Freyr - 01.05.2001, Side 45
2000 var á Skeiðum. Þar
var Bjalli 99-120 hjá Jóni í
Skeiðháholti sá hrútur sem
skipaði efsta sætið og
stigaðist jafnframt hærra
en nokkur annar veturgam-
all hrútur á Suðurlandi.
Þetta er feikilega föngu-
legur hrútur, með ágætar
útlögur, gríðarlega þykkan
og vel lagðaðan bakvöðva,
góð malahold og einstök
lærahold. Aðal galli sem
benda má á hjá honum er
smávægileg gulka í ull.
Þessi úrvalskind er undan
Garp 92-808 eins og fleiri
af toppunum þetta haustið.
Bjalli fær að sanna ágæti
sitt í samkeppni við fleiri
topphrúta í afkvæma-
rannsókn í Háholti. Jökull
á Ósabakka átti mikinn
hrútakost. Gimli er frá Kíl-
hrauni undan Dreng þar.
Þessi hrútur er kattlágfætt-
ur, samanrekinn og nánast
vöðvabúnt en ef til óþarf-
lega bolstuttur. Gimla var
skipað í 5. sæti og verður í
afkvæmasamanburði úr-
valshrúta í sýslunrú. Tand-
or er miklu vænni kind,
aðeins þröngur í fram-
byggingu, eins og hann á
kyn til, en feikilega bak-
þykkur með mikil læra-
hold og mjög bollangur og
var 10. í röð hrútanna í
sýslunni. Tandor er undan
Hörva 92-972. Garri á fé-
lagsbúinu á Hlemmiskeiði
er væn glæsikind með
mikla vöðvasöfnun en
hann er sonur Amors 94-
814.
í Gnúpverjahreppi voru
nokkrir mjög góðir hrút-
ar. Þróttur hjá Sigurði á
Hæli er ákaflega ræktar-
leg kind með feikilega
góða holdfyllingu í aftur-
hluta, en hrútur þessi er
fæddur Hjalta Gestssyni.
Sigurður sýndi einnig
Dalur 99-744, Vogsósum, Árn.
Geisla sem er mjög vel
gerður og samanrekinn
holdaköggull. Kútur 99-
648 á Hæli III hjá Birki er
mjög vel gerð kind með
feikimiklar útlögur og
breitt bak. Sómi í Eystra-
Geldingaholti er ákaflega
jafnvelgerður og ræktar-
legur og eigendum til
mikils sóma en hann er
sonur Stubbs 95-815.
Bjartur 99-057 hjá
Magnúsi á Miðfelli bar af
hrútunum í Hrunamanna-
hreppi. Hann er ákaflega
vel þroskaður með gríð-
armiklar útlögur, múrað-
ur í holdum, með mjög
þykkan bakvöðva og
feikilega öflugan lær-
vöðva og bollangur. Þessi
hrútur skipar annað sæti
hrúta í sýslunni. Bjartur
er undan Mola 93-986.
Magnús sýndi einnig
Svan, sem einnig er mjög
góð kind að allri gerð en
hann er undan Amor 94-
814. í Hrepphólum voru
sýndir tveir mjög vel
gerðir synir Stubbs 95-
815 sem heita Jaki og
Stubbur 99-194.
Besti hrúturinn í Bisk-
upstungum var Skalli í
Bræðratungu, en þessi
kollur er sonur Bassa 95-
821, gríðarlega bollangur
og vel gerður með þræl-
öflug lærahold.
í Laugardal voru mjög
góðir hrútar þó að ekki
væru þeir alveg jafnokar
veturgömlu hrútanna þar
haustið áður. Böðmóðs-
staðahrútarnir Stabbi,
Snillingur 99-086 og
Torfi eru hver öðrum
betri kindur, feikilega vel
þroskaðir og vel gerði.
Stabbi er undan Stubb
95-815 en hinir tveir syn-
ir Stefnis 98-082 sem
gerðir garðinn frægan á
síðasta ári. Stabbi var í 8.
og Snillingur í 9. sæti við
röðun veturgömlu hrút-
anna í sýslunni. Bjartur
hjá Björgu og Snæbirni í
Efstadal er einnig mjög
eftirtektarverð kind.
Hann er fádæma vænn
(109 kg), bollangur með
ótrúlega breitt og mikið
bak, en tæpast eins öflug-
ur í lærum og sumir hálf-
bræðranna því að hann er
sonur Garps 92-808, en
hins vegar er hann með
betri ull en margir þeirra.
Kollóttu hrútarnir í
Vogsósum veita ætíð
eftirtekt. Þar var Dalur
99-744 bestur í haust.
Feikilega þroskamikill og
vel gerð kind þó að læra-
hold stæðust tæpast sam-
jöfnuð á við bestu hyrndu
hrútana í héraði. Dalur er
sonur Svepps 94-807.
Hnoðri 99-746, sem er
hymdur undan Mola 93-
986, er samanrekinn
holdahnaus en full stuttur.
Eins og ráða má af text-
anum hér að framan em
áhrif sæðinga á hrúta-
stofninn feikilega mikil.
Þó að ættfærsla hrútanna
sé því miður alltof brota-
kennd víða þá er samt rétt
um helmingur vetur-
gömlu hrútanna, sem
fengu I. verðlaun, skráðir
beint undan stöðvarhrút-
unum. Eins og á síðasta
ári er langstærsti bræðra-
hópurinn undan Mola 93-
986 og Mjaldur 93-985
kemur nú einnig, þegar
hann kom til notkunar á
öðru svæði, með feiki-
lega stóran hóp sona.
Listi um hrútana, sem
eiga fleiri en 20 vetur-
gamla hrúta meðal 1.
verðlauna hrútanna fylgir
hér á eftir: Synir
Moli 93-986 121
Baldur 93-985 78
Stubbur 95-815 73
Bjartur 93-800 69
Möttull 94-827 65
Garpur 92-808 62
Austri 98-831 46
Atrix 94-824 42
Djákni 83-983 40
Bjálfi 95-802 37
Sveppur 94-807 35
Sunni 96-830 35
Ljóri 95-828 34
Njóli 93-826 30
Fjarki 92-981 29
Flekkur 89-965 26
Amor 94-814 24
Bassi 95-821 24
pR€YR 6-7/2001 - 45