Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1998, Blaðsíða 14

Freyr - 15.10.1998, Blaðsíða 14
7 Hvolpar 16.feb 21.feb 26.feb 3.mar 8.mar Mynd 4. Hvolpar á paraða lœðu árin 1997 og 1998. 100 Ififeb 21.feb 20feb amar arrar Mynd 5. Lœður sem gutu árið 1997 og 1998. pöruðum læðum, þessi árin. Sér- staklega er athyglisvert hve gotpró- sentan í hópi I er lág eða 40,4% að jafnaði bæði árin. Athuga þarf sér- staklega hvað veldur því að læðum- ar festa ekki fang eða missa fóstrin. Umræður og ályktanir Það hefur lengi verið vitað að ákveðn- ir dagar á pörunartíma loðdýra eru öðmm betri hvað varðar pöranar- vilja og frjósemi. Þannig hafa hin ýmsu lönd, sem framleiða loðskinn, fundið upp og búið til ákveðna kúrfu yfir þá daga sem loðdýrin eru frjó- sömust. Verulegur breytileiki í þess- um efnum kemur fram á milli landa (V.A.IIukh, M.Harri og T.Rekilá 1997) þar sem t.d. er best að para blárefi á Islandi og Noregi um mán- aðamótin mars/apríl, en í Rússlandi um miðjan maí, eða einum og hálf- um mánuði síðar. Eins og áður segir er talið best að hefja pörun minka í Skandinavíu dagana 7.-9.mars, eða stuttu áður en pörunarkúrfan er hæst. Þessi tveggja ára athugun bendir eindregið til þess að við eigum að hefja pörun á minkum 10 dögum fyrr en á hinum Norðurlöndum og e.t.v. tveimur til þremur dögum fyrr en það, ef við eigum að hefja pörunina áður en toppi kúrfunnar er náð. Þessar fyrstu niðurstöður ber að taka með mikilli varúð þar sem vitað er að mæld birta í skammdeginu er mjög mismunandi. Birtumagnið á þessum árstíma breytist oft það mik- ið að munar tug eða tugum prósenta og getur því haft áhrif á pörunina, eins og margir minkabændur kann- ast við. Einnig er hættulegt að byrja pörun of snemma, ef marka má þessar frumathugun og ættu minka- bændur að fara sér hægt í þeim efnum. Miklar líkur eru þó fyrir því að óhætt sé að færa pörunina fram til 1. mars og styður skýrsluhald loð- dýrabænda sl. tíu árin það. Ekki ætti þó að færa pömnina meira fram en sem nema tveimur til þremur dögum á milli ára þar sem birtan í húsunum skiptir miklu máli (E.E.E.1997). Samanburður eða fylgni á milli birtu og pörunar er ekki tekin fyrir að þessu sinni, eins og áður hefur komið fram, og bíður því frekari gagnasöfnunar. Heimildaskrá Allan Olaufsson 1979. Minkuppfödring, Sveriges Pelsdjursuppfödares Riksför- bund. Browness 1957. Ljusets inverkan pá mink- ens forplantning.Váre Palsdjur, 28, 3, 45-47. Einar E. Einarsson 1997. Ahrif fyrstu pör- unar á árangur í pörun minka, Búvís- indadeild III, Bændaskólinn Hvanneyri. Siguijón Bláfeld 1997. Ráðunaurafunfur BÍ. og Rala 1997. Steen Möller 1996. Virkningen af lys til mink. Indlæg ved kursus I Pelsdyrpro- duktion og -avl, Tune Landboskole 1996. V. A. Ilukha, M. Harri og T. Rekila. Re- productiv succes of farmed blue foxes, J. Anim. Breed. Genet.114 (1997),465- 474. 14-Freyr 13/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.