Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 26

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 26
Æðarbúskapur á Vatnsenda 1993 Árni G. Pétursson Búseta hófst á Vatnsenda 10. maí. Frá mánaða- mótum til þess tíma hafði verið blíðviðri, sólfar og hitabylgja hér nyðra, en að kvöldi þess 11. maí var hiti kominn niður í frostmark. Það sem eftir lifði mán- aðar var reitingstíð, éljagangur og snjókoma suma daga, lítill lofthiti, oft undir frostmarki um nœtur og jafnvel daga. Fór niður í -6° á C um miðnœtti þann 12. maí. 20. maí var eini dagurinn sem lofthiti fór yfir 3° C að degi til. í júnímánuði fram að Jónsmessu, að frátöldum þremur dögum, var kalsatíð, lofthiti 3-5° á C. Fjóra síð- ustu daga júnímánaðar var 12-15° hiti, en aðeins 3-6° hiti meirihluta júlímánaðar. Fjögur æðarpör voru á vatni heima við á Vatnsenda daginn sem ég kom. Þrátt fyrir rustatíð fjölgaði heimafugli fljótt næstu daga, enda var þeim strax gefið fóður í trog á vatnsbakka og á fjóshlaði. Flestir voru blikar 25 taldir samtímis á vatni þann 20. maí. Hin hagstæða tíð í byrjun mán- aðarins leiddi af sér að varp hófst með fyrra móti á þessu vori á Mel- rakkasléttu. En kuldatíð fram eftir öllu vori gerði að varpi fór hægt að. Flugvargur var skæður í varp í ár og dúnnýting því lakari en ætlað var, og fór illa í úrfelli 25. og 26. júní. Uppeldi œðarunga Þann 17. júní voru 19 æðarungar teknir úr hreiðrum í eyjum og 32 til viðbótar þann 21. Reynsla fyrri ára var nú látin skera úr um allt sem varðaði upp- eldi, fóður og fóðrun. Ungunum veitt traust og öryggi, þeir sam- hæfðir umhverfi og agaðir. Uppistaða fóðurs var eins og undanfarin ár seiðafóður, ungafóð- ur og varpkögglar. Öðru hverju var til öryggis sáldrað fóðurgeri (B- vítamíni) og alhliða vítamínblöndu. Byrjunarfóður unganna var að jöfnu 2'/2 mm seiðafóður frá Laxá hf í Krossanesi og Ungi I, byrjunar- fóður lífkjúklinga frá KEA, fyrstu vikuna, en þá farið að gefa smáveg- is af Unga II, vaxtarfóðri lífkjúkl- inga. En innbyrðis hlutfall seiða- og kjúklingafóðurs hélst óbreytt. Við 10 daga aldur var byrjað að mylja varpköggla með í blönduna. Gæta verður þess að fara hægt í allar fóðurbreytingar. Ungi II kom að fullu inn fyrir Unga I á 6-7 dög- um og varpköggla þurfti ekki að mylja (kurla) nema í 3-4 daga. Hlutföll fóðurgjafar, seiðafóðurs og lífkjúklingafóðurs héldust 1:1 óbreytt, en varpkögglagjöfin var aukin jafnt og þétt frá degi til dags og var komið í sömu hlutföll að rúmmáli við 3ja vikna aldur eða 2:2:2 seiðafóður, kjúklingafóður og varpkögglar. Urn það leiti var byrjað að breyta yfir í 3 V2 mm seiðafóður. Frá 4ra vikna aldri var minnkuð gjöf á Unga II, en aukin jafnt hlut- fallagjöf á seiðafóðri og varp- kögglum, 5 vikna 2:1:2 seiðafóður, Ungi II og varpkögglar; viku síðar Árni og ungarnir, báturinn Ingi gamli, úlpan og skórnir lians Ágústar Árna. Ljósm. Eiríkur Þorsteinsson. 114 FREYR - 3. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.