Freyr

Volume

Freyr - 01.05.2001, Page 6

Freyr - 01.05.2001, Page 6
Breytingar á starfsemi tilraunabúsins á Hesti S nýliðnu hausti var undir- ritaður samstarfssamn- ingur milli Rannsókna- stofnunar landbúnaðar- ins (RALA) og Landbúnaðarhá- skólans á Hvanneyri (LBH) um kennslu, rannsóknir og þróun í sauðfjárrækt. Stofnanimar munu standa saman að starfsemi tilrauna- búsins á Hesti með það að mark- miði að efla sauðfjárræktina með sameiginlegu átaki. I tengslum við þetta samstarf hefur Emma Eyþórs- dóttir verið ráðin faglegur yfirmað- ur starfseminnar og starfar hún að hálfu við hvora stofnun frá síðustu áramótum. Þriggja manna fag- nefnd verður til ráðuneytis um mót- un samstarfsins og forgangsröðun verkefna en hana skipa, Sigurgeir Þorgeirsson fyrir hönd Bændasam- taka íslands, Jóhannes Svein- bjömsson, fyrir hönd RALA, og Torfi Jóhannesson fyrir hönd LBH. Samkvæmt samkomulaginu mun RALA áfram sjá um rekstur til- raunabúsins á Hesti en báðar stofn- Emma Eyþórsdóttir, RALA og Landbúnaðar- háskólanum á Hvanneyri anir munu nýta aðstöðuna þar til rannsókna, kennslu og námskeiða- halds. Fjárbúskap hefur verið hætt á Hvanneyri og Landbúnaðarhá- skólinn mun því nýta tilraunabúið á Hesti eitt sem kennslubú. Unnið verður sameiginlega að rannsókna- og þróunarverkefnum og fyrirhug- að er að gera starfsáætlanir til nokkurra ára í senn þar sem fram koma helstu áhersluatriði hverju sinni. Sérfræðingur á sviði sauð- fjárræktar mun starfa á Hvanneyri og Hesti í sameiginlegu umboði beggja stofnana og hafa umsjón með verkefnum á Hesti hverju sinni, bæði á sviði rannsókna og kennslu. Gengið verður frá ráðn- ingu í þetta starf innan skamms. Við mótun starfsáætlana og val verkefna verður tekið mið af stefnu fagráðs í sauðfjárrækt og stefnt er að reglulegu samráði við fagráðið og samtök sauðfjárbænda. Einnig er fyrirhugað að efla kynningarstarf þar sem starfsemi tilraunabúsins verði kynnt fyrir bændum og al- menningi, m.a. með virkri heima- síðu á netinu og skipulögðum kynn- ingarviðburðum, þannig að bændur og ráðunautar geti fylgst með starfseminni og afrakstri hennar. Leitast verður við að flétta rann- sóknaverkefni nemenda á háskóla- stigi inn í starfsemina á sem flest- um sviðum sauðfjárræktar. Mögu- legt verður innan tíðar að stunda framhaldsnám til meistaraprófs við LBH í samstarfi við aðra háskóla og er aðstaðan og rannsóknastarfið á Hesti mikilvægur liður í að skapa möguleika til framhaldsnáms á sviði sauðfjárræktar. Áfram verður unnið að ræktun sauðfjár með tilliti til kjötgæða, sem hefur verið aðalsmerki starfs- ins á Hesti í áratugi og hefur skilað fjölda kynbótagripa inn í sauðfjár- ræktina. Unnið er að mótun stefnu fyrir starfsemina næstu árin og meðal viðfangsefna, sem þar eru til umræðu, eru nýting upplýsinga úr gæðastýrðri framleiðslu til hags- bóta fyrir búreksturinn og markviss nýting fóðurs og beitar til fram- leiðslu á gæðaafurðum. Það er von okkar sem stöndum að þessu samstarfi að þessar breyt- ingar muni skila sér í auknum krafti rannsókna- og þróunarstarfs í sauð- fjárræktinni til hagsbóta fyrir sauð- fjárbændur í landinu. íslenskir vís- indamenn hafa jafnan staðið fram- arlega á sviði rannsókna í sauðfjár- rækt og þeirri stöðu viljum við halda. Sauöburöarkver Höfum á boðstólum "Sauðburðarkver" eftir Sigurð Sigurðarson, dýralækni, 100 bls. í stóru broti, hagnýtt rit fyrir aila fjáreigendur. Verð kr. 890, sendingarkostnaður innifalinn. Bændasamtök íslands. Sími 563 0300. Bréfsími 562 3058. Netfang: sth.@bondi.is 6 - FR€YR 6-7/2001

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.