Freyr - 01.05.2001, Blaðsíða 41
ekki talið aðalsmerki hálf-
bræðra þeirra. Leiri er öllu
meiri kind, með fádæma
góða afturbyggingu, læra-
hold með því besta sem
finnst og skipaði fjóra sæti
hrúta í sýslunni. Dúlli er
einnig mjög sterk holda-
kind en eins og margir
Garpssynir ekki útlögu-
mikill. Fantur 99-059 í
Fagurhlíð er einnig mjög
fönguleg og fögur kind.
Flann er sonur Kögguls
97-050 þar heima. Eins og
ætíð var öflugur hrúta-
kostur hjá þeim bræðrum í
Þykkvabæ III og voru þar
bestir Sjóli 99-407, sonur
Mola 93-986, Hólmi 99-
405, sonur Stubbs 96-815
og Ýlir 99-403 sonur
Garps 92-808, allir ákaf-
lega þroskamiklir, vel
gerðir og ræktarlegir.
Eins og oft áður var at-
hyglisverðustu hrútana í
sýslunni að finna á Borg-
arfelli í Skaftártungu. Þar
kom sá hrútur sem skip-
aði að þessu sinni efsta
sæti í sýslunni, Nökkvi
99-609. Þessi hrútur er
með feikilega góða gerð,
útlögumikill með nrjög
breitt og holdfyllt bak,
mikil malahold og frábær
lærahold. Nökkvi er son-
ur Ögra 97-533, sem at-
hygli vakti veturgamall
haustið 1998, sonur Búts
93- 982, en móðurfaðir
Nökkva var Álfur 87-910.
Gnýr 99-608 er einnig
feikilega athyglisverð
kind, með þykkasta bak-
vöðva allra hrúta í sýsl-
unni og frábær bakhold,
en vantar nokkuð á að
vera jafnoki Nökkva í
lærafyllingu. Gnýr er son-
ur Kúnna 94-997. Þá er
Hreinn 99-615, sem er
kollóttur sonur Svepps
94- 807, feikilega föngu-
Fleygur 99-578, Krikjubæjarklaustri.
Gnýr 99-608, Borgarfelli, Skaftártungu.
Hreinn 99-615, Borgarfelli, Skaftártungu.
Nökkvi 99-609, Borgarfelli, Skaftártungu.
leg kind. Hann er mjög
lágfættur, útlögumikill og
bakbreiður, með góð
lærahold og mikla og
góða ull og var þriðji í röð
hrútanna í sýslunni. í Út-
hlíð voru Jaki 99-584 og
Dalur 99-585 athyglis-
verðastir. Jaki er sonur
Munks 97-539, sem vakti
verðskuldaða athygli þeg-
ar hann var á sama aldri
og því sonarsonur Mjald-
urs 93-985. Dalur er son-
ur Hams 98-557 og sonar-
sonur Garps 92-808, en
unr glæsilegar niðurstöð-
ur úr afkvæmarannsókn
Dals má lesa á öðrum stað
í blaðinu. Þá voru nokkrir
mjög athyglisverðir hrút-
ar á Snæbýli I.
í Álftaveri báru af tveir
kollóttir hrútar í Hraun-
gerði. Neisti er undan
Svepp 94-807. Þessi hrút-
ur er mjög jafnvaxinn með
miklar útlögur, breitt hold-
gróið bak og mjög góð
lærahold og skipaði hann
annað sæti hrúta í sýsl-
unni. Glampi, sem er und-
an Búra 94-806, er ennþá
þroskameiri einstaklingur,
var 102 kg að þyngd,
gríðarlega bollangur með
mikla holdfyllingu en
talsvert síðri ull en Neisti.
Hrútakostur í Mýrdaln-
um stóðst vart samanburð
við hrútana austan sands
þegar litið er til bestu ein-
staklinganna. Bestu hrút-
arnir þar voru í Kerlinga-
dal, Pétursey og á Heið-
arbæjunum.
pR€VR 6-7/2001 - 41