Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 21

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 21
Utflutningsbœtur a kindakjot Aöalsteinn Aðalsteinsson, bóndi, Vaðbrekku Eftirfarandi erindi flutfi höfundur í þœttinum „Um daginn og veginn“ í Ríkisút- varpinu, Rás 1, 27. febrúar sl. og birtist það hér að ósk blaðins. Erindið er dálítið stytt. Framleiðslustjómun í landbúnaði er viðamikill þáttur í stjóm þessa lands en hún var tekin upp þegar ákveðið var að aðlaga landbún- aðarframleiðsluna að innanlands- markaði. Á fáum ámm voru allar útflutningsbætur á landbúnaðar- vömr aflagðar og munu Islendingar vera einir um það á norðurhveli jarðar að leggja niður slíkar bætur. Allar nágrannaþjóðir okkar eru með miklar útflutningsbætur og í Evr- ópu er þetta kerfi svo margslungið að í raun veit enginn hvert hið raun- verulega verð á landbúnaðarvörum ætti að vera en allt er gert til að halda niðri verði á matvöram. Fólk kemst ekki hjá því að kaupa sér til matar og ef slfkar nauðsynjar eru dýrar verða þegnamir óánægðir og heimta hærra kaup en það getur komið illa við ýmsar greinar iðn- aðar og þjónustu og því hagstæðara að hafa matvörana sem ódýrasta. Inn á þennan niðurgreidda mark- að er íslenskum sauðfjárbændum ætlað að flytja umframframleiðslu sína án útlíutningsbóta. Auk þess era innflutningstakmarkanir og við- skiptahindranir sem margar þjóðir setja til að vemda sína eigin land- búnaðarframleiðslu og á Norður- löndum er sums staðar ekki leyfi- legt að auglýsa og selja íslenskt lambakjöt sem séríslenska vöru að kröfu þarlendra bændasamtaka vegna þess að það spilli fyrir sölu á þeirra eigin lambakjöti. Með samkeppni á jafnréttis- grundvelli held ég að íslenskir sauðfjárbændur gætu vel spjarað sig á mörkuðum í Evrópu, að minsta kosti er lambakjöt víðast hvar dýrara þar en hér. Til að stjórna framleiðslunni var fyrst sett búmark sem næst var breytt í fullvirðisrétt og nú síðast í Aðalsteinn Aðalsteinsson. greiðslumark og við hverja breyt- ingu var rétturinn til að framleiða skertur en varð svo árlegur við- burður og að endingu án bóta sem hlýtur að vera valdníðsla þar sem um seljanlegan framleiðslurétt er að ræða. í sauðfjárframleiðslu var skerð- ingin flöt á alla framleiðslu sem gerir það að verkum að mesta skerðing verður hjá þeim sem hafa lífsafkomu sína af þessari búgrein og hafa minnsta möguleika til að bæta sér upp skerðinguna vegna langræðis að hugsanlegum vinnu- stað. Með því hefur víða verið kippt rekstrargrandvelli undan búrekstr- inum og þar sem bú eru skuldsett gerist aðeins það að um gjaldþrot verður að ræða fyrr eða síðar. Þá vaknar sú spuming hvort það séu forsvaranlegir stjómsýsluhættir að takmarka með aðgerðum þá framleiðslu sem bóndinn hefur til að standa straum af afborgunum veðlána svo að hann að lokum tapar eignum sínum bótalaust. Bjargráð sauðfjárbænda eru fyrst og fremst þau að til komi útflutn- ingur á kindakjöti, því að vegna neyslubreytinga er ekki hægt að gera ráð fyrir aukinni neyslu kinda- kjöts innanlands. Þær útflutningstilraunir sem gerðar hafa verið með lambakjöt gefa í verði til bóndans kr. 150 á kg og vonir um hækkun í kr. 200. Þetta er of lítið og gefur engar tekjur í búreksturinn og er aðeins afsetning á umframframleiðslu. Ef greiddar væru útflutningsbætur, þó ekki væri meira en sem svaraði kr. 100 á hvert kg, gæti verðið til bóndans hækkað í kr. 250 til 300 sem þá gæfi aðeins tekjur inn í reksturinn og væri mikil bót að meðan unnið er að mark- aðsmálum en ég tel að við eigum möguleika á erlendum mörkuðum ef það er unnið af dugnaði og heil- indum en markaðsstarf kostar alltaf sitt og þarf sinn tíma til að svara sér. Þessi verðhækkun hefði það í för með sér að heimaslátran og fram- hjásala legðist af en meiri sala yrði í þeirri framleiðslu sem er innan greiðslumarks. Ef greiddar væru útflutningsbæt- ur sem næmu þessum 100 kr. á kg útflutts dilkakjöts væri sú upphæð 200 milljónir á tvöþúsund tonna útflutning og er ekki stór upphæð og það eru ekki fjármunir sem er verið að kasta á glæ. Þetta getur bjargað heilmiklu á þeim búum sem verst era sett með greiðslumark og skapar töluverða atvinnu í kjöt- vinnslu því að reikna verður með að þessi útflutningur yrði allur í unn- um kjötvöram. Frh. á bls. 108. 3. '95 - FREYR 109

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.