Freyr

Årgang

Freyr - 15.12.2000, Side 7

Freyr - 15.12.2000, Side 7
norska Fjarðahestinum. Seinni rannsóknir sýna að íslenski hest- urinn á lítinn blóðskyldleika við hann, sem gæti m.a. stafað af því að norski Fjarðahesturinn hafi mikið blandast öðrum kynjum síðar. Ég hef trú á því að íslenski hest- urinn hafi komið frá Noregi að miklu leyti en að landnámsmenn- imir hafi líka tekið með sér hesta af keltneskum uppmna frá Bretlandi og eyjunum norðan við Skotland og frá írlandi. Á þessum slóðum eru nokkuð mörg smáhestakyn, jafnvel villt. Það er líklegt að ís- lenski hesturinn sé einnig af aust- rænum uppmna, þ.e. frá Asíu og ég held hann sé talsvert skyldur mongólska hestinum, sem arabíski hesturinn og fleiri kyn eru líka komin út af, þótt langt sé um liðið. Það var töluvert af þessum hestum á Norðurlöndunum á tíma land- náms íslands. Finnski hesturinn er t.d. talinn eiga þennan uppmna. Einnig em til heimildir um það að fluttur var til Islands austur- lenskur graðhestur, „gauskur hlaupari", Kinnskær að nafni. Hann var notaður til kynbóta sem og synir hans nokkuð lengi. Mongólskir hestar em að eðlisfari töltarar. Síðan hefur ísland mótað hestinn í 1100 ár. Já, og þannig hefur átt sér stað náttúruúrval, sem hefur gert hestinn bæði harðgerðan og nægjusaman, en þrátt fyrir breytta tíma og breytt ytri skilyrði hefir íslenski hesturinn haldið mörgum af fyrri eig- inleikum sínum, og með síðari tíma kynbótum og úrvali bætt aðra eiginleika svo að nú er hann mjög eftirsóttur og vinsæll reiðhestur víða um heim. Rannsóknir á íslenska hestinum 1 hverju felast þær rann- sóknir sem þú hefur gert á ís- lenska hestinum? Ég byrjaði á þessu eitt vorið þeg- ar ég fór að leita mér upplýsinga um fæðingarþunga og vöxt folalda. Það kom þannig til að síðasta árið, sem ég bjó á Egilsstöðum, eignað- ist ég folald sem ég ól upp á pela, og hét Pílatus, en móðir þess hét Pfla og drapst nóttina eftir að það fæddist. Þetta folald vigtaði ég vikulega en þegar ég ætlaði svo að bera þyngingu þess saman við vaxtartöflur þá fann ég hvergi bók- staf um það varðandi íslensk hross. Eftir að ég kom hingað að Hvann- eyri fór ég út í það vorið 1989 að vigta nýfædd folöld. Þetta var kalt vor og hryssur köstuðu flestar heima við og það endaði með því að ég viktaði og mældi 50 nýfædd folöld á 12 bæjum hér í grenndinni. Fæðingarþungi þeirra reyndist vera á bilinu 27 til 51 kg en langflest voru frá 33 til 40 kg og meðalþung- inn var 38 kg. Síðan vigtaði ég mörg þeirra vikulega fram eftir sumri og þá kom í ljós að vöxturinn var alveg gríðarlega mikill. Sum folöld, þar sem hryssumar vom í góðum hög- um og í góðu fóðurásigkomulagi, uxu yfir 2 kg á dag fyrsta hálfa mánuðinn og það er meiri vöxtur en þekkist jafnvel hjá stómm hesta- kynjum. Þama kom jafnframt fram mikill einstaklingsmunur sem fór eftir ásigkomulagi hryssnanna og ekki síst fóðmninni og gæði beitar- innar. Að meðaltali þyngdust fol- öldin um 1,5 kg á dag fyrstu tvær vikumar en síðan dró úr vextinum með aldri. Hefurþetta verið birt? Já, bæði í tilraunaskýrslum Bændaskólans á Hvanneyri, Ráðu- nautafundi 1994, í Eiðfaxa og víðar. Til þess að folöldin vaxi um 1,5 kg eða meira á dag þurfa hryssum- ar að mjólka hátt í 20 kg á dag. Þá segja sumir: Hvemig getur það gerst þar sem það eru sama og eng- in júgur á hryssum. En það skýrist af því að folöldin sjúga 60-70 sinn- um á sólahring fyrstu sólahringana, þ.e. 5-6 sinnum á klst. Þegar þessu var lokið fannst mér einsýnt að fylgjast með folöldunum áfram þannig að ég vigtaði þau og mældi nokkrum sinnum fyrsta sumarið og síðan vor og haust uns þau vom orðin fimm vetra gömul. Þau vom á 12 bæjum og fóðmð á misjafnan hátt, þannig að sjá mátti sam- hengi fóðmnar og vaxtar. Það kom m.a. greinilega í ljós að folöld, sem vom ekki fóðmð nógu vel fyrsta veturinn þannig að þau döfnuðu og yxu eðlilega, þau náðu því aldrei upp aftur, eða urðu a.m.k. öðm- vísi í byggingu. Þau geta orðið jafn þung sem fullorðin hross, en verða bolmeiri og fótastyttri. Þetta stafar af því að á 2. ári lokast vaxtarlínumar í leggjun- um og eftir það lengjast þeir ekki en aðrir hlutar líkamans geta haldið áfram að vaxa. Þetta er einnig í samræmi við erlend- ar niðurstöður. Það er geysi mikilvægt til að fá góðan hest að folaldið vaxi vel frá byrjun Frá Fjórðungsmóti á Iðavöllum, Ingimar á Spretti. FREYR 13-14/2000 - 7

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.