Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.2000, Side 36

Freyr - 01.01.2000, Side 36
Gulrófur fyrr Gulrófan er tvíær jurt af krossblómaætt (Brassi- caceae) og kálættkvísl (Brassica). Blöðin eru blágræn, fjaðurskipt, stór og þykk. Á fyrra ári er stöngullinn stuttur og jurtin safnar í hann forðanæringu, þannig að úr verður nærri hnöttóttur rótar- ávöxtur. Stöku sinnum verður hann meiri á þverveginn en á langveginn, en oftar er hann sívalur og dálítið aflangur. Rótin er stólparót og stendur niður úr ávextinum og af henni mun nafn jurtarinnar dregið. Ávöxturinn er gulur að neðan, en grænleitur, blár eða fjólublár að of- an. Aldinkjötið er gult og að mestu leyti kolvetni. Þurrefni er 10-13%. Við bestu skilyrði og góðan áburð getur uppskeran orðið 20 tonn af káli og 50 tonn af undirvexti á hekt- ara. Fyrra árið eru blöðin í þéttri hvirfíngu, en síðara árið notar jurtin forðanæringuna til þess að koma upp háum stöngli. Þá blómstrar hún gulum blómum og skilar oft miklu fræi. Kálættkvíslin er evrópsk að upp- runa. Flest bendir til þess að þær jurtir hafi upprunalega verið strand- plöntur lagaðar að næringarríku umhverfi. Menn hafa lengi notað þær til matar. Framan af hafa þær verið tíndar á vaxtarstað, en síðar ræktaðar. Okkur varða einkum þrjár tegundir eða tegundahópar: 1. Garðakál (Brassica oleracea). Ymsar þekktustu gerðir kálmetis teljast til þessarar tegundar, svo sem hvítkál, blómkál, grænkál og fóðurmergkál. Uppruna sinn á tegundin lfldega í Miðjarðar- hafsfjörum eða nágrenni. Hún er ævagömul ræktunarjurt og ber mikill fjöldi undirtegunda því vitni. Nafnið er latneskt (caulis=kál), en fullvíst má telja að sem ræktunarjurt sé hún eldri en Rómarveldi. Tegundin er tví- litna og hefur 18 litninga. 2a.Arfanæpa (Brassica campestris). eftir Jónatan Hermannsson, tilrauna- stjóra á RALA Sú tegund heitir á dönsku „ager- kál“ og er algengt og alræmt ill- gresi í Dan-mörku, sunnanverðri Skandinavíu og víða um Vestur- Evrópu. Hún tengist Eystrasalti á sama hátt og garðakálið tengist Miðjarðarhafi. 2b.Næpa (Brassica rapa). Af henni eru til tvær undirtegundir; B. rapa rapi-fera, sem er hin al- kunna næpa, ræktuð vegna und- irvaxtarins, og B. rapa oleifera, sem heitir „rybs“ á Norðurlanda- málunum. Það safnar ekki forða- næringu í rót og er ræktað fræs- ins vegna, en úr fræinu er unnin feiti. Heitið er komið úr þýsku (Riibsen) og er smækkunarmynd orðsins sem þar er haft um rófur. „Rybs“ gæti heitið nepja á ís- lensku, hliðstætt repju. Næpan er greinilega komin af arfanæpunni Kálfafellsgulrófa. (Úr matjurtabók- irini). og nú og núverandi sérkenni hafa náðst með úrvali og ræktun. Því bera næpa og arfanæpa eitt og sama nafn í sumum heimildum; B. campestris og að auki var. rapif- era eða var. oleifera ef um næpu eða nepju er að ræða. Þessar teg- undir eru tvflitna og eru með 20 litninga. 3. Gulrófa (Brassica napus). Eins og næpan skiptist hún í tvær undirtegundir; B. napus rapifera, hina eiginlegu gulrófu, og B. napus oleif-era, sem við köllum repju og er hér fóðurjurt. í grannlöndunum er hún ræktuð til fræs og feiti og heitir "raps". Það nafn er komið úr hol-lensku (raapsaat) og þýðir beinlínis rófufræ. Gulrófa og repja eru ferlitna og bera 38 litninga. Telja má víst að gulrófa sé kynblend- ingur milli garðakáls og næpu. Víxlunin hefur orðið með tvö- földun litninga og erfðamengi gulrófunnar er því samanlagt erfðamengi forfeðranna. Sú teg- undavíxlun hefur orðið einhvem tímann snemma á miðöldum þegar ræktun garðakáls hafði breiðst út um Norður-Evrópu og ekkert mælir á móti því að hún hafi orðið oftar en einu sinni. I tilraunum hefur þessi víxlun ver- ið reynd en árangur er sjaldfeng- inn. Næpan er ævagömul ræktunarjurt á Norðurlöndum. Fræ af henni eða arfanæpu hefur fundist á einum þremur stöðum í bronsaldarrústum í Svíþjóð. Nafnið næpa er þó latn- eskt og hefur komið um engilsax- nesku í Norðurlandamálin. Hugs- anlega er það merki þess að næpan hafi komið þá leiðina og gæti tengst því að garðrækt var einn helsti bjargræðisvegur klausturbúa í fyrstu kristni á Norðurlöndum. Sví- ar nefndu þó ávöxtinn rófu og gera enn. Það er norrænt nafn og þykir 32 - FREYR 1/2000

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.