Freyr - 15.10.1998, Síða 33
Áhrif fitugæða í fóðri á
teygjanleika minkaskinna
Inngangur
Minkaskinn þurfa að standast marg-
ar gæðakröfur til þess að ná góðu
verði á uppboðum. Um þessar
mundir óska kaupendur eftir stórum
skinnum með góðri hárgerð og lit,
en aukin notkun á skinnum í óhefð-
bundnar vörur getur leitt til þess að í
framtíðinni verði gerðar fleiri gæða-
kröfur. Ein þessara krafna er góður
og jafn teygjanleiki, þ.e. þanþol
skinnanna. Þanþol minkaskinna,
sem og allra skinna og húða, ræðst
af prótínsamsetningu skinnsins, sem
er mjög flókin. Það er sérstaklega
innihald af tveim mikilvægustu pró-
tínflokkunum, elastíni og kollagíni,
sem ræður þanþolinu. Fáar rann-
sóknir hafa verið gerðar á þessum
prótínum í minkaskinnum og hvaða
gildi magn þeirra og dreifing hefur
fyrir eðlisffæðilega eiginleika þeirra.
Tilraunir þær, sem hér er sagt frá,
voru gerðar til þess að mæla elastín
og leysanlegt kollagen í þurrkuðum
minkaskinnum.
Elastín er prótínflokkur sem sam-
settur er úr tveim undirflokkum,
leysanlegu og óleysanlegu elastíni,
og geta margar gerðir myndast af
þessu prótíni. Kollagen er betur skil-
greindur flokkur sem samsettur er af
20 mismunandi gerðum (I-XX). I
skinnum kemur gerðin I fyrir í mest-
um mæli og eiginleikar þess prótíns
hafa því mest gildi fyrir eðli skinns-
ins en önnur prótín skipta einnig
máli.
Magn og dreifing elastíns og kol-
lagens ráða í höfuðdráttum þanþoli
skinnsins en aðrar sameindir skipta
einnig nokkru máli.
Framkvæmd
tilraunarinnar
Rannsóknin var gerð á 24 þurrkuð-
um skinnum af Pastel högnum sem
eftir
Bent Riis og Christian
Friis Börsting,
Tilraunastöðinni á
Foulum á Jótlandi
fengið höfðu lýsi sem eina fitugjaf-
ann allt vaxtarskeiðið. Tilraunahóp-
amir fjórir fengu lýsi af mismunandi
gæðum. Hópur 71 fékk ferskt lýsi,
en hópar 72-74 fengu mismunandi
þrátt lýsi. I lýsi allra hópanna var
sett 300 ppm etoxyquin. Peroxíðtala
(þráastig) í lýsinu, sem hópur 71
fékk, mældist 10 meq/kg lýsis.
(ferskt), hjá hópi 72 var peroxíðtal-
an 30 meq/kg lýsis, hjá hópi 73 var
hún 70 meq/kg lýsis og hjá hópi 74
var hún 100 meq/kg lýsis.
Skinnin voru verkuð á venjuleg-
an hátt. Þau höfðu verið geymd í eitt
ár í um 10°C og um 70% raka áður
en þau voru efnagreind.
Til greiningarinnar voru teknar
pjötlur úr baki skinnanna, rakaðar
og klipptar niður í örsmá stykki sem
síðan voru efnagreind.
IMiðurstöður
I tilrauninni var mælt magn óleysan-
legs elastíns og leysanlegs kollagens
í minkaskinnunum 24. Niðurstaða
rannsóknarinnar sýnir gott sam-
hengi milli óleysanlegs elastíns í
skinnunum og gæða fitunnar (lýsis-
ins) sem dýrin voru fóðruð með.
Þetta samhengi er fundið þrátt
fyrir mismunandi niðurstöður úr
sýnum úr sama hópi. Elastínið sem
fannst í rannsóknum þessum er
nokkru minna en það sem fundist
hefur við efnagreiningar á öðrum
þurrkuðum minkaskinnum, sem
hafa ekki verið birtar. Astæða þessa
er óþekkt en smávegis munur á
rannsóknaraðferðum getur verið
skýringin. Samanborið við elastín-
Mynd 1. Sambandfóðurhópa og óleysanlegs elastíns í skinnunum. Niðurstöðurn-
ar eru meðaltal sex efnagreininga og meðalfrávik eru sýnd. (ofan á skástrikuðu
súlunum) Hópur 71 fékk besta lýsið ífóðri sínu en hópur 74 það lakasta.
Freyr 1 3/98 - 33