Freyr - 01.05.2001, Qupperneq 56
A fkvæmarannsóknir
/
Arið 2000 voru afkvæma-
prófaðir 11 lambhrútar
af hymda stofninum á
Fjárræktarbúi RALA á
Hesti. Af þeim voru tveir, þeir
Skussi 73 og Eros, undan sæðingar-
stöðvahrútunum Mola 93-986 frá
Efri-Gegnishólum og Amor 94-814
frá Mávahlíð. Kobbi 71 og Blómi
70 eru sonarsynir sæðingarhrútanna
Mola 93-986 og Bjarts 93-800, en
feður þeirra voru afkvæmaprófaðir
á sl. ári og kom Náli Molason, sem
er djásn að gerð sjálfur, einkar vel
út varðandi hlutfall vöðva og fitu
og hefði fyllilega átt erindi á
sæðingarstöð til bóta á þeim
eiginleikum og til frekari reynslu.
Af Hestshrútunum em fjórir undan
Sekk 47 (97-836), sem sl. vetur var
á Sæðingarstöð Norðurlands, einn
undan Dýra 55 og einn undan Óma
60, sem báðir vom afkvæmapróf-
aðir á sl. ári og sönnuðu sig að vera
kostamiklir hrútar, bæði hvað
varðar vaxtarlag og kjötgæði. Einn
síðheimtur lambhrútur, Dáti 75,
undan Hörva, var tekinn með í
rannnsóknina enda þótt lambið
væri ekki gallalaust að gerð.
í töflu 1 er sýnt ættemi hrútanna
á Hesti 1999
Stefán Sch.
Thorsteinsson
og
Sigvaldi
Jónsson,
Rannsókna-
stofnun
land-
búnaðarins
og ómmælingar á bakvöðvanum
lambshaustið (V = vöðvaþykkt, F =
fituþykkt og L = lögun).
Þetta árið var afkvæmarannsókn-
unum breytt frá því sem verið hef-
ur á umliðnum arum, á þann hátt,
að u.þ.b. helmingi tvílembnanna,
með tvo hrúta eða hrút og gimbur,
var haldið heima og beitt í heima-
landið til 24. júlí en þá beitt á há og
rýgresi til 28. ágúst og eftir það og
til slátrunar 20. október á kál. Hinn
hlutinn gekk á afrétti eins og vana-
lega og var slátrað í fyrstu förgun
29. september. Þetta var gert í þeim
tilgangi að rannsaka áhrif lamba-
feðra á vöxt, fítusöfnun og gæða-
flokkun falla við mismunandi beit-
armeðferð. Niðurstöður úr þessari
rannsókn em nú í vinnslu og munu
birtast í Frey síðar á árinu.
í töjiu 2 em sýndar helstu niður-
stöður rannsóknarinnar þegar leið-
rétt hefur verið fyrir beitarmeðferð
(heima og á fjalli). Allar skrokk-
mælingar á afkvæmum hrútanna
eru ieiðréttar að meðalfallþunga
allra lamba í rannsókninni en fall-
þungi að meðalaldri þeirra. Aðferð-
um við mat á heildar vöðva- og
fitumagni skrokksins hefur nokkr-
um sinnum verið lýst áður og má
þær finna m.a. í Sauðfjárræktar-
blaði Freys (5.-6. tbl. 95 árg.).
Af Sekksonunum kom Klaufi 67
einna best út en því miður verður
hann ekki notaður meira þar sem
hann varð bráðkvaddur í húsunum
er vigta átti veturgömlu hrútana um
haustið. Föllin af afkvæmum hans
vom afar vel gerð, jafnvaxin með
mikla holdfyllingu, einkum í lær-
um, og höfðu ágætan vöðvaþroska.
Afkvæmi Heggs 65 skera sig
greinilega frá afkvæmum hinna
Sekkssonanna vegna minni fitu-
söfnunar en hafa þó ágætan vöðva-
Tafla 1. Ætterni lambhrúta ásamt ómmælingum í afkvæmarannsókn 2000.
Hrútur Ómsiármæling Faðir Föðurfaðir Móðir Móðurfaðir
Nafn Nr. V F L Nafn Nr. Nafn Nr. Nr. Nafn Nr.
Stjóri 64 28 3 4 Sekkur 47 Posi 33 5724 Galsi 907
Heggur 65 27 3 3 Sekkur 47 Posi 33 6077 Hörvi 973
Hersir 66 29 2 5 Sekkur 47 Posi 33 6481 Órækja 28
Klaufi 67 29 3 4 Sekkur 47 Posi 33 6531 Standur 35
Þófi 68 31 3 5 Dýri 55 Kakali 44 5984 Snorri 969
Blómi 70 31 3 5 Náli 57 Moli 93986 SJl
Kobbi 71 28 4 4 Dagur 59 Bjartur 93800 5999 Hörvi 973
Jóker 72 28 2 4 Ómi 60 Áni 41 6323 Mölur 12
Skussi 73 28 4 3 Moli 93986 6474 Órækja 28
Eros 74 25 2 4 Amor 94814 5895 Stefi 968
Dáti 75 23 2 3 Hörvi 973 Krappur 885 5970 Gosi 967
56 - pR€VR 6-7/2001