Freyr - 15.12.2000, Qupperneq 63
Hestamenn ársins!
sér um þetta val.
Einnig voru tilnefnd ræktunarbúin
Þúfa, Fet, Lækjarbotnar, Holts-
múli, Vötmúli, Auðsholtshjáleiga,
Þóreyjarnúpur, Hólar og Ket-
ilsstaðir. Að venju var hátíðin mjög
vel sótt og þótti takast afbragðs vel.
Ljósmyndir:
Eiðfaxi/Hulda G. Geirsdóttir.
Hin árlega uppskeruhátíð
hestamanna var haldin á
Broadway hinn 18. nóvem-
ber sl. Þar voru samkvæmt hefð til-
nefndir knapar og ræktunarmenn
ársins. Skeiðknapinn kunni og ný-
krýndur íslandsmethafi í 150 m.
skeiði, Logi Laxdal, var útnefndur
knapi ársins en auk hans voru til-
nefndir þeir Sigurbjöm Bárðarson,
Atli Guðmundsson, Vignir Jónas-
son, Hinrik Bragason,
Sveinn Ragnarsson og
Þórður Þorgeirsson. Það
eru hestafréttamenn sem
sjá um valið á knapa
ársins.
Titilinn ræktunarmenn
ársins hlutu að þessu sinni
bræðurnir Agúst og
Guðjón Sigurðarsynir í
Kirkjubæ en fagráð
Kynbótamat í hrossarækt...
Frh. afbls. 56
einn einstakur eiginleiki og hefur
því ekki áhrif á kynbótamat annarra
eiginleika né á kynbótamat aðal-
einkunnar. Kynbótamatið á hæð á
herðar er gefið upp í sentimetrum
og er tölustærðin óháð mæliaðferð
(band eða stöng).
Kynbótamat er reiknað út fyrir
alla eiginleika dómstigans, þ.e. höf-
uð, háls, herðar og bóga, bak og
lend, samræmi, fótagerð, réttleika,
HÓfa og prúðleika á fax og tagl og
kostina: Tölt, Hægt tölt, brokk,
skeið, stökk, vilja, geðslag, fegurð í
reið og fet og loks fyrir kynbótamat
aðaleinkunnar. Rétt er að benda á
að gefið er upp aðskilið kynbóta-
mat fyrir vilja og geðslag þrátt fyrir
að þessir eiginleikar séu nú stigaðir
saman. Þetta mun væntanlega
breytast á næstu ámm.
Afkvœmi dœmd = D, segir til um
fjölda fulldæmdra afkvæma hross-
anna sem í hlut eiga. Með saman-
burði á þessum dálki við síðasta
dálkinn er hægt að fá hugmynd um
hversu vel afkvæmi undan einstök-
um hrossum skila sér til dóms.
Öryggi í kynbótamati aðaleink-
unnar = Ö, er gefið upp sem hundr-
aðshluti (%) og segir til um hve
miklar líkur em á að hið metna kyn-
bótagildi (útreiknaða) sé hið raun-
vemlega kynbótagildi gripsins er í
hlut á.
Afkvœmi skráð = A, merkir
hversu mörg afkvæmi hrossið á í
Feng þegar uppgjör fór fram.
Tákn fremst í línum merkja:
- Hrossið er dautt.
# Hrossið hefur verið selt úr landi.
* Um gelding er að ræða sem þó
hefur verið heill um eitthvert
skeið ævinnar og getið af sér af-
kvæmi.
FREYR 13-14/2000 - 63