Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.10.1998, Qupperneq 8

Freyr - 15.10.1998, Qupperneq 8
þegar þær eru búnar að gjóta því að ef þær byrja ekki að nærast um sól- arhring eftir gotið þá er mikil hætta á að þær fari að týna hvolpunum vegna mjólkurskorts. Ég var með 154 refalæður og mér datt í hug að prófa þetta þar sem ég hafði heyrt að þegar hrossasóttin geisaði þá hafi margir gefið hrossunum AB-mjólk. Ég byrjaði að gefa þeim þetta um 2- 3 dögum fyrir got og læðumar sleiktu þetta yfirleitt alltaf upp og ég gaf þeim þetta þangað til 2-3 dögum eftir got. Sumar voru jafnvel farnar að bíða eftir þessu á morgnana. Mér fannst þetta skipta máli því að þær átu oft ekki fóðrið sem ég var að gefa en tóku mjólkina í staðinn. Ég tel að þetta hafi haft talsverð áhrif á hversu vel hvolpamir héldu lífi. Hvenær færirðu fullorðnu dýrin frá? Eftir 7-8 vikur eru læðurnar teknar frá hvolpunum. Svo er hvolpunum deilt út tveimur og tveimur nokkrum dögum síðar. Þar gildir það sama um mink og ref. Hvernig velurðu ásetnings- dýr? Nú vel ég þau með aðstoð dansks tölvuforrits sem er notað bæði fyrir mink og ref og er mjög þægilegt að vinna með. Þegar fer að hausta byrja ég á því að vigta dýrin. Þá er hvert dýr búið að fá sérstakt kort þar sem búið er að reikna út frjósemiseink- unn. Þegar búið er að vigta og flokka eru niðurstöðumar settar inn í tölv- una og henni gefnar vissar forsendur fyrir hvem lið. Síðan reiknar hún út hver bestu dýrin eru þannig að ef mig vantar 200 læður bið ég bara um 200 bestu læðumar. Maður fer reyndar ekki alveg bókstaflega eftir þeim niðurstöðum. Verkarðu skinnin sjálfur? Já. Ef ég sendi skinnin í burtu til verkunar þá kostar það 180 krónur fyrir hvert minkaskinn og um 400- 500 krónur fyrir refaskinn. Ég held að við það að gera þetta sjálfur hafi Skarphéðiim með nokkur falleg og fullverkuð skinn. ég náð þessum kostnaði niður um helming. Hvar eru skinnin seld? Við sendum öll skinnin til Dan- merkur, einfaldlega vegna þess að Danir eru fremstir í minkaræktinni. Það er að vísu hægt að senda þau til Finnlands og einhverjir hafa gert það. Við sækjum hins vegar ýmsa þekkingu til Danmerkur og mér finnst alveg sjálfsagt að senda skinnin þangað. Hvað mætti gera til að bæta stöðu loðdýraræktarinnar hér á landi? Það var veitt mikil aðstoð við þetta á sínum tíma þegar verið var að koma búgreininni á fót. Það þyrfti að framleiða stærri skinn. Það er margt sem er hægt að bæta á búunum og þá mætti helst tæknivæða meira þannig að menn hefðu meiri tíma til að sinna dýrunum. Menn hafa verið að vinna allt meira og minna í hönd- unum og hafa ekki haft tíma til að sinna dýrunum sem skyldi. Við er- um t.d. að framleiða minni skinn heldur en Danir og ég tel ástæðuna vera þá að við sinnum dýrunum ekki nógu vel. Það skiptir miklu máli að dýrin vaxi hratt yfir sumarmánuðina því að menn fá borgað fyrir stærðina á skinnunum. Það skiptir máli að dýrin éti eins mikið og þau geta og þannig fáum við stærri skinn. HI 8 - Freyr 13/98

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.