Freyr - 01.01.2000, Page 41
1937 segir Ragnar Ásgeirsson, þá
orðinn garðyrkjuráðunautur Búnað-
arfélags Islands, að ekki ættu að
sjást hér aðrar rófur en þær ís-
lensku, rússnesku og gausku. Þær
rófur voru líka einar um hituna hér-
lendis á stríðsárunum að sögn Ingi-
mars í Fagrahvammi í Garðyrkju-
ritinu 1941.
Stofnar og staðbrigöi
eftir stríð
Ekki skal beðið lengur með að
setja fram tilgátu um uppruna
þeirra stofna og staðbrigða sem við
höfum undir höndum nú og höfum
haft síðasta áratug. Rökstuðn-ing
má að sumu leyti sækja í það sem
sagt er hér að framan, en öðru
verður bætt við.
Eyjarófa
Hún er skráð sem stofn úr Vest-
mannaeyjum í tilraunaskýrslum frá
Varmá árin 1952-60 og frá Garð-
yrkjuskólanum á Reykjum 1981-
82. Henni fylgdi sú umsögn að hún
væri ónæm gegn kálæxli, en vafi
lék á því að tilraunum loknum. Hér
mun þess getið til að hún sé afkom-
andi Gautarófunnar. Rökstuðningur
fyrir því er ekki sterkur, en einhver
ástæða er fyrir því að Eyjamenn
töldu henni sjúkdómsónæmið til
ágætis. Eyjarófan hlýtur að hafa
verið orðin blönduð öðrum stofn-
um, því að ekki þótti hún fagur-
sköpuð á efstu dögum sínum. Þessi
stofn er nú líklega glataður.
Ragnarsrófa
Þar er um að ræða gömlu ís-
lensku rófuna, sem svo var nefnd
án skýringa frá aldamótum og fram
um miðja öld. Þetta er rófan frá
Schierbeck á Rauðará; að grunnin-
um til Þrándheimsrófa, en gæti hafa
þegið eitthvað frá öðrum. Hún
fylgdi Gróðrarstöð Búnaðarfélags
íslands og átti heima í Reykjavík
fyrsta þriðjung aldar-innar. Hún var
svo ræktuð til fræs á Laugarvatni
frá 1932 allt þar til Gróðrarstöðin
var flutt að Reykjum í Ölfusi 1939.
Stjórnandi stöðvarinnar, Ragnar
Ásgeirsson garðyrkjuráðunautur,
bjó í Hveragerði frá 1944 og mun
hafa haldið rófunni við þar lengi
eftir það. Síðast er rófan nefnd „ís-
lensk" án nánari skýringar í Mat-
jurtabókinni 1949. Um það leyti var
farið að reyna íslensk staðbrigði
ólík henni og á árunum milli 1950
og 1960 er rófan nefnd til aðgrein-
ingar í tilraunaskýrslum „íslenskur
stofn frá Ragnari Ásgeirssyni.“ Frá
því laust eftir 1960 hefur hún svo
verið nefnd Ragnarsrófa, því að
nafnið íslenska rófan virðist hafa
flust yfir á einhver staðbrigði
Kálfafellsrófunnar. Vegna þessa
ruglings er ekki hægt að tala um ís-
lenskar rófur lengur. Þær fáu útlits-
lýsingar á íslensku rófunni sem er
að finna í gömlum heimildum
koma vel heim við Ragnarsrófuna
eins og við þekkjum hana núna. I
Matjurtabókinni 1949 er til dæmis
sagt að kálið sé „allhávaxið“ og er
það alþekkt einkenni á þessum
rófustofni.
Kálfafellsrófa
Líkur eru á því að hér sé á ferð-
inni rússneski stofninn Krasnöje
selsköje, sem áður hefur komið við
sögu á þessum blöðum. Þessi skoð-
un er ný af nálinni og þarf því
nokkum rökstuðning. Kálfafells-
rófan er fyrst nefnd árið 1948. Það
ár hafði Atvinnudeild Háskólans
auglýst eftir heimaræktuðu gul-
rófnafræi um allt land. Sýni bárust
frá 12 stöðum. Eftir samanburð
þessara staðbrigða voru tvö valin til
áframhaldandi ræktunar, en hinum
hent. Þessi tvö voru Nesrófan, en
hennar verður getið síðar, og Kálfa-
fellsrófan frá Kálfafelli í Fljóts-
hverfi.
Kálfafellsrófumar fengu þá eink-
unn hjá Sturlu Friðrikssyni í Garð-
yrkjuritinu 1953 að þær væm „kyn-
hreinni en hinar, enda hafa þær ver-
ið ræktaðar á sama stað í marga ára-
tugi. Em þær mjög jafnar í öllum
eiginleikum sínum.“ Þarna hefði
strax átt að staldra við því að þessi
lýsing minnir meira á hreinan og
þaulræktaðan stofn en afrakstur
sambræðslu og aðlögunar. Menn
virtust þó tilbúnir að trúa hinu síð-
amefnda.
Gamlar tilraunaskýrslur fjalla
sjaldan um útlit gulrófna. Þó em til
undantekningar eins og þessi lýsing
Ragnars Ásgeirssonar á rússnesku
rófunum í Bún-aðarritinu 1927:
„Þær em líkar næpum í laginu og
eru aldrei öngóttar. Er því gott að
taka þær upp, enda þótt þær séu að
mestu leyti neðanjarðar. Blöðin eru
ekki hávaxin, en liggja hér um bil
flöt á moldinni.“ Þessu næst skul-
um við líta á það hvemig Kálfa-
fellsrófumar líta út á Varmá 26 ár-
um síðar. Það er Sturla Friðriksson
[ sem hefur orðið í Garðyrkjuritinu
1953: „Þær em dálítið hnöttóttar
með meðallöngu rótarskotti, sem
mjókkar jafnt niður. Rófan sjálf vex
að miklu leyti niður í jarðveginum,
en kálið, sem er lítið, liggur útbreitt
og hylur jarðveginn í kringum róf-
una.“ í hvorri lýsingu em þrjú atriði
j nefnd. Fyrsta atriðið, um lögun
j rófnanna, er dálítið afsleppt; ég veit
til dæmis ekki, hvemig næpur era
venjulega í laginu. Hin tvö atriðin í
lýsingunni - lega blaða og rófur
djúpt í moldu - falla nákvæmlega
saman og eru þar að auki einkenn-
andi fyrir Kálfafellsrófuna eins og
við þekkjum hana núna. Blöðin,
j sem liggja flöt á jörðinni, hef ég
heldur hvergi séð á öðrum rófum.
Má til viðbótar benda á það sem um
útlit íslensku rófunnar, eða Ragn-
j arsrófunnar, er sagt hér að framan.
Ekki er líklegt að Kálfafellsrófan
eigi til hennar ættir að rekja.
Tvennt er enn sameiginlegt með
Krasnöje selsköje og Kálfafells-
rófu. Það fyrra eru bragðgæði. Sú
rússneska fær þá einkunn mörgum
sinnum hjá Ragnari Ásgeirssyni að
hún sé bragðbesta rófa sem menn
þekkja. Kálfafellsrófan er líka talin
bragðbest af 20 stofnum sem rækt-
aðir vom á Varmá 1952-60. Hitt
atriðið er að rússneska rófan er
jafnan sögð smærri en íslenska róf-
an. Það kemur nákvæmlega heim
við reynslu okkar á Korpu. Þar hef-
ur Kálfafellsrófan alltaf verið
FREYR 1/2000 - 37