Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 39
BR€F TIL BLRDSINS
Um dýralœknakostnað
Hinn 16. október 1991 birti Guð-
björg Þorvarðardóttir í Frey, fyrir
hönd Dýralæknafélags Islands, svar
við áðurbirtu bréfi undirritaðs um
dýralækniskostnað í ákveðnu til-
viki. Hinn 20. júlí 1994 sendi Land-
búnaðarráðuneytið frá sér úrskurð
varðandi reikninga þá er umrætt
dæmi um dýralækniskostnað var
byggt á. í ljósi þessa úrskurðar vil
ég gera athugasemdir við þrjá þætti
í útreikningum Guðbjargar, þ.e.
aksturstaxta, orlof á tímagjald, og
fjölda tímagjalda.
Hvað varðar akstur þá kemur
fram í úrskurði Landbúnaðarráðu-
neytisins að dýralæknum beri að
fara eftir reglum ferðakostnaðar-
nefndar frá T. júní 1997. f þeim
reglum segir m.a. um torfærugjald:
Toifœrugjald skal aðeins greiða í
því tilviki, að akstri verði eigi við-
komið nema á toifcerubifreið þ.e.
bifreið með tveimur drifum. Tor-
fœrugjald skal aðeins greiða þeim,
sem hafa um það sérstakan samn-
ing.
í úrskurði ráðuneytisins kemur
síðan fram að sýnt hafi verið fram á
að aðstæður hafi verið þannig á við-
komandi ökuleið að ekkert hafí rétt-
lætt notkun torfærugjalds. Sam-
kvæmt skýrslum og vottorðum
Vegagerðarinnar hafi verið „snjór
án fyrirstöðu á þessum vegum og
öllum bflum fært um þá“. í fram-
haldi af því segir orðrétt í úrskurði
ráðuneytisins:
ráðuneytisins kemur hins vegar
fram að einungis hafi átt að taka 1
tímagjald í viðkomandi tilviki. Þar
segir:
Samkvœmt framansögðu var [...]
ekki heimilt að reikna sér svokallað
torfœrugjald fyrir akstur, en bar að
miða við sérstakt gjald, sem greið-
ist fyrir annan akstur en í þéttbýli
og á vegum með bundnu slitlagi. I
febrúar 1991 var sérstaka gjaldið
kr. 30,05 á km, eða með virðisauka-
skatti kr. 37,41 kr./km.
I fyrrnefndu bréfi sínu segir Guð-
björg Þorvarðardóttir að reikna
skuli orlof á tímakaup, þó að það sé
ekki reiknað inn í gjaldskrána. í úr-
skurði Landbúnaðarráðuneytisins
segir hins vegar:
Gjaldskrá fyrir dýralœkna er
tœmandi um þœr greiðslur sem
dýralœknar mega innheimta fyrir
stöif sín. Þannig er dýralœknum
ekki heimilt að bceta orlofi eða
launatengdum gjöldum við þœr
upphœðir sem þar eru tilgreindar.
Það má því ljóst vera að ekki er
leyfilegt að reikna orlof ofan á
tímagjald gjaldskrárinnar né aðra
liði hennar.
í útreikningum sínum gerir Guð-
björg Þorvarðardóttir ráð fyrir
tveimur tímagjöldum. I úrskurði
/ 2. gr. V. kafla gjaldskrár fyrir
dýralœkna nr 204/1990 segir, að
almennt skuli miða tímagjald við
eftirfarandi, nema sérstakar að-
stœður séu fyrir hendi, t.d. ófœrð
o.þ.h:
a) Styttri vitjanir, innan við 20
km. akstur aðra leiðina; þá skal
aðeins taka eitt tímagjald.
Fyrir liggur, að vegalengdin milli
[...] er um 15,5 km skv. bókum
Vegagerðar ríkisinsf. Því hefði að-
eins átt að krefja um eitt tímagjald
fyrir hverja vitjun í þessu tilviki,
þar sem ekki eru fyrir hendi sér-
stakar aðstceður svo sem ófœrð,
sem gæti hœkkað tímagjaldið, sbr.
það sem áður segir um fœrð á
svœðinu þá daga sem hinar um-
deildu vitjanir áttu sér stað. [Dýra-
lœkni] bar því að reikna sér eitt
tímagjald fyrir hverja vitjun.
Ég hef hér gert athugasemdir við
þrjá veigamikla þætti sem eru rang-
ir í útreikningum Guðbjargar Þor-
varðardóttur, en greinilegt er að út-
reikningar gjaldskrárinnar vefjast
ekki hvað síst fyrir dýralæknum
sjálfum.
Blöndudalshólum 1. mars 1995,
Jónas Bjarnason.
MOLRR
gengið lengra í verðjöfnun eins og
lagaheimild væri fyrir.
Verðjöfnunargjöld af inn-
fluttum landbúnaðarvörum
Kynnt var Reglugerð nr. 66/1995
um verðjöfnunargjald af innfluttum
landbúnaðarvörum.
I reglugerðinni er tilgreint innlent
viðmiðunarverð og erlent viðmið-
unarverð á landbúnaðarhráefni sem
miða skal við þegar verðjöfnunar-
gjald er fundið út við tollafgreiðslu
á innfluttum matvælum sem inni-
halda landbúnaðarhráefni.
Út með vélmennin
Fyrir tveimur árum mátti lesa um
fyrstu mjaltavélamennin í Hollandi.
Sjáflvirk vélmenni settu spenahylki
á kýrnar og tóku þau af. Þrír hol-
lenskir bændur tóku að sér að prófa
vélmennin.
Einn af þeim er farinn að mjólka
aftur með hefðbundnum hætti en
hinir tveir halda efablandnir áfram.
Það eru ekki nein vandkvæði með
kýmar sem valda því vélmennin fá
reisupassann. Einn bændanna segir
t.d. að kýr hans hafi verið lausar við
júgurbólgu í heilt ár og það gerðist
ekki með hefðbundnu aðferðinni.
Ástæðan fyrir breytinguni var aðal-
lega sú að vélmennamjaltir taka of
langan tíma, að því sænska tíma-
ritið Husdjur hermir.
3.’95- FREYR 127