Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 20

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 20
stendur fjárhagslega, t.d. gagnvart annarri kjötfram- leiðslu þegar litið er á samkeppnisaðstæður á hinum íslenska kjötmarkaði. Orðskýringar FE mjólk / fóðurmjólk: 3,70 lítrar af 4% feitri mjólk eða 3,78 kg samkvæmt fóðurtöflum Framlegð: Mismunur tekna og breytilegs kostnaðar (BK). Reiknað: Heildarvelta - BK = Framlegð. Framlegð er það sem eftir stendur til þess að greiða fastan kostnað og laun. Framleiðsluaðferðir: Hér er átt við fóðrun og fóðurtegundir, þ.e. í hvaða fóðurflokka gripir eru settir. Ónýt mjólk: Hér er átt við mjólk úr júgurbólgukúm, broddmjólk og eða geldmjólk sem oftast er hent. Heimildaskrá Ritaðar heimildir: Bjami Guðmundsson, 1981. Heyverkun. Bændaskólinn Hvanneyri Gunnar Ríkharðsson, 1994. Samanburður á íslcnskum nautum og Galloway-blendingum II. At, vöxtur, fóðurnýting og fóðurkostnaður. Ráðunautafundur 1994, bls. 122, 130. Rann- sóknastofnun landbúnaðarins og Búnaðarfélag Islands. Gunnar Ríkharðsson, 1994. Óbirt gögn. H. Refsgaard Andersen, F. Strudsholm. Ökononti og optimal afgangsvægt i ungtyreproduktionen. Meddelelse nr. 444 og 445. Statens Husdyrbrugforsög. Jóhannes Sveinbjömsson 1994. Ritgerð við búvísindadeild. Landskontoret for Kvæg, 1991-1992. Fodermidlers foderværdi til kvæg. Haandbog for Kvæghold bls. 16. Landbrugets Informationskontor. María G. Líndal 1989. Sammenligning mellent produktions- systemer indenfor oksekodproduktionen. Aðalritgerð til LD- Tekniker prófs Nordisk landboskole. Niðurstöður Búreikninga 1993, Hagþjónusta landbúnaðarins Hvanneyri. T. Petersen, Niels Gert Nielsen, 1986., Kvægets Fodring og Ökonomi. Det Kgl. Danske Landhusholdningsselskab. Uffe Henneberg, Vagn Östergaard, 1969-1975. Slagtekalveprod- uktionens styring og ökonomi. Beretning nr. 445. Statens Husdyrbmgforsög. Þóroddur Sveinsson, 1994. Samanburður á íslenskum nautum og Galloway-blendingunt I a. Framkvæntd tilraunar á Möðruvöllum. Ráðunautafundur bls. 117. Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Búnaðarfélag Islands. Munnlegar heimildir: Gunnar Ríkharðsson 1994, símleiðis í maí. Kjötmat Afurðasalan hf. Borgamesi 1994, símleiðis í apríl. Orla Bjerregaard 1988-1989. Nordisk landboskole. Sigurður Bjamason 1994, Hvanneyri f maí. Fótnótur 1 Sjá orðskýringar. 2 Sjá orðskýringar. 3 Skattmat fóðurmjólkur með skattskýrslu 1993. 4 Sjá orðskýringar. Haandbog for kvæghold 1991-1992. !' Bóndinn fyllir út þessa dálka sjálfur samkvæmt eigin upplýs- ingum. 6 Sjá orðskýringar. 7 Nánari umfjöllun um skammtíma- og langtímaáætlanir er að finna í skýrslu um „Framleiðslukostnað í nautgripakjöti" sem fylgir með líkaninu. Útflutningsbœtur á kindakjöt Frh. afbls. 109. Landnýting og landgrœðsla Landeyðing og landgræðsla er eitt af málum málanna nú um síð- ustu ár. Umræðan hefur verið nokk- uð skrautleg á köflum af sjónarhóli þess sem alist hefur upp með þessu vandamáli og fylgst með þróuninni síðustu 50 til 60 ár. Það fyrsta sem fram kom var að finna sökudólg fyrir þessari landeyðingu og auð- vitað þurfti hann að vera áþreifan- legur svo að hægt væri að tala til hans og vanda um við hann. Það var því auðveldast að kenna sauðfjár- bændum um alla landeyðingu og kalla bústofn þeirra óargadýr, þó að vitað sé að sauðfé gengur vægar að landi en margar aðrar skepnur sem nýta sér íslenskan úthagagróður. Þá virðast menn hafa gleymt því að stórkostleg eldgos hafa dunið yfir þetta land og með sumum hafa fylgt slík ókjör öskufalls að óbyggilegt hefur orðið á stórum svæðum landsins um langan tíma. Það er fyrst og fremst þessi eldfjallaaska 108 FREYR - 3. '95 sem er að fjúka til og frá um landið og kæfa gróður þar sem mest er um hana. Það hefur einnig sýnt sig ef grannt er skoðað í neðri jarðlög að landið hefur blásið upp áður en nokkur byggð var í þessu landi. Veðurfar er ekki mikið í þessari umræðu sem þó hefur haft mjög mikil áhrif á gróðurfar landsins enda jafnt og þétt kólnandi verður- far á seinni öldum byggðar í land- inu og er einfaldast að sjá það á því að mesti framgangur jökla á land- inu var um síðustu aldamót. Því set ég þetta fram hér að mér finnst að allir þættir málsins þurfi að koma fram þegar rætt er um upp- blástur og landeyðingu en hafa ekki búsetuna og sauðfé fyrir eina blóra- böggulinn. Það verður líka erfitt úr að bæta með endurheimt og uppgræðslu hins örfoka lands ef við gerum okk- ur ekki rétta grein fyrir því hvemig það eyddist. Með þökk fyrir áheymina, lifið heil MOLflR Gróft eða fínt kalk? Gróft kalk er seinvirkara en kalk- steinsmjöl. Til þess að ná sömu áhrifum með grófu kalki og kalk- steinsmjöli þarf 20-30% meira af grófu kalki. Hér má geta þess, að ís- lenski skeljasandurinn er gróft kalk. I tíu ára tilraun sem jarðvegs- og vatnsmiðlunarstofnun Norðmanna gerði, voru áhrif mismunandi kalk- tegunda og -magns rannsökuð. Með því að nota jafnt af grófu og fínu kalki (2500 kg á ha), liðu fimm ár áður en gróft kalk hækkaði sýrustig til jafns við fínt kalk. Það er auðveldara að fara með og geyma gróft kalk en mjölvöm og oft er gróft kalk ódýrast. En sein- virkari áhrif gera það að verkum að nota verður meira gróft kalk til að ná sömu áhrifum og af mjöli. (Norsk landbruk)

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.