Freyr - 15.12.2000, Blaðsíða 17
hann hljóp sem hraðast í sumar.
Elísabet Fjeldsted kom með nýjan
hlaupahest í kappreiðarnar, Kjark
frá Ferjukoti, sem á næstbesta
tímann í 350 metra stökki, 24,74
sek. Sylvía er með þriðja besta
tímann á Kósa og Elísabet er með
í 250 metra stökki og upplýsingum
um úrslit sleppt.
Ekki hefur tekist að ná upp staðl-
aðri keppni í annað hvort 300 eða
350 metra stökki og er því keppt í
hvorri sinni greininni á hestamót-
um sumarsins. Sproti frá Arbakka
og Aníta Aradóttir eru með tvo
bestu tímana í 300 metra stökki.
Besti tíminn kom á landsmótinu í
Reykjavík, 21,67 sek, en sá næst-
besti á stórmóti á Vindheimamel-
um. Þetta er annað árið í röð sem
Sproti og Aníta eiga besta tíma árs-
ins í 300 metra stökki. Axel Geirs-
son kom með nýjan spútník í
hlaupagreinamar Leiftur frá Nyk-
hól, og eiga þeir þriðja besta tím-
ann, 21,84 sek., sem fékkst á lands-
mótinu.
Kósi frá Efri-Þverá hefur verið
sigursæll á undanförnum árum og
hann er með besta tíma sumarsins
í 350 metra stökki, 24,34 sek.
Tímann fékk Kósi 31. ágúst á einu
af mörgum veðhlaupum Fáks.
Stúlkur virðast vera afar grimmir
knapar því að sem fyrr er sagt á
Aníta Aradóttir bestu tímana í 300
metra stökki, en Sylvía Sigur-
björnsdóttir var knapi á Kósa er
800 metra stökk. Gáska frá Þorkelshóli og Sigurþór Sigurðsson í besta 800
metra spretti sumarsins.
300 metra stökk. Sproti frá Arbakka náði besta tíma sumarsins í 300 metra
stökki og er he'r með knapanum Anítu Aradóttur.
fjórða besta tímann á Kná frá
Skáney, sem einnig er nýliði í
kappreiðum.
800 metra stökk
Heldur hefur hallað á keppni í
800 metra stökki í sumar. Fáks-
menn hafa öllu jafnan haft 800
metra stökk á dagskrá í veð-
hlaupum sínum, en síðari hluta
sumarsins var þátttaka ekki
nægileg og ekki var keppt í
greininni eftir 17. ágúst. Það er
synd því að 800 metra stökk er
hæfilega spennandi keppnisgrein
fyrir áhorfendur. í öðrum hlaupa-
greinum eru hestarnir varla
komnir af stað er þeir eru komnir
í mark og áhorfendur geta ekki
spýtt nægilega miklu magni af
adrenalíni út í blóðið til að fá
fram spennusjokk. Gáska frá
Þorkelshóli og Sigurþór Sigurðs-
son fengu besta tíma ársins á
landsmótinu í Reykjavík, 61,51
sek., og er það besti tími ársins
a.m.k. síðastliðin þrjú ár. Lýsing-
ur frá Brekku og Stígur Sæland
eru þekkt kappreiðapar og eru
með annan besta tíma sumarsins,
62,18 sek.
FREYR 13-14/2000 - 17