Freyr - 01.05.2001, Page 51
Baldur 95-281 var með
133 í heildareinkunn, en
hann er sonur Gosa 91-
945. Grettir 94-275 var
með 123 í einkunn en
hann er undan Fóstra 90-
943, en báðir þessir hrútar
höfðu áður rækilega
sannað ágæti sitt í
hliðstæðum rannsóknum.
I mjög stórri rannsókn á
Efri-Fitjum stóð Moli 99-
660 efstur með 124 í
heildareinkunn og Göltur
99-671, sem er sonur
Ljóra 95-828, var rneð
120 í heildareinkunn. A
Bergsstöðum í Miðfirði
stóð efstur Jesper 98-149
með 119 í heildareinkunn,
en þessi hrútur er fæddur
á Jaðri, sonur Frama 97-
001. Á Sauðadalsá
skipaði efsta sætið Spói
98-163 með 129íheildar-
einkunn en hrútur þessi er
frá Gröf undan Lóm 97-
111. Á Sauðá skipaði
Hraði 97-229 efsta sætið
líkt og síðasta ár nú með
119 í heildareinkunn,
Hraði er einn af sonum
Svaða 94-998.
Á Bergsstöðum á
Vatnsnesi var eins og áð-
ur ótrúlega glæsilegur
lambahópur sem kom til
dóms, en þar voru yfir-
burðir hjá Aski 99-098
mestir en hann var nteð
118 í heildareinkunn fyrir
einstakan glæsihóp
lamba. Þessi hrútur er.
undan Miða 98-097 sem
fylgdi syni sínum fast eft-
ir en Miði er undan Muna
97-092 sem haustið 1998
sló eftirminnanlega í
gegn í afkvæmarann-
sóknunum þá. Hér sést
það sem helst á að gerast
sem afrakstur ræktunar-
starfsins að sífellt öflugri
gripir komi hratt, kynslóð
eftir kynslóð. í Saurbæ
voru yfirburðir Hersirs
99-071 ótvíræðir með
125 í heildareinkunn en
þessi hrútur er frá Sauða-
dalsá undan Skála 98-
161. í Þórukoti fékk
Kassi 98-563 123 í heild-
areinkunn fyrir mjög
góðan hóp lamba. í Víði-
dalstungu I stóð efstur
Depill 95-211 með 127 í
heildareinkunn, jafn-
sterkur á báða þætti rann-
sóknar. Jónatan 97-210,
sem er sonur Kúnna 94-
997, var með 121, en
hann gefur mjög mikinn
bakvöðva hjá afkvæmum
sínum. í Víðidalstungu II
stóðu efstir tveir vetur-
gamlir hrútar, Bjarki 99-
004 og Skellur 99-003,
með 119 og 118 í eink-
unn, en þeir eru báðir ætt-
aðir frá Bassastöðum.
Austur-
Húnavatnssýsla
Umfang rannsókna
jókst nokkuð frá fyrra ári
þó að enn vanti talsvert á
að þetta sé hliðstæður
þáttur í sauðfjárræktar-
starfinu þar og í nálægum
héruðum.
Á Hofi í Vatnsdal end-
urtók Broddur 97-180
leikinn frá fyrra ári og
heimti til sín megnið af
yfirburðunum og var nú
með 136 í heildareink-
unn. Þessi ágætiskind er
frá Broddanesi. Á Akri
komu yngstu hrútarnir í
efstu sætin í rannsókn
með miklu af glæsilömb-
um, efstur var Moli 99-
477 sonur Mola 93-986
en kjötmat hjá lömbum
undan honum var einkar
glæsilegt en þar var þessi
hrútur með 125 í eink-
unn. Á Litlu-Giljá bar af
Mávur 97-521 með 120 í
heildareinkunn með eink-
ar skýra yfirburði í kjöt-
mati, en hrútur þessi er
fenginn frá Mávahlíð.
Skagafjörður
Eins og áður eru Skag-
firðingar í fararbroddi í
þessari vinnu og hvergi á
landinu voru rannsóknir
unnar á fleiri búum og af-
kvæmahóparnir fleiri en á
nokkru öðru svæði.
í Birkihlíð var efstur
Njóli 99-304 með heildar-
einkunn 121 en hann er
sonur Njóla 93-826. í
Stóru-Gröf ytri stóð lang-
efstur Hrappur 99-382
með 127 í heildareink-
unn. Jafnglæsilegustu
niðurstöður á landinu
með tilliti til kjötmats
voru eins og undangengin
haust á Syðra-Skörðugili
en hrútakostur þar er gíf-
urlega sterkur og ekki
jafn mikil frávik milli
hópa og víða en bestan
dóm fékk Stöngull 99-
437 og var hann með 122
í einkunn í kjötmatshluta
en þessi hrútur er sonur
Njóla 93-826. í Álfta-
gerði báru mjög af hópar
tveggja veturgamalla
hrúta, Gosi 99-505, sem
er sonur Mjaldurs 93-985,
fékk 133 í einkunn og
Snúður 99-506 er sonur
Djákna 93-983 og fékk
123 í einkunn. I Vallanesi
var Dropi 98-485 efstur
með 122 í heildareinkunn
en hann er frá Smáhömr-
um, undan Hnoðra 96-
837. Á Reykjaborg komu
fram tveir mjög athyglis-
verðir veturgamlir synir
Kóps 95-825, Fauti 99-
626 var með 131 í heild-
areinkunn og hrútur 99-
625 með 121. í Djúpadal
stóð á toppinum Suðri 99-
634 með 122 í heildar-
einkunn og sló þar út föð-
ur sinn Þistil 98-626, sem
stóð honum næstur en
hafði fengið mjög góða
útkomu haustið áður. Á
Minni-Ökrum stóð lang-
efstur Lortur 99-641 með
136 í heildareinkunn en
honum næstur kom faðir
hans Spíri 95-616, sem er
sonur Hörva 92-972, en
Lortur er blendingskind
því að móðurfaðir hans er
Gnýr 91-967.
í Keldudal stóð efstur
Kópur 99-482 með 127 í
heildareinkunn og með
þá einstæðu niðurstöðu
að meðaltal fyrir gerð úr
kjötmati var yfir 11 (U)
en þessi hrútur er sonur
Kóps 95-825. Spaði 99-
Moli 99-477 á Akri, Torfalækjarhreppi.
(Ljósm. Gunnar Krístjánsson).
FR6VR 6-7/2000 - 51