Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1998, Síða 6

Freyr - 15.10.1998, Síða 6
Pað þarf að sinna dýrunum vel - Gef refalæðunum AB-mjólk um got Skarphéðinn Pétursson rekur minka- og refabú í Dýrholti í Svarfaðardal. Hann var áður með Dalalæðuna hf. ásamt fleirum og þaðan komu mörg góð skinn. Það sem er sérstakt við það bú sem hann rekur nú er að hann sæðir flestallar refalæðumar sjálfur. Þetta hefur gef- ist vel eins og fram kemur í spjalli við hann. Hvað réð því að þú fékkst áhuga á loðdýrarækt? Ég fékk fyrst áhuga á þessu þegar Alþingi veitti leyfi fyrir þessum bú- rekstri fyrir tæpum 30 árum. Ég þekkti svo menn sem voru að fara til Noregs að kynna sér þetta, þ. á m. Sigurð Helgason á Grund í Eyja- firði, og ég bað hann um að sækja fyrir mig um skólavist í loðdýra- skóla í Noregi. Ég fór þangað í árs- byrjun 1971 og var þar það ár. Eftir það kom ég heim og fékk vinnu við Böggvisstaðabúið sem þá var verið að koma á fót. Mig langaði til að hefja rekstur á eigin búi og 1982 reisti ég ásamt fleirum Dalalæðuna. Rekstri þess bús var síðan hætt 1990 vegna erfiðleika í greininni. Loð- dýraræktin hefur hins vegar alltaf blundað í mér og ég fór því að at- huga hvort það væri grundvöllur fyrir því að reyna aftur. Þá gerði ég tilboð í þessa eign í félagi við Arvid Kro á Lómatjöm og Zóphonías Jón- mundsson á Hrafnsstöðum við Dal- vík. Við keyptum jörðina í desember 1996 og hófum svo innflutning í árs- lok 1997. Býlið var þá í eyði en þar er mjög góð aðstaða fyrir dýrin. Skarphéðinn með refinn Doll- ara í fanginu. Hann ú nii 168 lifandi afkvœmi. 19 lœður voru sœddar með sœði úr honum i síðasta goti og áttu þær að meðaltali 8,84 Itvolpa sem verðtir að teljast góð frjósemi. Skarphéðinn Pétursson reynir loð- dýrarækt á ný Hvaðan færðu fóðrið? Það hefur verið eitt mesta vanda- málið. Það var fóðurstöð á sínum tíma á Dalvík sem nú er hætt rekstri þannig að nú þarf að fara annað hvort til Húsavíkur eða á Sauðár- krók. I upphafi reyndi ég að nota þurrfóður en það gekk ekki nógu vel. Ég fór því að kaupa fóður frá Sauðárkróki og keyrði eftir því sjálfur. Það varð vandamál með 6 - Freyr 1 3/98

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.