Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.12.2000, Qupperneq 49

Freyr - 15.12.2000, Qupperneq 49
Hvað er meira hressandi en útreiðartúr á fögrum vetrardegi. (Ljósm. Jón Eiríksson, Búrfelli). Útflutningur Fjöldi útfluttra hrossa til ein- stakra landa er nokkuð breytilegur, flestir minni markaðir halda sínu nokkum veginn, auk þess sem Sví- þjóð heldur forystunni sem helsta útflutningslandið með 543 hross, sem er svipað og í fyrra. Utflutningur til Þýskalands dregst enn saman, en þó hefur farið þangað 361 hross það sem af er ári. Aukning er í útflutningi til Austur- ríkis, Belgíu, Færeyja, Kanada, Noregs og Bandaríkjanna, en Nor- egur og Bandaríkin eru nú í 3. og 4. sæti yfir þau lönd sem flest hross eru flutt til. Fleiri hross gætu verið farin til Bandaríkjanna en takmarkað pláss er í sóttkví þar ytra og bíða hross þess að komast út. Afsetning hrossa Staða kjötmála er góð um þessar mundir, útflutningur jókst á árinu óg greina menn hér aukinn áhuga á að koma hrossum í sláturhús. Meiri eftirspurn var eft- ir kjöti en hægt var að koma til móts við og var helst um að kenna flutningsgetu okkar sem er ekki nógu mikil. Frampartamir eru enn vandamál og þarf að fmna leið til að koma þeim í verð. Þreifað hefur verið á möguleik- um í Sviss en þar er almenn hefð fyrir neyslu hrossakjöts og virðist vera góður markaður fyrir folalda- kjöt. Gott verð er greitt fyrir hrossakjöt í Sviss. Gæöavottun Fimmtán hrossaræktarbú hafa hlotið gæðavottun á landnýtingu, sem er hluti af gæðastjórnunarkerfi í hrossaræktinni. Viðurkenningarn- ar vom afhentar á ársþingi LH af Guðna Ágústssyni landbúnaðar- ráðherra og Sveini Runólfssyni landgræðslustjóra. Formaður Fé- lags hrossabænda, Kristinn Guðna- son, fjallaði um gæðastýringuna í ávarpi sínu þar sem hann sagði að stefnt væri að því að gæðastýring yrði hagkvæm, einföld, skilvirk og síðast en ekki síst trúverðug. Einn- ig tóku til máls Ari Teitson, for- maður BÍ, og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sem kvaðst mjög ánægður með þróun mála í hrossaræktinni og að framtíðin lægi í gæðastýringu, góðri meðferð á hrossum jafnt sem landi. Búin sem hlutu viðurkenningu em: Hólaskóli, Kýrholt, Narfastað- ir, Ásgeirsbrekka, Þóreyjarnúpur, Fet, Kirkjubær, Þingnes, Hafsteins- staðir, Lundar II, Ytra-Skörðugil, Keldudalur, Jarðbrú, Bakki og Litli-Dalur. Mikill áhugi er fyrir verkefninu og nokkuð margir búnir að sækja um að vera með. Átaksverkefni Hulda Gústafsdóttir hefur verið ráðin til að stýra Átaksverkefni í hrossarækt sem er samvinnuverk- efni Félags hrossabænda, Lands- sambands hestamannafélaga, Fé- lags tamningamanna og Bænda- samtaka Islands og skipar hvert félag einn mann í stjórn. Fyrir hönd Félags hrossabænda situr Ármann Ólafsson í Litla-Garði í stjórn. Tvö verkefni voru sett á oddinn. I fyrsta lagi viðurkenning á Islandi sem upprunalandi ís- lenska hestsins og í öðru lagi stefnumótunarvinna og markaðs- setning samstarfs félaganna sem standa að verkefninu. Ráðgjafa- fyrirtækið KGMP hefur þegar haf- ið upphafsvinnu og skiptist það í þrjá meginþætti; stjórnunarlegt umhverfi, samkeppnisumhverfi og félagskerfi hestamanna. Ákveðið var að leigja skrifstofu fyrir Átaksverkefnið hjá Lands- sambandi hestamannafélaga í Iþróttamiðstöðinni í Laugardal. Að lokum Eins og áður hefur verið getið hætti Hulda G. Geirsdóttir störfum fyrir Félag hrossabænda í október sl. og þakkar stjórn félagsins henni gott og traust starf þann tíma sem hún vann fyrir félagið. Stjóm Félags hrossabænda þakk- ar öllum hrossaræktendum, sam- starfsaðilum sem og öðrum sam- starfið á árinu 2000 og óskar þeim velfamaðar á nýrri öld. FREYR 13-14/2000-49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.