Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 15

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 15
Tafla 1. Heygœði miðað við sláttutíma, vallarfoxgras (Líkan) Heygæði FE/kg þe Slegið, dagar frá skriði Uppskera hb þe/ha Uppskera kg þe/ha Uppskera FE/ha Slegnir ha Uppskera FE samtals 0,45 56 55 5500 2475 0 0 0,50 47 53 5300 2650 0 0 0,55 38 51 5100 2805 5 0 0,60 29 48 4800 2880 5 0 0,65 21 46 4600 2990 10 0 0,70 12 43 4300 3010 10 0 0.75 3 41 4100 3075 10 0 0,80 *(6) 39 3900 3120 0 0 0,85 (14) 36 3600 3060 0 0 0,90 (23) 34 3400 3060 0 0 0,95 (32) 32 3200 3040 0 0 * Tölur innan sviga () tákna að slegið er fyrir skrið plantna. Heimild: Jóhannes Sveinbjömsson 1994. Samtals FE flutt 0 Eigin áætlun/forðagæsla 94833 sínum í hverjum gæðaflokki og samtals, til þess að fóðra tiltekinn fjölda búfjár. Síðan eru þeir hektarar sem til umráða eru, settir inn þar sem við á, þar til samtala FE samræmist áætlun bóndans. Hann getur þá séð hvernig hann þarf að haga slætti til þess að fá þá uppskeru sem hann þarfnast. Kostnaður við fóðuröflun Breytilegur kostnaður (BK) við öflun fóðurs er einn af stærstu útgjaldaliðum búsins. Undir þennan lið falla t.d. rekstrarkostnaður dráttarvéla, áburður, fræ, verkfæri, áhöld, plast, garn, ýmis þjónusta o.fl. Bóndinn getur haft mikil áhrif á þessa kostnaðarliði með því að fylgjast með kostnaði á aðföngum og nýtingu þeirra, við öflun fóðursins á búinu. Ekki er tekið tillit til fasta kostnaðarins við útreikninga í líkaninu. Verð hverrar fóðureiningar (FE) er sá þáttur í kostnaði við uppeldi nautgripa sem hefur hvað mest áhrif á framlegðina. Því ódýrara sem fóðrið er því meiri framlegð fæst eftir hvern fóðurdag eða eftir hvem nautgrip. Þess vegna er mikilvægt að afla fóðurs með eins litlum tilkostnaði og mögulegt er hvort sem um heimaaflað fóður er að ræða eða að- keypt. Tafla 2 „BK Dráttarvélar“ og tafla 3 „BK Tún- reikningur“ sem eru önnur og þriðja tafla líkansins, gefa möguleika á að setja inn kostnað við áður nefn- da þætti. Tafla 2 gerir ráð fyrir að settur sé inn breytilegur kostnaður við rekstur dráttarvéla eins og textinn í töflunni gefur til kynna. í dálkinum „% til flutn.“ er gert ráð fyrir að hver geri það upp við sig hversu mörg prósent af BK við rekstur dráttarvéla, eru flutt yfir á túnreikning (töflu 3.). Sem dæmi er hér flutt Tafla 2. BK dráttarvélar (Líkan) Texti Krónur 1 Bensín 8.000 2 Gasolía 66.000 3 Varahlutir/viðgerðir 181.000 4 Verkfæri, vélar og áhöld 12.000 5 Flutningur á rekstrarvörum 2.000 6 Annað 30.000 7 Breytilegur kostnaður alls 299.000 % til flutn. 8 Flutt á Túnreikning 209.300 0,7 9 Flutt á grænfóður 27.900 0,1 Tölur um kostnað eru úr Niðurstöðum búreikninga 1992. Meðaltúnstærð er rétt rúmlega 40 ha. Heimild: Hagþjónusta landbúnaðarins 1994. 70% kostnaðar á túnreikning og 10% á grænfóður. Þannig kemur ekki allur BK við dráttarvélar á tún- reikninginn, enda gert ráð fyrir að vélarnar séu notaðar í fleira en aðeins heyskap. Með því að flytja hluta þessa kostnaðar á túnin er verið að reyna að meta hvað ein FE kostar í framleiðslu (að meðaltali). Sjá töflu 3 þar sem fram kemur BK vegna túna. 3.'95- FREYR 103

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.