Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.2000, Síða 56

Freyr - 15.12.2000, Síða 56
Kynbótamat í hrossarækt haustið 2000 Kynbótamat í hrossarækt var reiknað út á haustdögum að afloknum dómstörfum sumarsins. Niðurstöður liggja fyrir á tölvutæku formi í VeraldarFeng og IslandsFeng en einnig á nýupp- færðri heimasíðu hrossaræktarinn- ar á bondi.is. Með þeirri ódýru og hraðvirku útgáfu sem netið og geisladiskar eru hafa tölu- og töflu- ritin Hrossaræktin I og II runnið sitt skeið í óbreyttu formi. Sjálfsagt er þó að birta lista yfir allra efstu hrossin hér í Hrossaræktar-Frey og er það gert hér á eftir í nokkuð hefðbundnu formi. Almennt um niðurstöður Kynbótamatið er reiknað út eins og mörg undanfarin ár samkvæmt BLUP aðferðinni miðað við fjöl- breytu- einstaklingslíkan þar sem dómar á hrossum allt frá árinu 1961 og allar þekktar ættemisteng- ingar eru lagðir til grundvallar. Alls er um að ræða rétt um 100 þúsund hross þar sem kynbótadómur fylgir 17.462 þeirra. Prúðleiki á fax og tagl hefur þó einungis verið metinn frá árinu 1997 en hefur þegar sann- að gildi sitt. Hægt tölt og fet hefur verið stigað sérstaklega nú um 2ja ára skeið og virðast þær upplýsing- ar ætla að vera nytsamleg viðbót. Einn þáttur í þessu ferli er að gera einkunnir samanburðarhæfar án til- lits til aldurs hrossanna við dóm, kyns þeirra og sýningarárs. Með því að leiðrétta dómana fyrir sýn- ingarári má eyða áhrifum þess ef dómar liggja almennt lægra eða hærra einstök dómsár. Ekki síður er mikilvægt að jafna út mun sem stafar af því að hrossin eru á ólík- um aldri þegar þau koma til dóms. Til að skýra þetta enn frekar er gott að líta á raunverulegt dæmi og skoða hvernig hross af sitt hvom eftir Ágúst Sigurðsson, hrossa- ræktar- ráðunaut BÍ kyni og á mismunandi aldri þurfa að standa sig í kynbótadómi til þess að ná sama kynbótamati ef við ger- um ráð fyrir að bakgrunnur þeirra sé að öðm leyti nákvæmlega eins. Miðum við 4ra vetra hryssu sem nær 8,00 í aðaleinkunn í kynbóta- dómi. Væri hún 6 vetra þyrfti hún að ná 8,16 í aðaleinkunn til að koma eins út í kynbótamati. I töfl- unni hér fyrir neðan er sýnt hvemig þetta kemur út fyrir hin hefð- bundnu aldur-kyn flokkaskiptingu. Aldur Hryssur Hestar 4 vetra 8,00 7,98 5 vetra 8,08 8,16 6 vetra og eldri 8,16 8,27 Tekin var ákvörðun á síðasta vetri um að breyta stigun á vilja og geðslagi í þá veru að slá þessum þáttum saman. Hvað kynbótamatið varðar eru þessir þættir þó ennþá aðgreindir á hefðbundinn hátt en heildarvægi þeirra þó að sjálfsögðu samkvæmt nýju ræktunartakmarki. Þar eru dómar ársins 2000 með- höndlaðir á þann hátt að sama eink- unn er látin gild fyrir vilja og geðs- lag. Þetta er þó ekki fyrirkomulag til framtíðar en meira þarf að safn- ast inn af gögnum áður en hægt er að beita öðrum aðferðum. Skýringar við töflur Flokkun hrossa í töflur fylgir svipuðu sniði og verið hefur í Hrossaræktinni I en í töflunum birt- ast einungis þau hross sem tilheyra besta hluta hrossastofnsins, metið á mælistiku kynbótafræðanna. Þó er rétt að geta þess að í töflumar koma einungis hross sem hafa sjálf kyn- bótadóm en hins vegar geta verið þama hross sem flutt hafa verið úr landi eða em fallin, þá getur einnig verið um að ræða vanaða hesta. I 1. töflu koma stóðhestar sem eiga flest dæmd afkvæmi en það em þeir hestar sem eiga möguleika á að ná æðsta verðlaunastigi eða heiðurs- verðlaunum fyrir afkvæmi. I 2. töjlu em síðan þeir hestar sem eiga næg- an afkvæmafjölda til að koma til álita til 1. verðlauna fyrir afkvæmi en um nánari skilgreiningu þess verðlaunastigs er bent á reglur um verðlaunastig afkvæmahrossa hér á vefnum. í 3. töjlu em síðan ungu óreyndu stóðhestamir (og einhveijir geltir hestar einnig). Efstu hryssum- ar em í 4. töjhi. Að lokum er tafla með öllum hryssum sem standa það vel að vígi í kynbótamati haustið 2000 að ná afkvæmaverðlaunum, heiðursverðlaun og 1. verðlaun. ítrekað er að töflur með mun fleiri hrossum er að finna á bondi.is. Einstök atriði í töflum Fœðingarnúmer em átta stafa; fyrstu tveir stafimir eru síðari tveir stafir fæðingarársins, stafur þrjú er lykill fyrir kynferði, 1 er hestur, 2 er hryssa, næstu tveir stafir eru þjóðskrámúmer upprunahéraðsins og síðustu þrír stafir fæðingamúm- ersins eru númer úr raðnúmeraröð ræktanda hrossins. Najn og uppruni hrossanna kem- ur fyrir í næsta dálki. Hæð er kynbótamat eiginleikans hæð á herðar, það er metið sem Frh. á bls. 63 56 - FREYR 13-14/2000

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.