Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2001, Blaðsíða 6

Freyr - 01.05.2001, Blaðsíða 6
Breytingar á starfsemi tilraunabúsins á Hesti S nýliðnu hausti var undir- ritaður samstarfssamn- ingur milli Rannsókna- stofnunar landbúnaðar- ins (RALA) og Landbúnaðarhá- skólans á Hvanneyri (LBH) um kennslu, rannsóknir og þróun í sauðfjárrækt. Stofnanimar munu standa saman að starfsemi tilrauna- búsins á Hesti með það að mark- miði að efla sauðfjárræktina með sameiginlegu átaki. I tengslum við þetta samstarf hefur Emma Eyþórs- dóttir verið ráðin faglegur yfirmað- ur starfseminnar og starfar hún að hálfu við hvora stofnun frá síðustu áramótum. Þriggja manna fag- nefnd verður til ráðuneytis um mót- un samstarfsins og forgangsröðun verkefna en hana skipa, Sigurgeir Þorgeirsson fyrir hönd Bændasam- taka íslands, Jóhannes Svein- bjömsson, fyrir hönd RALA, og Torfi Jóhannesson fyrir hönd LBH. Samkvæmt samkomulaginu mun RALA áfram sjá um rekstur til- raunabúsins á Hesti en báðar stofn- Emma Eyþórsdóttir, RALA og Landbúnaðar- háskólanum á Hvanneyri anir munu nýta aðstöðuna þar til rannsókna, kennslu og námskeiða- halds. Fjárbúskap hefur verið hætt á Hvanneyri og Landbúnaðarhá- skólinn mun því nýta tilraunabúið á Hesti eitt sem kennslubú. Unnið verður sameiginlega að rannsókna- og þróunarverkefnum og fyrirhug- að er að gera starfsáætlanir til nokkurra ára í senn þar sem fram koma helstu áhersluatriði hverju sinni. Sérfræðingur á sviði sauð- fjárræktar mun starfa á Hvanneyri og Hesti í sameiginlegu umboði beggja stofnana og hafa umsjón með verkefnum á Hesti hverju sinni, bæði á sviði rannsókna og kennslu. Gengið verður frá ráðn- ingu í þetta starf innan skamms. Við mótun starfsáætlana og val verkefna verður tekið mið af stefnu fagráðs í sauðfjárrækt og stefnt er að reglulegu samráði við fagráðið og samtök sauðfjárbænda. Einnig er fyrirhugað að efla kynningarstarf þar sem starfsemi tilraunabúsins verði kynnt fyrir bændum og al- menningi, m.a. með virkri heima- síðu á netinu og skipulögðum kynn- ingarviðburðum, þannig að bændur og ráðunautar geti fylgst með starfseminni og afrakstri hennar. Leitast verður við að flétta rann- sóknaverkefni nemenda á háskóla- stigi inn í starfsemina á sem flest- um sviðum sauðfjárræktar. Mögu- legt verður innan tíðar að stunda framhaldsnám til meistaraprófs við LBH í samstarfi við aðra háskóla og er aðstaðan og rannsóknastarfið á Hesti mikilvægur liður í að skapa möguleika til framhaldsnáms á sviði sauðfjárræktar. Áfram verður unnið að ræktun sauðfjár með tilliti til kjötgæða, sem hefur verið aðalsmerki starfs- ins á Hesti í áratugi og hefur skilað fjölda kynbótagripa inn í sauðfjár- ræktina. Unnið er að mótun stefnu fyrir starfsemina næstu árin og meðal viðfangsefna, sem þar eru til umræðu, eru nýting upplýsinga úr gæðastýrðri framleiðslu til hags- bóta fyrir búreksturinn og markviss nýting fóðurs og beitar til fram- leiðslu á gæðaafurðum. Það er von okkar sem stöndum að þessu samstarfi að þessar breyt- ingar muni skila sér í auknum krafti rannsókna- og þróunarstarfs í sauð- fjárræktinni til hagsbóta fyrir sauð- fjárbændur í landinu. íslenskir vís- indamenn hafa jafnan staðið fram- arlega á sviði rannsókna í sauðfjár- rækt og þeirri stöðu viljum við halda. Sauöburöarkver Höfum á boðstólum "Sauðburðarkver" eftir Sigurð Sigurðarson, dýralækni, 100 bls. í stóru broti, hagnýtt rit fyrir aila fjáreigendur. Verð kr. 890, sendingarkostnaður innifalinn. Bændasamtök íslands. Sími 563 0300. Bréfsími 562 3058. Netfang: sth.@bondi.is 6 - FR€YR 6-7/2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.