Freyr

Årgang

Freyr - 15.12.2000, Side 53

Freyr - 15.12.2000, Side 53
rekstri félaga í hestageiranum en LH, F.hrb. og FT hafa sameinast um skrifstofurekstur á einum stað í Laugardal. A árinu hefur mikið verið unnið í því áhersluverkefni að afla Islandi alþjóðaviðurkenningu sem upp- runaland íslenska hestsins. Lykil- atriði til þess hefur verið talið að hanna miðlægan gagnagrunn um íslenska hrossastofninn á heims- vísu og koma á fót alþjóðlegu skýrsluhaldi fyrir íslensk hross. Einnig að setja sérstaka reglugerð um þessi mál sem tryggi forystu og áhrif íslendinga við ræktun ís- lenska hestakynsins um framtíð og umfram allt tryggi rétta skilgrein- ingu á því hvað telst vera hreinn ís- lenskur hestur. Hér hefur mikið áunnist á árinu og ber þar hæst hinn fjölþjóðlega og netvædda gagna- grunn WorldFeng sem unnið var að allt þetta ár en forritun við hann er kostuð að stærstum hluta af átaks- verkefninu. Hér er um að ræða net- aðgengi að skilgreindri uppruna- ættbók íslenska hestakynsins, auk alþjóðlegs skýrsluhalds fyrir ís- lensk hross. Nú þegar eru öll ís- lensku gögnin komin á sinn stað og hvert landið á fætur öðru að undir- búa sig með að hlaða upplýsingum um íslensk hross erlendis þar inn. Sömu sögu er að segja um fyrr- nefnda reglugerð en undirbúningur hennar hefur staðið allt árið og verður hún væntanlega undirrituð af ráðherra á næstu vikum. Þá er reyndar ekki nema hálfur sigur unninn því að eftir er að fá hana samþykkta hjá Evrópusambandinu (ESB) og síðan einstökum löndum þar sem íslensk hross eru haldin. Gæðastýring hefur verið í und- irbúningi og þróun á árinu á þáttum sem taka á áreiðanleika ættar og uppruna, landnýtingu og umhirðu. Þessi vinna hefur verið í höndum Bændasamtaka Islands í samvinnu við Landgræðslu rikisins og em- bætti yfirdýralæknis. Tilraunaút- gáfa af öllu þessu ferli er nú í gangi. Þegar reynsla kemur á hana vorið 2001, en þá hafa fyrstu búin gengið alla leiðina, kemur í ljós hvemig markaðssetningu á þessu verður best háttað. Kemur þá vænt- anlega til kasta átaksins. Á t a k i ð hefur beitt sér fyrir undirbúningi á heildarstigun reiðkennslu frá byrjendum til atvinnumanna á ár- inu. Þar er í undirbúningi heildstætt menntunarkerfi fyrir hestamenn þar sem hvert námsstig er útfært í hörgul og allt nauðsynlegt náms- efni skal liggja fyrir. Fyrir tilstuðl- an átaksins var Hólaskóli fenginn til að vinna greinargerð um stöðu ' hestamenns^ FT . ^SFÉLAG HROSSABÆNDA w þessara mála, sérstaklega hvað áhrærir námsefnisgerð og koma með tillögur um vænlega vinnu- áætlun sem miði að því að kerfi þetta verði tilbúið sem fyrst. Greinagerðin liggur fyrir og vinna með útfærslu á hverju námsstigi, gerð námsefnis og tilraunakennslu fer væntanlega af stað á nýju ári. Allt það sem hér hefur verið nefnt snýst með einum eða öðrum hætti um markaðsstarf þó svo að það sé flokkað undir öðrum atriðum. I verkefnalista samningsins er samt sem áður talað um sérstakt kynn- ingar- og markaðsátak og nokkur atriði talin til undir þeim hatti. Nákvæm útfærsla á þessum atriðum bíður þess að stefnumótunarferlinu ljúki en örugglega mun þessi þáttur vega mikið á seinna tímabili átaksverkefnisins. Á þessu fyrsta ári var þó unnið í tveimur veigamiklum málum sem tilheyra þessum mála- flokki. Annars vegar er um að ræða stofnun einkahlutafélagsins Lands- mót ehf. þar sem átaksverkefnið lagði til stofnhlutafé. Með stofnun þessa hlutafélags er verið að stíga mikilvægt skref til þess að skerpa á rekstri landsmótanna til framtíðar, auk þess sem formlega er verið að skilgreina samstarf LH og BI um þessi mót sem hingað til hefur í raun verið óskilgreint. I annan stað tók átakið þátt í stofnun einkahlutafé- lagsins Eiðfaxa Net ásamt með Eið- faxa ehf. og Hestamiðstöð íslands. Hér er um að ræða það sem kalla má eina gátt inn í samfélagið um ís- lenska hestinn á netinu, e.k. gulu síð- ur hestamennskunnar. Takist vel til er ekki að því að spyija að hér er komið öflugt tæki til markaðssóknar íslenska hestsins á nýjum slóðum. I 3. gr. samningsins er kveðið á um að samningsaðilar muni leita eftir því við stjóm Framleiðnisjóðs landbúnaðarins að sjóðurinn veiti framlög til rannsóknarverkefna og rannsóknartengdra viðfangsefna sem tengjast átakinu. Rétt er að geta þess að á árinu fór af stað afar þýð- ingarmikið rannsóknarverkefni sem einmitt er styrkt fyrir fé úr Fram- leiðnisjóði, sem er sumarexem- rannsóknin á Keldum. Þetta rann- sóknarverkefni var að sjálfsögðu tilkomið allnokkru fyrir tilurð átaksins. Annað rannsóknatengt verkefni sem fór af stað í lok ársins, og einnig er á áherslulista átaksins yfir rannsóknir, er uppsetning á DNA-ætternisgreiningum út frá blóð- og hársýnum. Þetta tengist rannsóknarverkefni á Keldum um erfðabreytileika innan íslenska hrossakynsins og hlaut styrk úr stofnvemdarsjóði íslenska hestsins. Tilkynning 7/7 skýrsluhaldara og áhugafólks um hrossarækt Nánari upplýsingar um skýrslu- hald og þar með talið gæðaskýrslu- hald í hrossarækt má nálgast á hrossaræktarvef bondi.is. Töflu- og töluefni sem áður hefur verið gefið út í ritunum Hrossaræktin I og II birtist nú alfarið á hrossaræktavef bændasamtakanna www.bondi.is FREYR 13-14/2000 - 53

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.