Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 34

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 34
Mjaltir - til umhugsunar og upprifjunar Guðný Helga Björnsdóttir, Búvísindadeild, Hvanneyri Hér á eftir fer hluti ritgerðar sem unnin var við áfangann Rekstrartœkni við Búvísindadeildina á Hvanneyri. í ritgerðinni var gerð úttekt á mjöltum í tveimur fjósum. Sá hluti sem hér birtist fjallar um hvernig haga skyldi mjöltum þannig að þœr verði bœði bónda, kú og mjólk til góðs. Við lesningu þessarar greinar geta mjaltamenn velt því fyrir sér hvernig þeir haga mjöltum sínum og hvort eða hvernig þeir geti bœtt mjaltirnar hjá sér. Mjög misjafnt er hvemig menn haga mjöltum. Vinnurannsóknir sem birtar vom árið 1976 sýndu að mjaltir væru allt að 63,9% heildarvinnutíma í fjósum. Þar var tíminn 5-11 mínútur á hverja kú. Það sem helst leiddi til mismunar í þeim tíma vom hreytur kúnna'. Árið 1981 birtust þær nið- urstöður að í fjósi með 30 árskýr færi 80% vinnunnar í mjaltir, en 70% ef mjólkað væri í mjaltabás 2. í mjalta- bás fer meiri tími í þrif og undirbún- ing en ef mjólkað er á ijósbásum. Þar sem svo mikill tími fer í mjaltimar er um að gera að haga þeim sem best, þannig að bæði kúm og mjaltamönn- um líði vel við vinnuna. Fóðrun Ekki er nauðsynlegt að gefa kúm fyrir mjaltir. En ef gefa á kúm áður en mjólkað er skyldi það gert nokkru áður og þá ryklaust og gott hey. Ef fóðrað er með votheyi sem ekki hefur verkast sem skyldi er ekki gott að gefa það fyrir mjaltir því hætt er við að „óhentugt" bragð komi þá af mjólkinni. Fóðrun á meðan á mjöltum stend- ur veldur óróa og kýmar selja verr. Þrif flóra Áður en mjólkað er skal þrífa flórinn, annars er hætta á að skítur berist upp í básana og óhreinki þannig kýrnar og auki hættu á að óhreinindi berist á mjaltatækin og í mjólkina. í mjaltabás skyldi skola básinn eftir hvern hóp. Þannig minnkar smithætta og þrif aukast. Guðný Helga Björnsdóttir. Mjaltavélar Yfirfara þarf mjaltavélarnar við og við. Er slíkt í verkahring mjólk- ureftirlitsmanns, en yfírleitt kemur hann ekki nema einu sinni á ári í hvert fjós. Þess á milli skyldi bónd- inn fylgjast með mjaltavélinni. I því tilviki er mest áríðandi að fylgjast með spenagúmmíum og sogskipti. Ef sogskiptarnir vinna mishratt hef- ur það slæm áhrif á júgur kúnna, sérstaklega ef þær eru mjólkaðar sitt á hvað með mismunandi sog- skiptum. Slitin spenagúmmí særa spenana og leiða til hærri frumu- tölu, lélegri sölu og jafnvel júgur- bólgu. Mjaltaröð 1 hverju fjósi er hópur mismun- andi kúa. Þeim ætti að raða á bás- ana í þeirri röð sem heppilegt er að mjólka þær. Sú röð ætti að vera þannig að fyrst séu yngstu og heil- brigðustu kýrnar mjólkaðar, þá eldri og heilbrigðar kýr og loks kýr með háa frumutölu og kýr sem eiga það til að fá júgurbólgu án nokkurs fyrirvara. Allra síðast skyldi mjólka sýktar kýr og gæta þess að sýkt mjólk fari ekki með sölumjólkinni. Með því að raða kúnum á básana eykst ekki einungis öryggi mjalt- anna. Auðveldara verður að fóðra kýmar eftir þörfum þeirra þar sem líklegt er að kýr á svipuðum stað á mjaltaskeiði og með svipaðar fóð- urþarfír lendi hlið við hlið. Þvottatuskur Æskilegast er að vera með ein- nota tuskur til að þvo júgur kúnna. Einnig er unnt að vera með tau- tuskur, en þær þarf að þrífa vel á milli mjalta. Nokkuð algengt er að bændur hafi gamla þvottavél í mjólkurhúsinu og þvoi þvottatusk- umar í henni á milli mála eða sjald- nar. En oft eru tuskur látnar standa í heitu sápuvatni og skolaðar. Áður en gengið er til fjóss með þvotta- tuskumar þarf að vinda þær séu þær geymdar í vatni á milli mála og setja þær í heitt vatn, gott getur ver- ið að hafa örlítið sótthreinsiefni í vatninu. Nota skal hverja tusku einungis á eina kú og ef kýrin er óhrein þarf jafnvel að nota tvær tuskur til að þvo hana. 122 FREYR - 3. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.