Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.2001, Qupperneq 7

Freyr - 01.05.2001, Qupperneq 7
Þar sem smjör drýpur af hverju strái - 2. hluti - sauðfjárrækt Sagt frá ferð til Nýja-Sjálands f nóvember 2000 Nýsjálensk sauðfjárrækt Nýja-Sjáland er mikið sauðfjár- ræktarland, eins og alkunna er, og byggir landbúnaður í Nýja-Sjálandi aðallega á grasrækt. Féð gengur úti árið um kring, kemur aldrei á hús og fóðrun er sáralítil; höfuðáhersla lögð á skipulagða skiptibeit. Það má heita meginregla að reka saman sauðfjár- og nautakjötsfram- leiðslubú; hrein bú af hvorri tegund eru fátíð á Norðureynni en algeng- ari á Suðureynni þar sem búin eru stærri. Með þessu móti fæst hag- kvæmari landnýting. I júní 1999 (en þá er safnað töl- um um fjárfjölda sem samsvarar okkar tölum) voru um 45 milljónir fjár í landinu. Framleiðsluverð- mæti sláturafurða og ullar af þess- um bústofni var um 175-190 millj- arðar kr. og útflutningstekjur um 25% af heildarvöruútflutningi. Það eru um 17.000 sauðfjár- og nautagripabú í landinu, sem flest eru fjölskyldubú. Meðalbúið er um 550 ha að stærð með 2.830 fjár og 230 nautgripi, og á slíku búi teljast vera 1,5 ársverk. í meðalárferði er framleiðslan til sölu 13.900 kg af ull, 1.590 lömb, 650 ær og 110 nautgripir. Allar þessar stærðir eru þó mjög breytilegar eftir landshlut- um, staðháttum og milli einstakra búa. Til eru bú með tugi þúsunda fjár, sem þó eru oftast rekin af fyr- irtækjum, en fjölskylduformið er algengast. Mikill munur er á búskap á Norð- ureyju og Suðureyju. A Suðureyju er landslag hrjóstugra, jarðir miklu stærri og færri og meira beitt á óræktað land og fjalllendi. Þar eru hjarðimar mun stærri og aðalfjár- kynin Merino og Romney en Romney á Norðureyju. Tafla 1 hér GuðmundurJóhannesson og Runólfur Sigursveinsson, Búnaðarsambandi Suðurlands og Sigurgeir Þorgeirsson, Bændasamtökum Islands að neðan gefur nokkra hugmynd um mismunandi búskaparlag á eyj- unum. Sauðfjárkyn Eins og að framan greinir eru Romney og Merino helstu fjárkyn- in, en þau em þó miklu fleiri og er talað um 19-20 helstu fjárkyn. Öll eiga þau uppruna sinn annars stað- ar, aðallega í Evrópu. Algengt er á Norðureyju að bændur stundi blendingsrækt, a.m.k. að hluta, og halda Romney ánum undir hrúta af holdakynjum til að fá vaxtarmeiri og betur gerð lömb. Lengi var Southdown helsta kynið til slíkrar blöndunar; það er sérlega smágert og vel vaxið, en samfara því að stefna að meiri fall- þunga og fituminni skrokkum hafa Suffolk, Oxford Down og síðar Texel orðið vinsælli. Þá hafa Nýsjálendingar ræktað fram ný sauðfjárkyn með blöndun tveggja eða fleiri kynja, en dæmi um það er Coopworth sem er blanda af Romney og Border Leic- ester. Þrátt fyrir strangar sóttvarnar- reglur og mikla varfæmi á því sviði hafa Nýsjálendingar flutt inn ný kyn á síðari árum, og má þar nefna Texel (holdakyn), Finnska land- kynið (frjósamt) og East Friesian (frjósamt mjólkurkyn), og einn ræktunarbónda heimsóttum við sem vinnur að framræktun á nýjum stofni með því að blanda: Texel x Finnskt fé x East Friesian x Romney. Kynbætur í háskólanum í Massey hlýddum við á stutt erindi um kynbætur sauðfjár, en þær em ekki skipulagð- ar á landsvísu líkt og við þekkjum hér. Prófessorinn lýsti því hve sjón- armið ræktenda væm mismunandi, Tafla 1. Nokkur einkenni á sauðfjár- Suður- og Norðureyju og nautagripabúum á Suðure.vji a Norðureyja Meðalstærð (ha) 9.200 400 Fjöldi fjár 8.600 2.500 Fjöldi nautgripa 360 375 Fædd lömb á 100 ær 80 110 Fjárkyn (meginstofn) Merino Romney Tekjuskipting: Ull 63% 19% Sala fjár (aðallega kjöt) 20% 37% Sala nautgripa (aðallega kjöt) 13% 35% Annað 4% 9% pRGVR 6-7/2001 - 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.