Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.2001, Side 14

Freyr - 01.05.2001, Side 14
sumpart blautu rúlluheyi fram eftir löngum görðum hefur reynst mörg- um bóndanum erfið vinna og tíma- frek. Sumir bændur hafa komið sér upp tækni er léttir af mesta erfið- inu, s.s. ýmiss konar fóðurvögnum. Fljótlega fóru menn einnig að prófa gjafagrindur til að gefa rúllur í í heilu lagi. Hér á eftir er stutt yfirlit um reynslu af mismunandi gerðurn gjafagrinda, en nánari tilraunanið- urstöðum hefur áður verið gerð grein fyrir (Jóhannes Sveinbjörns- son 1996, 1997). Fyrst var einkum um að ræða grindur sem voru tiltölulega ein- faldar, gjarnan hringlaga, og ekki gert ráð fyrir því að rúllan væri unnin niður á neinn hátt. Þessar grindur hafa reynst ágætlega til notkunar utandyra og í taðhúsum, en í húsum með trérimlum, og þó einkum stálristum, er notkun þeirra vandkvæðum háð vegna mikils slæðings. Einnig er á þessu sá ann- marki að sauðfé á erfitt með að ná alla leið inn í miðju rúllunnar í svona grindum, þó svo að það sé ekki vandamál fyrir stórgripi. Á þessu síðarnefnda vandamáli var ráðin bót með nýrri gerð af gjafa- grind sem var hönnuð af Magnúsi Kristjánssyni, bónda í Hraunsmúla í Kolbeinsstaðahreppi, en smíðuð af Vímeti hf. Grind þessi rúmar einn rúllubagga og úr henni geta ét- ið 20-25 kindur í einu. Grindin er ferköntuð, tvær hliðar liennar fast- ar, en hinar tvær geta gengið inn og því þrengist grindin smám saman eftir því sem heyið ést úr henni. At- huganir voru gerðar á notkun þess- arar grindar á Hvanneyri veturna 1994-’95 og á Hvanneyri og Hesti veturinn 1995-’96. Þó svo að slæð- ingur væri minni úr þessari grind heldur en fyrri gerðum gjafagrinda, var hann þó það mikill að hann skapaði vandamál, einkum á Hesti þar sem stálristar eru í gólfi. Þær stífluðust tiltölulega fljótt ef ekki var sópað nánast daglega. Því fór af stað vinna við að þróa aðra gerð gjafagrinda sem var byggð upp á svipaðan hátt og sú fyrri nema hvað hún var tvöfalt lengri og með slæðigrindum á langhliðum, en skammhliðar vom lokaðar. Rúllan var þá skorin niður í miðju og jöfn- uð gróflega og slæðigrindur svo lagðar ofan á. Slæðingur var mun minni í þessari gjafagrind heldur en fyrri útfærslu og í tilraunum kom ekkert fram sem benti til þess að fóðrun á gjafagrindum gæti ekki skilað sambærilegum árangri varð- andi þrif og afurðir og hefðbundin fóðrun á garða (Jóhannes Svein- bjömsson 1996, 1997). Síðartalda gerð gjafagrindarinnar var svo þróuð áfram af Vímets- mönnum í mjög góðu samstarfi við bændur. Báðar gerðirnar eru á markaði og hafa selst í þónokkmm mæli. Þessu til viðbótar má nefna að bændur hafa líka smíðað ýmiss konar útfærslur af gjafagrind- um/jötum sem sérstaklega eru hugsaðar til gjafa á rúlluböggum. Eitt einfaldasta formið er að gefa rúllurnar á nk. fóðurgang/garða sem er um 1,3-1,5 m á breidd. Þá er rúllunum ekið eða ýtt eða þær hífðar inn á þennan gang og dreift úr þeim eftir atvikum. Jötustokkur- inn má vera 30-40 cm á hæð til að féð nái niður. Hæð jötustokksins er það sem takmarkar hversu þykkt lag af heyi má setja í jötuna, án þess að slæðingur fari að verða vandamál. Ef heyið nær upp fyrir jötustokkinn draga kindumar það í stórum stíl niður á gólf. Rúlla sem er 1,2 m í þvermál er 60-70 crn á hæð þegar búið er að skera hana niður í miðju og fletta henni út. Þetta þýðir að flytja þarf a.m.k. helminginn af rúllunni til í jötunni til þess að yfirborð heysins verði ekki hærra en jötustokkurinn. Síð- an, þegar étist hefur úr hliðum rúll- unnar, þarf að moka því sem er á miðju jötunnar út til hliðanna svo að féð nái í það. Þetta er auðvitað þónokkur vinna, en þó trúlega minni heldur en að bera hey fram á garða. Ástæðan fyrir því að ein- hverjir velja svona lausn fremur en t.d. Vírnets-grindurnar er væntan- lega munur á stofnkostnaði. Það sem Vírnets-grindurnar hafa hins vegar fram yfir þessa lausn tækni- lega séð er einkum tvennt: Hæð jötustokks er stillanleg, þannig að rúllan, skorin niður í miðju (60-70 cm), nær ekki upp fyrir jötustokkinn sé hann í efstu stillingu. Grindin „mjókkar" eftir því sem ést úr henni og því nær féð að klára heyið úr henni, án þess að þörf sé á að moka heyinu til. Hagkvæmni gjafagrinda Vinnumagn við gjafir á rúllu- böggum, ef engin sérstök tækni er notuð, liggur einhvers staðar á milli gjafa á þurrheyi og votheyi, eða um 30 mín/dag/100 kindur, eins og sjá má í 7. töflu hér að framan. Ef not- uð er sú tækni að gefa í gjafagrind- ur með slæðigrindum, þar sem rúlla er skorin niður í miðju, þá er vinn- an við heyfóðrun um 10 mín/dag. Vinnuspamaðurinn er þá um 20 mín/dag/100 kindur. Á 600 kinda búi eru þetta 120 mín., eða 2 klst. á dag. Ef við gefum okkur að féð sé á innistöðu 200 daga á ári þá em það 400 vinnustundir á ári sem sparast. Spurningin er svo bara hvort og hvemig menn reikna þennan spar- aða tíma til verðs. Við magninnkaup hafa gjafa- grindur frá Vímeti með slæðigrind- um verið boðnar á um 125.000 kr. án vsk. Við hverja grind eru að jafnaði um 60-70 kindur sem þýðir að stofnkostnaður á kind er um 2000 krónur. Til samanburðar hefur verið áætlað að stofnkostnaður við hefðbundinn garða sé um 1000 kr. á kind. Mismunurinn er þá um 1000 kr. á kind. Við skulum gera ráð fyr- ir að hvort tveggja geti enst í 20 ár, sem er þó sennilega vanáætlað fyrir gjafagrindina, en kannski ofáætlað fyrir garðann. Þessi viðmiðun er notuð því að þetta er algengur af- borgunartími lána sem Lánasjóður landbúnaðarins veitir til fjárhús- bygginga eða endurbóta á fjárhús- um. Afborgun af slíku láni er þá 5% á ári og vextir eru 3,3%. Greiðslubyrði á ári er því samtals 14 - pR€VR 6-7/2001

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.