Freyr - 15.12.2000, Síða 10
Nokkrar myndir sem sýna Ingimar við frumtamningu á hesti.
a) Hesturinn leyfir að honum sé strokið. .
b) Hesturinn látinn hlaupa.
'x,-
c) Hesturinn eltir Ingimar.
getur brennt fitu beint og hestur í
góðri þjálfun getur notað sína eigin
fitu sem orkugjafa. Vel þjálfaður
hestur getur haft 50-60% meira
súrefnisframboð en lítið þjálfaður
hestur og brenni hann sinni eigin
fitu með nægu súrefni er orkunýt-
ingin mjög góð. Eg tel að þetta
skýri m.a. hið geysilega úthald ís-
lenska hestsins.
Frumtamning hrossa
Þú hefur líka kynnt þér nýjar að-
ferðir við frumtamningu hesta og
Italdið námskeið ífrumtamningum.
Hvert er upphaf þess hjá þér?
Eg hef verið að temja hross frá
því ég var 10 ára gamall. Síðan,
þegar ég kem hingað að Hvann-
eyri, þá fer ég að kenna nemendum
hrossarækt og tamningar. Árið
1993 fór ég svo á Equitana hrossa-
sýninguna í Þýskalandi og þar sá
ég Monty Roberts, sem er Banda-
ríkjamaður og heimsfrægur tamn-
ingarmaður, vera að sýna tamning-
araðferð, sem hann hefur verið að
þróa í 40 ár. Hún byggist á hegðun
og skynjun hestsins jafnframt því
að í stað þess að brjóta hestinn nið-
ur og láta hann hlýða með valdi þá
er hann fenginn til að koma til móts
við tamningamanninn og treysta
honum. Þetta er auðveldast ef til
ráðstöfunar er hringgerði.
Þegar ég kom svo heim þá fékk
ég leyfi til að koma hér upp hring-
gerði og prófa þessa aðferð við ís-
lenska hesta. Það tókst mjög vel
og síðan hef ég þróað hana og not-
að við tamningu á yfir 900 hrossum
hjá nemendum, á námskeiðum og
mínum eigin hrossum og annarra.
Hvert einasta þessara tryppa hefur
brugðist vel við þessari aðferð og
þau orðið meðfærileg og hefur
verið hægt að fara á bak og ríða á
þeim lausum í gerðinu strax á öðr-
um degi, eftir aðeins tvær 15 mín-
útna æfingar og ekkert síður á
hrossum sem voru alveg ósnert fyr-
ir. Eg hef fengið mikið af hrossum,
sem menn voru búnir að gefast upp
við, en hafa komið ágætlega út
með þessari aðferð.
10 - FREYR 13-14/2000