Freyr

Volume

Freyr - 15.12.2000, Page 5

Freyr - 15.12.2000, Page 5
Heyskapur á Egilsstöðum á Völlum um 1938. Á slátturvélinni situr Sveinn Jónsson bóndi á Egilsstöðum, framan við hestana sést í Asdísi, dóttur hans, til hœgri við hana er hvítklœdd kona með hrífu, Helga Vigfúsdóttir, kaupakona, þá Jón Einarsson, tengdafaðir Sveins, Ingimar þá 10 ára, Sigurður Melan, vinnumaður, Jón Egill, sonur Sveins, og á rakstrarvélinni situr Ludvig Han- sen, vinnumaður, frá Borgundarhólmi. Og þið hellið ykkur þá út í að stœkka búið? Búið var nú töluvert stórt þegar við bræður gengum inn í það, en það var stækkað mikið eftir það. Mest vorum við með um 60 mjólk- urkýr, yfir 200 naut í uppeldi til kjötframleiðslu, talsvert af svínum og um 200 fjár, en féð var miklu fleira fyrr. Auk þess stunduðum við töluverða komrækt á tímabili. Dráttarhross voru ekki mörg eftir ég fór að búa því að þeim var fækk- að mikið eftir að hætt var að brúka þau við búskapinn. Áður en drátt- arvélamar komu vom alltaf margir dráttarhestar í fastri brúkun á bú- inu en auk þess átti faðir minn nokkur ágæt reiðhross. Á tímabili eftir tilkomu bfla hvarf almennur áhugi á reiðhrossum og þá sást varla ríðandi maður á Héraði. Þeir einu sem sáust ríðandi á þessum tíma í kringum Egilsstaði voru Pét- ur frændi minn á Egilsstöðum, sem var landsþekktur hestamaður, og Sigríður föðursystir mín, símstjóri á Egilsstöðum, hún átti alltaf hest og reið út. Ég fékk að halda nokkr- um hestum eftir þegar þeim var fækkað, m.a tryppi sem ég tamdi eftir að ég kom heim frá Bandaríkj- unum og reið út eins og ég hafði gert áður en ég fór út til náms. Árið 1952 var síðan fyrir tilstuðl- an Péturs stofnað hestamannafé- lagið Freyfaxi og fór þá að færast líf í hestamennskuna á Fljótsdals- héraði á ný. Um þetta leyti gátu menn stœkkað búin eins og þeir vildu og þið tókuð tœknina f þjónustu ykkar. Manstu eftir einhverjum sérstökum framförum sem þér þótti breyta miklu jyrir ykkur? Þetta kom nokkuð smám saman, t.d.um 1960 voru byggðir tveir 12 metra háir votheystumar til viðbótar einum sem var fyrir og um sama leyti fengum við svokallaðan sláttukóng, sem sló, saxaði og blés heyinu upp á vagn eða bfl, eða saxaði forþurrkað hey úr múgum til votheysgerð- ar. Það náðust þama mikil afköst við heyskapinn, miðað við það sem gerðist á þeim tíma. I tumana var síðan komið fyrir búnaði, sem losaði og blés vothey- inu niður úr turnunum svo hægt var að aka því fram á fóðurgang án þess varla að snerta það. Einnig um svipað leyti var sett upp í fjósinu fyrsta Alfa- Laval rörmjaltakerfið á íslandi og sérsmíðaður fyrir okkur í Silkeborg í Danmörku 2000 lítra kælitankur sem komið var fyrir á pallbfl (pick- up) sem hægt var að bakka inn í mjólkurhúsið og mjólka beint í hann, og síðan var honum ekið upp í mjólkurbú og dælt úr honum þar. Jafnframt var settur í fjósið rimla- flór með rafmagnsflórsköfum, en allt þetta létti mikið og sparaði vinnu. Kennari á Hvanneyri Svo ákveður þú að bregða búi, hvenœr var það? Ég hætti að búa í árslok 1985 og seldi síðan Jóni bróður mínum og Gunnari syni hans, hlut minn í bú- inu skömmu seinna. Þá ræð ég mig hingað að Hvanneyri sem kennara í búfjárrækt. Eitt af því sem mér var falið var að byggja upp valfag í hrossarækt, en hér var ekki kennd nein hrossarækt sem sérstakt fag Ingimar á Glanna og Guðrún Gunnarsdóttir, kona hans, á Rökkva. FREYR 13-14/2000 - 5

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.