Freyr

Volume

Freyr - 01.01.2000, Page 27

Freyr - 01.01.2000, Page 27
nP £ £ 3 X 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 86,7 Búfjáráburð Grasfræ Gamalt hey og Lúpínu Að stinga Friðun lands Annað moð niður/slétta úr fyrir bútjárbeit rofabörðum 2. mynd. Ef þú hefur notað aðrar landgrœðsluaðferðir en tilbúinn áburð á svœðið sem þú notar fyrir BGL, hvaða landgrœðsluaðferðir hefur þú notað? He'r áttu svarendur að merkja við alla þá þcetti sem áttu við. 70% töldu jarðvegseyðingu vera stórt vandamál á Islandi. Þetta við- horf birtist einnig í þeim mikla áhuga sem BGL-bændur hafa á uppgræðslu. Um 90% þátttakenda í könnuninni stunduðu uppgræðslu á jörð sinni áður en þeir byrjuðu í BGL. Helstu uppgræðsluaðferðir, sem þessir bændur hafa notað, eru að bera gamalt hey og moð í rofsár (90%) og dreifa búfjáráburði á lítið eða ógróið land (82%) en um 40% hafa einnig notað tilbúinn áburð til uppgræðslu. I dag nota um 70% þátttakenda aðrar landgræðsluað- ferðir, til viðbótar tilbúnum áburði, á BGL-svæði sín og leggja þar með töluvert fram á móti framlagi Landgræðslu ríkisins (2. mynd). Þegar spurt var hvort viðkomandi myndi stunda uppgræðslustörf án stuðnings BGL-verkefnisins þá svöruðu yfir 90% því játandi, en þar af 67% að það yrði í minna mæli. Þetta sýnir einnig að aðstoð við uppgræðslu með BGL-verkefn- inu hefur mikla þýðingu fyrir bændur. Spurt var hvort þátttakendur myndu auka uppgræðslustarfið hjá sér ef þeir fengju meiri áburð í verkefnið. Um 75% svöruðu því játandi. Þannig virðast takmörk- uð fjárveiting Landgræðslunnar og eigin fjárráð vera sá þáttur sem helst kemur í veg fyrir enn meiri uppgræðslu á vegum bænda. Árangur uppgræóslu- starfsins og reynsla Við mat á árangri uppgræðslu- starfsins telur 31% þátt- takenda að árangur hjá sér sé mjög góður, 43% að hann sé frekar góður, 23% telja hann vera í meðallagi og 3% meta árangur uppgræðslu- starfsins sem slakan. Þeir sem töldu sig hafa náð góðum árangri voru spurðir hverju þeir þökkuðu hann. Mjög margir tengja árangur uppgræðslunnar beint við hóflega beit og við réttar uppgræðsluað- ferðir (3. mynd). Þeir sem svöruðu því að árangurinn væri ekki 3. mynd. Hverju þakkar þú góðan árangur? Hér áttu svarendur að merkja við alla þá þœtti sem áttu við. FREYR 1/2000-23

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.