Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.12.2000, Qupperneq 37

Freyr - 15.12.2000, Qupperneq 37
WorldFengur - miðlægur og alþjóðlegur gagnagrunnur um íslenska hestinn WorldFengur er tölvukerfi á netinu sem opnar að- gang að gagnagrunni sem inniheldur upplýsingar um ís- lensk hross í aðildarlöndum FEIF. WorldFengur er samstarfsverkefni Bændasamtaka íslands og FEIF um uppbyggingu á miðlægu gagnagrunnskerfi sem á að inni- halda hross af íslenskum uppruna. I upphafi er aðeins gagnagrunnur Bændasamtakanna, Fengur, í grunninum. Smátt og smátt bætast síðan við í gagnagrunninn hross sem flutt hafa verið frá íslandi og afkomendur þeirra. Þar með bygg- ist upp gagnagrunnur aðildalanda FEIF sem heita á WorldFengur. Bændasamtök Islands hafa unnið að smíði tölvukerfisins og gagna- grunnsins WorldFengs á árinu 2000 og eru eigandi og umsjónar- aðili kerfisins. Gögnin verða hins vegar sameign þeirra landa sem gerast áskrifendur og leggja inn gögn. Þó að um einn gagnagrunn sé að ræða í eiginlegri merkingu þess orðs þá mun hvert land eiga og bera ábyrgð á sínum hluta grunnsins. Þetta má betur sjá á 1. mynd. Gagnagrunnur WorldFengs er heildarhringurinn. Innan hvers hluta eru síðan hross sem fæðst hafa eða eru í viðkomandi landi. Eignaraðild, ábyrgð, umsjón og að- gangsheimildir skiptast á milli landa miðað við þessa hluta grunnsins. Þannig hefur t.d. Dan- mörk umsjón með sínum hluta og ber ábyrgð á að fylgt sé eftir regl- um um skráningu. Þessu má líkja að nokkru leyti við landamæra- vörslu á milli ríkja þar sem eftirlit með einstaklingum færist á milli ríkja þegar hann flyst á milli þeirra. eftir Jón B. Lorange, forstöðu- mann tölvudeildar Bænda- samtaka íslands Hross komast aðeins inn í grunninn ef hægt er að rekja uppruna þeirra til hrossa sem flutt voru frá íslandi. WorldFengur er smíðaður með JDeveloper þróunarverkfæri frá Oracle. Gagnagrunnurinn er í Oracle 8i grunni. JDeveloper er tiltölulega nýtt þróunnarverkfæri sem gerir kleift að byggja upp tölvukerfí á netinu, þannig að hið eina sem þarf til að hafa aðgang að því er vefrápari og tenging við Intemetið. Notendur hafa beinan aðgang að miðlægum gagnagrunni - WorldFeng. Allar breytingar á gögnum koma fram samstundis hjá öllum notendum hvar sem er í heiminum. Og með sama hætti og allir notendur vinna í einum mið- lægum gagnagrunni nota allir not- endur nýjustu útgáfu tölvukerfisins þar sem WorldFengur uppfærist sjálfkrafa á netinu. Notendur þurfa aðeins að þekkja réttu slóðina að 1. mynd. Sjá texta. FREYR 13-14/2000 - 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.