Freyr - 01.01.2000, Síða 33
Feldkanínurœkt
Feldkanínan Castor Rex
Þetta sérstaka kanínuafbrigði
varð til árið 1919 í Frakklandi
þegar einn hvolpur fæddist með
óvenjulegan feld. Seinna fæddist
annar af gagnstæðu kyni, undan
sömu foreldrum. Þegar þeir voru
svo paraðir saman síðar kom í ljós
að eiginleikinn hafði fest sig í
sessi. Vindhárin voru jafnlöng
þelinu og hafði því feldurinn silki-
mjúka og glansandi áferð, sjá
mynd 1.
eftir
Sverri Heiðar
Júlíusson,
kennara og
ráðunaut í
kanínurækt,
Landbúnaðar-
háskólanum
á Hvanneyri
1. mynd. Mismunandi feldgerðir hjá kanínum.
A. Venjulegur kanínufeldur. Vindhárin ná út yfir þelið.
B. Rexfeldur, hárin standa beint út, vindhár og þel jafiilangt. Hinn réttifeldur
Rex kanína.
C. Rex feldur með hrokkið hár, gefur glanslausan feld.
D. Rexfeldur, greinilega með lengri vindhár en þel. Kemur fyrir á baki og
mölum, skemmir glansinn.
þannig verða þær rólegri. Kanínum
þykir óþægilegt ef einhver nálgast
þær ofan frá, hafið því búrin ekki á
gólfínu. Grípið hvert tækifæri sem
gefst til að temja kanínumar, opna
búrin, klappa þeim og kjassa.
Slæmt skap erfíst, en lærist einnig!
Þegar verið er að skoða kanínur,
ættu þær að fá að standa á teppis-
bút, þá standa þær oftast rólegar, sjá
mynd 2.
Högnarnir eiga að vera stað-
settir fjarri læðunum. Þegar ver-
ið er að hirða kanínur á gottíma
ætti alltaf að sinna læðum með
hvolpa fyrst því að það hindrar að
lykt af högna berist með manni
að læðunum, en það getur truflað
og þær jafnvel farið að ganga
með offorsi og rótað út úr got-
kassanum.
Varist of mikinn samgang milli
búa og þvoið allt vel, hendur, skó
og annan fatnað ef þið eruð á
ferðinni. Hafið aðkeypt dýr sér
til að byrja með. Hafið svo hjá
þeim eina af kanínum ykkar um
tíma og fylgist með því hvort hún
verði nokkuð veik. Ef ekki, þá
má setja þau aðfluttu inn á búið.
Klippið klær kanínanna á a.m.k.
6 mánaða fresti. Kanínur er nátt-
dýr, hafið því aldrei ljós í húsinu
á nóttunni.
Allar Rex kanínur rekja uppmna
sinn til þessa pars. Þessar kanínur
virðast viðkvæmari en aðrar kanín-
ur. Þær þola verr að standa á neti
heldur en önnur afbrigði og mér
sýnist þær oft heldur styggari en
loð- og holdakanínur. Til eru fjöl-
mörg afbrigði af Rex kanínum en
það er brúna afbrigðið, Castor Rex,
sem við höfum hafið ræktun á hér á
landi og gefur það verðmætustu
skinnin.
Almennt um hirðingu
Þegar gengið er um kanínuhúsið
ætti að tala blíðlega til kanínanna,
2. mynd. Hringlaga skoðunarborð, teppisbútur og kaninan stendur oftast róleg.
FREYR 1/2000 - 29