Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 23

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 23
Ég ætla ekki að verja hér miklum tíma í hvaða breytinga er þörf hjá framleiðendum sjálfum, en læt nægja að rifja upp að um það bil fjórði hver bás í fjósum landsins stendur auður, þannig að aukinn til- flutningur á mjólkurkvóta ætti að geta haft mikla hagræðingu í för með sér. Hins vegar er ég nokkuð sann- færður um að sauðfjárræktin fylgir allt öðrum lögmálum en mjólkur- búskapurinn. Auðvelt er að færa rök að því að sauðfjárrækt framtíð- arinnar muni að miklu leyti verða hlutastarf eða aukabúgrein. Ég er einnig nokkuð sannfærður um að til lengri tíma litið má ná auknum útflutningi lambakjöts, ef rétt er á málum haldið, en það er verkefni annarra að leiða ykkur inn á braut sannleikans í þeim efnum. Verðlagning á kjöti þarf að vera frjáls En byrjum á því að líta á kjötið. Ykkur, sem hér eruð, er fullkunnugt um hvemig verðlagningu á kjötvör- um er háttað. Þessu kerfi þarf að breyta þegar í stað. Fáránleiki opin- berrar verðlagningar er augljósastur í nautakjötinu, (við skulum hafa sem fæst orð um hrossakjötið), en verðlagningu þar hefur ekki verið fylgt um langan tíma. Fulltrúar neytenda hafa fyrir löngu lagt fram óskir um að nautakjötið verð tekið undan verðlagsákvæðum - gefið frjálst eins og það heitir. Mér er gjörsamlega óskiljanlegt af hverju þessi ósk okkar hefur strandað á andstöðu bænda og landbúnaðar- ráðuneytis. Sama gildir um verð til sláturhúsa, sem nú er ákveðið af Fimmmannanefnd. Það þarf að gera stórátak á sviði slátrunar í landinu. Þar eru ekki til peningar til úreldingar eða annarrar aðstoðar og blasir því við að greinin á eftir að ganga í gegnum meiri þrengingar á næstunni, en hún hefur upplifað áður. I skýrslu, sem gefin var út af Búnaðarfélaginu árið 1992, má finna eftirfarandi upplýsingar um slátrun í Englandi. Menn heimsóttu sláturhús í Birmingham, en þar störfuðu um 28 manns - allt frá rétt að matsmanni. Þama var slátrað allt árið og 8.000 til 20.000 fjár slátrað á viku. Forstjórinn spurði um fjölda sláturlamba á íslandi og þegar hann heyrði þá tölu hugsaði hann sig að- eins um og sagði síðan að ef hún dreifðist á árið væri hægt að anna henni allri í húsi hans. Svo mikil vom afköstin. Að sögn forstjóra þessa húss standa gærur og innmatur undir sláturkostnaði að fullu! Slátur- kostnaður á kind er 3,5 - 5 ensk pund eða 300-500 kr. íslenskar. Slátur og heildsölukostnaður er hins vegar 135 krónur á kg að með- altali á íslandi sem er yfir 2000 krónur á dilk. Þó að heildsölukostn- aðurinn sé hér innifalinn þá sjá allir í hendi sér hverskonar endaleysa er á ferðinni. Athyglisverðar upplýsingar komu fram um tilraunir á færanlegum „sláturhúsum" sem flutt eru í aftanívögnum milli bæja. Þar slátra tveir menn 40-50 lömbum á dag og er allt kjötið heilbrigðisskoðað. Það er rétt að vekja athygli á því að ekkert virðist koma í veg fyrir að slík slátmn geti hafist hér á landi nú þegar, með hreyfanlegum slátur- vögnum og þess vegna enskum slátmmm! Sammkeppnisstaða slíkr- ar starfsemi er bersýnilega auðveld miðað við það sem hér hefur verið dregið fram. Það er ljóst að greinin hefur ekki efni á þessari yfirbyggingu og það virðist því miður jafn ljóst að ekkert er þar að gerast sem gefur mér vonir um annað en að hörð sam- keppni muni hellast yfir greinina án þess að hún sé á nokkum hátt í stakk búin til að mæta henni. Mjólkurbúin Énn er sömu sögu að segja. Framleiðslugeta mjólkurbúanna er langt umfram þarfir. Otal dæmi em um mjólkurbú, sem gætu tekið yfir framleiðslu granna síns án þess að bæta við vélum eða jafnvel mann- afla. Ég ætla ekki að ég þurfi að eyða miklum tíma í að fjalla um hvaða upphæðir mætti spara á þann hátt. Ég þarf ekki heldur að eyða hér tíma í að útlista þær breytingar sem hafa orðið á flutningamögu- leikum og geymsluþoli mjólkur frá þeim tíma er núverandi kerfi var sett í gagnið. Reyndar er ég þess fullviss að mjólkurbúum hefði fyrir löngu fækkað ef reglur hefðu ekki verið þannig að stjórnendur gátu nánast gert hvað sem þeim sýndist - nema tapa. Nýjungar í pökkun mjólkur sýna að ekki er nema tímaspursmál uns auðvelt verður að þjóna neyslu- markaði mjólkur um allt land frá Skotlandi eða Danmörku. Og þá er ég að tala um allt árið um kring. Allt tal um fjarlægðarvernd er því að verða úrelt. Til þess að hjálpa mjólkuriðnað- inum við að undirbúa þessa framtíð þá samþykktum við í Sjömanna- nefnd að leggja til að tæpur hálfur milljarður kr. í Verðmiðlunarsjóði yrði notaður til úreldingar í grein- inni. Það var langt frá því að vera sjálf- gefið að komast að þessari niður- stöðu. Ýmsir aðrir fletir voru skoð- aðir. Bent var á að starfsmenn mjólkurbúa misstu ekki aðeins vinnu sína heldur gætu stórtapað eignum við að þurfa að flytja frá viðkomandi byggðarlagi. Var ekki rétt að þeir fengju einhverjar bætur fyrir? Það var einnig rætt um hvort rétt væri að úreldingarfé rynni að ein- hverju eða jafnvel öllu leyti til sveitarfélagsins til atvinnuupp- byggingar. í því sambandi voru uppi grunsemdir uppi um að sveit- arstjórnir mundu leggjast gegn nauðsynlegum úreldingum af ástæð- um sem hefðu lítið með raunhæfar athuganir á rekstrargrundvelli að ræða. Fleiri leiðir voru ræddar en niður- staðan var sú að bjóða þessa upp- hæð til úreldingar, og umsóknir um 100% bætur fyrir úreldingu þurftu að vera komnar fyrir 1. desember síðastliðinn en frestur er til næst- komandi 1. desember til að fá 80% af úreldingarfénu. A aðalfundi Landssambands kúa- bænda á síðastliðnu ári lét ég þau orð falla að ég óttaðist að kafli ævi- sögu minnar mundi fjalla um það tímabil í lífi mínu, þegar ég hafði um hálfan milljarð kr. til að kaupa verðlausar eignir - en enginn vildi selja. Og hvernig fór? Éitt mjólkurbú - í Borgamesi - hefur sótt um úreldingu. Nokkur bú á Austurlandi skiluðu inn umsókn fyrir I. desember þar sem ekki var 3.'95 - FREYR 111

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.