Freyr - 15.12.2000, Side 4
Islenski hesturinn
er einstakur
Viðtal við Ingimar Sveinsson, fyrrv. kennara á Hvanneyri
Ingimar Sveinson frá Egilsstöð-
um átti um árabil aðild að einu
stærsta og myndarlegasta búi
hér á landi en síðustu 15 árin hefur
hann verið kennari í búfjárrækt á
Hvanneyri og unnið þar brautryðj-
endaverk í hrossarækt, bóklegri
sem verklegri. Blaðamaður Freys
lagði leið sína til hans á sl. hausti
og bað hann fyrst að segja á sér
deili.
Ég er fæddur árið 1928 á Egils-
stöðum á Völlum, yngstur þriggja
systkina, foreldrar mínir voru Sig-
ríður Fanney Jónsdóttir og Sveinn
Jónsson, sem þar bjuggu. Ég gekk í
bamaskóla á Völlum, sem var um
það leyti oftast til húsa á Höfða á
Völlum, börn ýmist gengu í skól-
ann eða gistu þar en ég hafði þar
sérstök fríðindi því að ég átti þá
hest sem ég tamdi sjálfur og fór
ríðandi á honum í skólann á
hverjum degi, rúmlega 5 km leið,
með heypoka fyrir aftan mig, með
heyi handa hestinum meðan hann
beið þar. Ég hóf skólagöngu mína
10 ára og stundum höfðum við
heimiliskennara heima, sem kenndi
þá líka fleiri börnum. Bamaskólan-
um lauk með fullnaðarprófi sem
svo var kallað um fermingaraldur.
Haustið 1942 fór ég í 1. bekk
Menntaskólans á Akureyri sem þá
var sex vetra skóli, en eftir þriðja
vetur var tekið gagnfræðapróf og
þaðan lauk ég stúdentsprófi vorið
1948.
Þessi sumur hefur þú svo verið
við búskapinn?
Já, og á uppvaxtarárum mínum
vann ég geysimikið með hestum
að hvers kyns verkum við búskap-
inn. Þar má nefna akstur á hesta-
kerrn og við jarðvinnslu. Við plæg-
ingar drógu tveir hestar plóginn og
jafnvel þrír í frumvinnslu á seigu
og þýfðu landi. Eins var með herf-
ið, það drógu 2-3 hestar eftir því
hvað það var stórt og þungt. Síðan
við heyskapinn voru notaðar hesta-
sláttuvélar, rakstrarvélar og heyýt-
ur og þær dró einn hestur oftast.
Hann gekk þá meðfram múganum
og fór yfir hann á víxl til að ýtan
tæki heyið jafnt. Heyinu var svo
mokað á bfl, sett í sæti eða dregið
með ýtunni heim að hlöðu og mok-
að þar inn. Það var mjög algengt
um heyskapartímann að slegið var
allan daginn og höfð tvö gengi af
hestum til skiptanna. Hestar voru
notaðir einvörðungu í búskapnum
þar til fyrsti traktorinn, sem var af
gerðinni Farmall A, kom upp úr
1940, og var í upphafi fyrst og
fremst notaður við slátt og til að ýta
saman heyinu. A tímabili voru
bæði hestar og traktorar notaðir
saman. Hestamir voru þá t.d. not-
Ingimar Sveinsson.
aðir fyrir rakstrarvélar en rakstra-
vélar fyrir traktora voru þá ekki
komnar á markað.
Háskólanám
Þú hyggur svo á frekara nám
eftir stúdentspróf?
Ég hafði þá hug á búfræðinámi
og fór til Pullman í Washington-
fylki í Bandaríkjunum, þar sem er
ríkisháskóli fylkisins. Pullman er
nafnið á bænum sem byggður er
utan um háskólann. Þetta gerðist
þannig að ég sá af tilviljun auglýs-
ingu frá bandarískum sjóði, Ameri-
can Scandinavian Foundation, sem
styrkti menn til námsdvalar í
Bandaríkjunum. Ég sótti um þenn-
an styrk og fékk hann og sjóðurinn
úthlutaði skóla eftir að maður hafði
tilgreint hvaða nám maður vildi
stunda. Þó lá endanlegt val á skóla
í hendi manns sjálfs. Þetta var
haustið 1948 og þama var ég við
nám í 3 1/2 ár og kom ekkert heim
á þeim tíma en vann á sumrin, m.a.
eitt sumar hjá Camation Milkfarm
nálægt Seattle sem var þá eitt
þekktasta tilrauna- og kynbótabú
fyrir Holsteinkýr í Bandaríkjunum
með yfir 300 kýr og byggði af-
komu sína einkum á sölu á kyn-
bótagripum bæði í Bandaríkjunum
og víða um heim.
í námi mínu valdi ég búfjárrækt
sem aðalgrein og nautgriparækt
sem aðalfag innan hennar en auk
þess svín, sauðfé og hross. Þessu
námi lauk ég með Bsc. Hon. gráðu
árið 1952.
Varstu þá ákveðinn að fara í
búskapinn heima?
Já, ég var ákveðinn í því. Við
stofnuðum þá félagsbú, faðir minn,
Jón Egill bróðir minn, og ég.
4- FREYR 13-14/2000