Freyr - 15.12.2000, Page 50
Mat á holdafari hrossa
S
síðustu árum hefur orðið
viðhorfsbreyting hjá bæði
hestamönnum og almenn-
ingi hvað varðar fóðrun og aðbún-
að hrossa. Þetta kemur fram í kröf-
um um bætta forðagæslu og gæða-
stýringu í hrossarækt sem nú er far-
in í gang.
Skynsamleg fóðrun hrossa mun
ævinlega byggja að miklu leyti á
mati á holdafari einstakra hrossa,
þar sem fóðurþarfir eru mismun-
andi milli einstaklinga. Það hefur
tíðkast í gegnum tíðina að taka á
hrossum og fóðra samkvæmt því.
Hestamenn hafa þar byggt á eigin
reynslu og forfeðranna, oftast með
góðum árangri en stundum hefur
orðið misbrestur þar á.
Nú verður hins vegar ekki hjá
því komist að skilgreina og setja á
blað leiðbeiningar um þetta erfiða
og nokkuð viðkvæma mál, sem
mat á holdafari hrossa er. Leið-
beiningarnar eru ætlaðar hverjum
þeim sem fóðrar hross og sem
viðmiðun við forðagæslu og
gæðastýringu. Það er hrossaeig-
andinn eða aðili sem tekið hefur
að sér að fóðra hross fyrir aðra
sem er ábyrgur fyrir því að fóðr-
unin sé í lagi og þarf að vera dóm-
bær á hvað eru hæfileg hold á
hesti. Sú ábyrgð verður ekki færð
yfir á eftirlitsaðilann og framtíðar-
sýnin hlýtur að vera sú að opinbert
eftirlit sé ónauðsynlegt.
Eftirfarandi kvarði hefur verið
notaður undanfarin ár við Hóla-
skóla og er hann unnin með hlið-
sjón af erlendri fyrirmynd en sér-
staklega sniðinn að íslenskum að-
stæðum. (National Research Coun-
cil 1989. Nutrient Requirements of
Horses, (5th edition). National
Academy Press, Washington D.C.;
Pagan, J.D. (editor) 1998. Advanc-
es in Equine Nutrition, Kentucky
Equine Research, Notthingham
University Press, UK.)
eftir
Guðrúnu
Stefánsdóttur,
kennara
og
Sigríöi
Björnsdóttur,
dýralækni í
hrossa-
sjúkdómum,
Hólaskóla
Notkun á skalanum
Flest hross fá holdastig á bilinu
2-4. Sé hrossið með holdastig 2
er það í mjög slæmu fóðurástandi.
Þannig hross þarf að fóðra
sérstaklega, og þau geta ekki
gengið úti að vetrarlagi nema þau
komist í mjög gott skjól í eða við
hús. Holdastig 1-1,5 eiga ekki
að sjást og varða við dýraverndar-
lög.
Reiðhestshold eru eins og nafnið
bendir til hæfileg hold á hesti f
brúkun og einnig telst það holdafar
viðunandi fyrir útigönguhross að
vori. Hins vegar eru reiðhestshold
Vinsamlega athugið að Stóð-
hestaskýrsla og Fangvottorð eru
jafngild og er ætlast til að umsjónar-
menn stóðhesta skili ávallt inn stóð-
hestaskýrslu til skráningar. Fang-
vottorðið er hins vegar baktrygging
hryssueigenda vegna gæða-
knöpp að hausti, eigi hrossið að
ganga úti yfir veturinn. Hross sem
eru að fara á útigang þurfa síðla
hausts að hafa gott fítulag undir
húð (holdastig 3,5-4). Það virðist
auka kuldaþol þeirra og gerir þau
betur í stakk búin að standa af sér
illviðri.
Hafi hrossið holdastig 4 er það
orðið vel feitt og því vel undir
útigang búið. Astæðulaust er að
hross séu feitari en svo. Hross
sem eru með 5 í holdastig hafa
haft óhóflegan aðgang að fóðri og
telst það ekki góð meðferð enda
getur það komið niður á heilsufari
þeirra.
Aðbúnaður
Nú hefur tekið gildi ákvæði um
hrossaskjól í reglugerð um að-
búnað og heilbrigðiseftirlit
hrossa frá 1999. Reglugerðin
hefur verið kynnt ítarlega og nær
tveggja ára aðlögunartími var
veittur til að uppfylla skilyrði um
hrossaskjól. Forðagæslumenn
munu við komandi vorskoðun
afla upplýsinga um hrossaskjól
og þar sem þau eru óviðunandi
verður krafist skjótra úrbóta.
Sveitarstjórnum er heimilt að
banna útigöngu hrossa á viðkom-
skýrsluhalds ef umráðamaður stóð-
hests sinnir ekki því hlutverki sínu
að senda inn stóðhestaskýrslu.
Þessi eyðublöð má nálgast hjá bún-
aðarsamböndum eða á hrossa-
ræktarvef bondi.is.
Tilkynning
7/7 þátttakenda í
skýrsluhaldi í hrossarækt
50 - FREYR 13-14/2000