Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1998, Page 13

Freyr - 01.08.1998, Page 13
Skýrsluhald er lykilatriði Vidtal við Elínu Láru Sigurðardóttur, svínabónda á Bjarnastöðum í Grímsnesi ABjamastöðum í Grímsnesi rek- ur Elín Lára Sigurðardóttir svínabú af miklum myndarskap ásamt manni sínum, Sigurði Gunn- arssyni, en sérsvið hans eru hrossin á bænum. Þau hafa búið á Bjamastöðum síðan 1975, fyrst með kýr og sauðfé en árið 1981 komu fyrstu tvær gylt- umar að Bjamastöðum, svo komu fljótlega tvær til viðbótar og þá var ekki aftur snúið og kýmar og kind- urnar viku fyrir svínunum. Blaðamaður Freys tók hús á henni til þess að fræðast um svína- ræktina og þegar farið var að skoða húsin var blaðamanni afhentur tand- urhreinn galli, skór og hárhlíf. Þama er greinilega ekkert gefið eftir í hreinlæti og sóttvömum. Lára, eins og hún er yfirleitt köll- uð, er fædd og uppalin í Reykjavík en segist vera sveitamaður og Grímsnesingur því að hún var ekki nema 13 ára þegar hún kom þangað fyrst. Hún er í stjórn Svínaræktarfé- lags og hefur setið þar síðan 1991 en áður var hún í varastjórn frá 1986. Hvernig hófst svínaræktin á Bjarnastöðum? Fyrst komu tvær gyltur svo aðrar Freyr 10/98 - 13

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.