kg þyngd allt að 20% af FES og sláturgrísum þyngri en 40 kg alít að 35% af FES. Próteinfóður: Fiskimjöl Fiskimjölið er framleitt með mis- munandi aðferðum og fara fóður- gæði þess eftir hráefninu, sem unnið er úr, og framleiðsluaðferðinni. Sem próteinfóður er gott fiskimjöl mjög gott fóður og eitt það besta sem völ er á. Hvað varðar amínó- sýrusamsetningu lífsnauðsynlegra amínósýra þá er mjólkin eina fóðrið sem er betra hvað þetta atriði varðar. Gott fiskimjöl er auðugt af stein- efnum og inniheldur meira af selen en annað próteinfóður. Helstu ókost- imir við fiskimjöl eru oftast hátt innihald af ómettaðri fitu sem spillt getur bragðgæðum og lit fitunnar. Vegna áhrifa á bragðgæði og lit fitunnar er fituríkt fiskimjöl algjör- lega óhæft handa eldisgrísum síð- ustu mánuðina fyrir slátmn. Ef fiskimjölið er gott og með lágt inni- hald af ómettuðum fitusýrum er ráð- lagt að nota allt að 5% af FES í fóðurblöndur handa gyltum, allt að 12% af FES í fóður smágrísa 5 vikna og eldri og allt að 2% af FES í fóðri sláturgrísa fram að 40 kg þyngd. Eftir að sláturgrísir hafa náð 40 kg þyngd er óráðlegt að nota fiskimjöl í fóðri þeirra vegna áhrifa á bragð- gæði og lit fitunnar. Kjötbeinmjöl Kjötbeinmjöl er framleitt úr slát- urhúsaúrgangi og skepnum sem ekki þykja hæfar til manneldis. Líffræði- legt gildi próteins í kjötbeinmjöli er fremur lágt og mjög breytilegt eftir því úr hvaða hráefni kjötmjölið er unnið. Kjötbeinmjöl er mjög stein- efnaríkt og er því mikið notað er- lendis með sojamjöli sem prótein- fóður í svínablöndum. Kjötbeinmjöl inniheldur oftast allmikla fitu, eða 6- 8%, vegna þessa er hætt við þránun í mjölinu ef ekki eru sett efni í kjöt- beinmjölið sem hindra þránun fit- unnar. Talið er að hægt sé að nota kjöt- beinmjöl allt að 5% af FES í fóður- blöndur eldisgrísa og gyíta. Kjöt- beinmjöl er talið óhæft í smágrís- ablöndur. Sojamjöl Sojamjöl er eina komtegundin sem notuð er að nokkru marki sem próteinfóður í svínafóðurblöndum. Til þess að nýting sojamjöls verði til fulls þarf að hita mjölið upp í ca 100°C í 20 mínútur áður en það er sett í blöndurnar. Þannig er komið meðal annars í veg fyrir að amínó- sýran trypsín eyðileggist. Þótt soja- mjöl sé próteinríkast og hafi hæsta líffræðilegt gildi próteins af komteg- undunum þá stendur sojamjöl langt að baki mjólk, mjólkurafurðum og fiskimjöli sem próteinfóður, einkum með tilliti til lífsnauðsynlegu amínó- sýranna lýsíns og methioníns. Soja- mjöl er stundum notað sem eina próteinfóðrið í svínafóðurblöndum, en ef það er gert verður að bæta aukreitis eftirfarandi efnum í blönd- umar: a) kalsíum og fosfór, b) míkrósteinefnum, c) amínósýrunum lysín og methionín og d) B-vítamín- um. Sojamjöl frá hinum ýmsu hlut- um heims er mjög breytilegt að gæðum, því er nauðsynlegt að vera vel á verði varðandi gæði sojamjöls- ins. Í gyltufóðri, fóðri sláturgrísa og fóðri smágrísa frá 5 vikna aldri má sojamjöl vera allt að 30% af FES og 15-16'94-FREYR 533

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.