Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 25

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 25
er unnt að banna kjötinnflutning ef unnt er að beita fyrir sig sjúkdóma- hættu. Allar heimildir segja mér að Nýsjálendingar séu með kjötið sitt í góðu lagi hvað þetta snertir svo að kjötinnflutningur verður aðeins taf- inn en ekki stöðvaður. í öðru lagi hef ég orðað það þann- ig að neytendur geti látið sig einu varða hvaða tollvernd verði ákveð- in í upphafi. Ef boginn verði þar spenntur til hins ýtrasta þá hafi það eingöngu í för með sér að andstað- an gegn þessum tollum mun tvíefl- ast og þá er stutt í að þeir fari miklu neðar, en ef bændur og landbún- aðarráðuneyti beri strax frá upphafi gæfu til að fara varlega í sakirnar. En hvað er þá til ráða, ráðunaut- ar góðir? Ef ég má gerast svo djarf- ur að ráðleggja ykkur þá mundi ég fyrst og fremst leggja áherslu á eftirfarandi atriði: 1. Finna þarf leiðir til að örva kvótasölu þannig að varan leiti inn á þau bú sem mesta hafa framleiðslugetuna. Kvóti þeirra bænda sem hætta á að fara inn á markað en ekki dreifast flatt til allra bænda eins og nú er gert við úreldingu framleiðslutækja kúabænda. 2. Allir þurfa að einbeita sér að því að fleiri mjólkurbú verði úrelt. 3. Gera þarf bændum ljóst að verð til framleiðenda mun lækka á næstu misserum þannig að þeir byggi framtíðaráætlanir sínar á raunhæfum áætlunum en ekki á ráðum misviturra stjórnmála- manna. 4. Auka þarf skilning á að opin- berri verðlagningu á nauta- og hrossakjöti verði hætt nú þegar enda er hún gjörsamlega óraun- hæf og þjónar engum tilgangi. Þetta gildir einnig um verðlagn- ingu Fimmmannanefndar á kindakjöti. Hefja þarf rækilega umræðu um hvernig opinber verðlagning á mjólk og einkum opinber verðlagning kindakjöts verði afnumin. Það er unnt að hætta opinberri verðlagningu Fimmmannanefndar nú þegar - verð til framleiðenda er snún- ara, en þó verður að fara að undirbúa það líka. Líklegasta leiðin í þá átt er væntanlega að hætta að framleiðslutengja nið- urgreiðslur eins og fulltrúar verkalýðshreyfíngarinnar lögðu til frá upphafi í Sjömannanefnd, þó að ekki næðist um það sam- staða þar. Æskilegast er að hefja nú þegar að koma þessu á í áföngum. En fram hjá því verður ekki litið að lambakjötið er nú þegar í erfiðri samkeppnisstöðu við aðrar kjöttegundir. Minna má á að lambakjötið hefur orðið nær algjörlega útundan í skyndibita- sprengingunni hér á landi. Af hverju? 5. Bændur þurfa að taka miklu virkari þátt í því að lækka slát- urkostnaðinn. Athuga þarf nú þegar hve raunhæft það er að flytja inn sláturhúsavagna, eins og ég rakti hér áðan. A þann hátt má vera að bændur geti á skömmum tíma stórminnkað sláturkostnað. 6. Fjármunum þarf að verja til að finna markaði erlendis. Þarf að athuga rækilega hve langt unnt er að ná með gæðunum einum saman. Það er borin von að unnt verði að keppa við Nýsjálend- inga með verðum og því verður að athuga hvort markaður sé reiðubúinn að taka við íslensku lambakjöti á hærra verði, gæð- anna vegna. Við skulum athuga vel að ekki þarf margar „deli- katess" - verslanir í hverju landi í sölu á íslensku lambakjöti til að það skipti umtalsverðu máli fyrir íslenska framleiðendur. Lengi mætti áfram telja. Bændur og afurðastöðvar verða að láta af þeirri draumsýn að hlutunum verði bjargað með tollamúrum, sjóða- sukki og öðrum slíkum aðgerðum. Samningstíminn styttist og Iítill tími eftir til að undirbúa nýja samn- inga. Aðalatriðið er þó að vöm verði snúið í sókn. Ef svo verður hef ég von til þess að íslenskur landbún- aður megi dafna. Þar hafið þið ráðunautar lykilhlutverki að gegna. MOLRR Fluga gegn flugu Húsflugnaplága í svínahúsum getur verið erfið viðfangs. Danir hafa reynt og sett á markað s.n. fluga - gegn - flugu kerfi. Með því að flytja ránflugur í svínahús er fundin árangursrík aðferð til þess að berjast við flugnapláguna, án þess að þurfa að brúka skordýraeitur. Lirfur ránflugunnar éta lirfur hús- flugunnar og eftir fáar vikur eru mest megnis ránflugur eftir. Oþæg- indi af ránflugu eru smávægileg samanborið við amann af húsflugu. Bændur, húsfreyjur í sveit Vantar ykkur aðstoð, kúasmala, barnapíu o.s.frv.? Höfum börn á skrá sem vilja komast í sveit. Hafið samband. Bændasamtök íslands Halldóra Ólafsdóttir Símar 563 0360 og 563 0300 3. '95- FREYR 113

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.