Freyr - 15.10.1998, Blaðsíða 24
Samband lífdýradóms
og skinnaeiginleika svartminks
Arfgengi, erfda-
/
Iloðdýrabúskap er það feldurinn
sem skapar verðmætin og eru höf-
uðþættir ræktunarstarfsins frjósemi,
feldgæði, stærð skinnsins og litur
þess. Lokaritgerð til B.Sc. prófs frá
Búvísindadeild Bændaskólans á
Hvanneyri, unnin af Einari E. Ein-
arssyni, fjallaði um þessa höfuð-
þætti ræktunarstarfsins. Hér á eftir
fylgir útdráttur úr ritgerðinni en
leiðbeinandi við skrif og úrvinnslu
gagna var dr. Agúst Sigurðsson.
1. Svolítil upprifjun um
ræktunarstarfið
Til að ná árangri í kynbótastarfinu
skiptir höfuðmáli að meta eigin-
leikann með sem mestri nákvæmni
þannig að sá erfðabreytileiki sem
raunverulega er fyrir hendi í stofnin-
um greinist. Allir þeir eiginleikar
sem dæmdir eru hjá dýrinu lifandi
samanstanda af erfðum og um-
hverfi. Svipfar = erfðir + umhverfi
(P = G + E).
Svipfar (P) einstaklings er í raun
hvernig einstaklingurinn kemur fyr-
ir, þ.e.a.s. það sem við sjáum og get-
um mælt eða metið. Breytileikann
milli einstaklinga sjáum við í mis-
mun í svipfari milli einstaklinga
sem þýðir í raun að hluti breytileik-
ans er háður umhverfisþáttum. Sá
hluti af breytileikanum milli ein-
staklinga sem eingöngu stafar af
mismun í aðbúnaði gagnast okkur
ekkert í kynbótastarfinu, heldur ein-
göngu sá hluti sem stafar af mismun
í erfðaeðli (arfgerð). Arfgengi eig-
inleika er því sá hluti breytileikans
sem við sjáum í svipfari einstak-
linga en stafar af mismun í arfgerð.
Arfgengið er síðan sett fram sem
og svipfarsfylgni,
eiginleikanna
eftir
Einar Eðvald Einarsson
brúfræðikandidat
tala á milli 0,0 og 1,0. Sé arfgengi
einstaklings 0,0 stafar allur breyti-
leikinn í svipfari einstaklingsins af
umhverfisþáttum, þ.e. mismun í að-
búnaði, en sé arfgengið 1,0 þá er all-
ur breytileikinn í svipfarinu tilkom-
inn vegna mismunar í arfgengi. Því
hærra sem arfgengi ákveðins eigin-
leika er þess stærri hluti svipfars-
breytileikans stafar af erfðabreyti-
leika og þess meiri árangurs er að
vænta af úrvali eftir eiginleikanum.
Erfðafylgni milli eiginleika lýsir
síðan erfðalegu sambandi tveggja
eiginleika. Hún liggur á bilinu -1 til
+1. Ef fylgnin á milli eiginleikanna
er yfir 0 þá er um jákvæða fylgni að
ræða og því hærri sem hún er því
meira styrkjast báðir eiginleikarnir
við skipulega ræktun ef valið er fyrir
öðrum. Svipfarsfylgnin lýsir tengsl-
um eiginleikanna svipfarslega.
Markmiðið með rannsókninni var
þrenns konar:
• Kanna fylgni á milli lífdýra- og
skinnadóms.
• Reikna út erfða- og svipfars-
stuðla fyrir helstu eiginleika
skinnsins, bæði út frá lífdýra- og
skinnadómi.
• Kanna hvaða eiginleikar það eru
sem mestu ráða um söluverð-
mæti skinnsins.
7. 7.7. Grunnupplýsingar
Gagnasafnið, sem unnið var með,
var frá loðdýrabúinu á Hvanneyri og
eingöngu var notaður Svartminkur
ásamt verðmæti
(Scanblack). Hvolpamir eru frá
framleiðslu árunum 1987-1990 en
ættartengsl ná aftur til fyrstu dýr-
anna sem keypt voru þegar búinu
var komið á fót árið 1985. Heildar-
fjöldi dýra í rannsókninni var 4118
dýr. Þar af var 2421 með lífdýradóm
og 1399 með skinnadóm sem hægt
var að tengja við lífdýradóminn. Af-
gangurinn, 1697 dýr, voru með
vegna ættemistengsla.
Við lífdýradóm dæmdi sami aðil-
inn öll dýrin þau ár sem gögnin ná
yfir. Dómsskalinn sem notaður var
náði frá 1-5, þar sem 5 var besta
einkunnin. Öll skinn vom seld hjá
DPA í Danmörku og þar voru þau
flokkuð og meðhöndluð eins og
skinn frá öðrum framleiðendum.
Dreifing einkunna við lífdýra-
flokkunina var nokkuð jöfn á öllum
liðum nema stærðinni en þar fengu
bæði högnar og læður greinilega
oftar 4 en 3 fyrir stærð.
Skinnaflokkunin á uppboðshús-
inu sýndi einungis þokkalega dreif-
ingu á gæðum en um 40% af bæði
högna- og læðuskinnunum fóm í
sama gæðaflokkinn. Dreifingin á
stærðinni var heldur ekki mjög mik-
ii en skýringin á því er að einungis
er notaður einn skali sem skinnin
eru flokkuð á eftir lengd. Læðumar
eru alltaf minni en högnamir þannig
að þær lenda í styttri flokkum.
Dreifing einkunna hjá högnum og
læðum var hin sama í lit skinnanna.
7. 2. Fylgni lífdýradóms og
skinnadóms
Athugunin á fylgni milli dóms á
dýrinu lifandi og skinnadómsins
sýndi að mjög misjafnlega gekk að
dæma hina ýmsu eiginleika.
24 - Freyr 1 3/98